Anna Rósa tínir, blandar, hristir og hrærir

allt í höndunum

 Allt í höndunum

Ég bý allar vörurnar mínar til sjálf, í höndunum, en ég hef búið til frá grunni hverja einustu uppskrift af öllum vörunum. Ég handhræri krem, blanda saman lækningajurtum í tinktúrur, sýð olíur og þurrka jurtir í teblöndur. Ég tíni sjálf allar íslensku jurtirnar á svæðum sem eru fjarri umferð og tilbúnum áburði. Erlendar jurtir sem ég nota eru ávallt lífrænt vottaðar.

Vörurnar innihalda ekki paraben-rotvarnarefni,

kemísk ilmefni, litarefni, erfðabreytt hráefni eða lanólín

Allskonar fólk á öllum aldri mælir með vörunum hennar Önnu Rósu!

Þegar ég tek tinktúruna Bíum bíum bambaló við svefnleysi þá verð ég rólegri og næ miklu frekar djúpum svefni þrátt fyrir truflanir af völdum umhverfishljóða, birtu og stoðkerfisverkja. Ég er alveg hissa hvað þetta hefur góð áhrif því ég sef eins og steinn en ég hef strítt við svefnleysi í áratugi og prófað margt t.d. seyði, hómópatalyf og melantónin með misjöfnum árangri.

Andrés Hugo

Ég er 67 ára og ákvað að prófa tinktúruna Fjallagrös og fíflarót frá Önnu Rósu. Nú er ég búinn með þrjár flöskur og finn að virknin er mjög góð. Ég finn mikinn mun á maganum og hef líka miklu meiri orku en áður. Ég mæli hiklaust með þessari tinktúru því hún virkar mjög vel!

Guðjón Einarsson

Ég er með þurra og viðkvæma húð og fá krem sem ég þoli en ég hef notað 24 stunda kremið frá Önnu Rósu grasalækni sem rakakrem í nokkur ár og finnst það frábært. Ég stunda mikla útivist og kremið virkar líka vel sem sólarvörn. Ég er líka mjög hrifin af hreinleika varanna hjá Önnu Rósu sem eru m.a. lausar við parabena og auk þess á góðu verði.

Gunna Lára Pálmadóttir

Bóluhreinsirinn er geðveikur til að láta bólur fara. Ég hef sagt nokkrum vinkonum mínum frá bóluhreinsinum og sumar hafa keypt hann eða prufað hjá mér og þær elska hann. Á mínum aldri þá fær maður nokkrar bólur og þá hjálpar hann mikið, aðallega þegar bólur eru áberandi, þá er þetta pörfekt lausn.

María Ósk Jónsdóttir

Enginn sendingarkostnaður innanlands ef þú kaupir fyrir 12.000 kr. eða meira

Anna Rósa sérblandar í ráðgjöfinni

Það er hægt að panta einkatíma í ráðgjöf hjá mér, en þá fer ég yfir sjúkrasögu viðkomandi og sérblanda tinktúrur og te að viðtali loknu. Ég geri einnig tillögur að breytingum á mataræði og hreyfingu ef ástæða þykir til, en ég hef unnið við ráðgjöf sem grasalæknir í 25 ár.

Anna Rósa grasalæknir - ráðgjöf
Skoðaðu algenga kvilla sem Anna Rósa fæst við

Langar þig að prófa girnilegar uppskriftir eða lesa spennandi greinar?

Allar vörurnar hjá Önnu Rósu eru vegan

nema sárasmyrslið sem inniheldur bývax