Sveppir hafa verið notaðir til lækninga öldum saman en löng hefð er fyrir notkun þeirra í Asíu. Lækningasveppir eru nú vinsælt rannsóknarefni vísindamanna en undanfarna áratugi hafa þeir náð miklum vinsældum á Vesturlöndum. Áður fyrr voru sveppir til lækninga eingöngu tíndir villtir en sumir þeirra voru sjaldgæfir og ákaflega verðmætir. Í dag eru lækningasveppir hins vegar ræktaðir í tugþúsundum tonna ár hvert til notkunar í fæðubótarefni. Í þessari grein fjalla ég um þær fimm tegundir sveppa sem ég nota mest í ráðgjöfinni hjá mér en allir eiga þeir það sameiginlegt að styrkja ónæmiskerfið. Þeir hafa líka allir sýnt hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna og er mikil hefð fyrir að nota þá í meðferðum gegn krabbameini.

Turkey Tail sveppir

Turkey Tail sveppur (Trametes versicolor) er langmest rannsakaður af öllum lækningasveppunum. Stórar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á virku efnunum PSK (Krestin) og PSP (Polysaccharide Peptide) sem sýnt hafa mjög jákvæðar niðurstöður í tengslum við margar tegundir af krabbameini. Þar má nefna maga- og vélindakrabbamein, lungna- og brjóstakrabbamein og ristilkrabbamein. Turkey Tail sveppur er einnig vírusdrepandi og rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif á herpes og HIV vírusa. Smelltu hér til að lesa meira um rannsóknir á turkey tail og hvernig hann getur aukið lífslíkur og lífsgæði krabbameinssjúklinga.

 • Styrkir ónæmiskerfið
 • Andoxandi og bólgueyðandi
 • Hamlar vexti krabbameinsfrumna
 • Mikið rannsakaður gegn krabbameini
 • Bakteríu- og vírusdrepandi
 • Herpes og aðrar vírussýkingar
 • Styrkir og verndar lifur
 • Síþreyta (ME)
 • Kemur jafnvægi á þarmaflóruna
 • Lækkar blóðsykur
 • Sale!

  Turkey Tail sveppaduft

  4.792 kr.
  Setja í körfu Skoða
Turkey Tail

Reishi sveppir

Í Kína á öldum áður þótti reishi-sveppurinn (Ganoderma lucidum) auka langlífi, en hann var sjaldgæfur og því fengu eingöngu keisarinn og hirð hans að njóta hans. Í Japan er notkun reishi samhliða annarri krabbameinsmeðferð viðurkennd af japanska heilbrigðisráðuneytinu en reishi sveppurinn er talinn auka áhrif hefðbundinnar lyfjameðferðar við krabbameini og draga úr aukaverkunum hennar. Reishi er einnig talinn hafa jafnvægisstillandi áhrif á ónæmiskerfið og hefur verið notaður gegn sjálfsofnæmissjúkdómum líkt og liðagigt, MS og lúpus og einnig lifrarbólgu B og C, vefjagigt, HIV/AIDS og herpes vírus. Smelltu hér til að lesa meira um rannsóknir á reishi og hvernig hann getur aukið lífslíkur og lífsgæði krabbameinssjúklinga.

 • Styrkir og kemur jafnvægi á ónæmiskerfið
 • Hamlar vexti krabbameinsfrumna (sérstaklega í brjóstum og blöðruhálskirtli)
 • Mikið rannsakaður gegn krabbameini
 • Andoxandi og bólgueyðandi
 • Bakteríu-, sveppa- og vírusdrepandi
 • Kvef, flensa, bronkítis, hósti og astmi
 • Svefnleysi, stress, kvíði og þunglyndi
 • Styrkir og verndar lifur
 • Styrkir hjarta- og æðakerfið
 • Lækkar kólesteról og blóðþrýsting
 • Liðagigt
 • Lækkar blóðsykur
 • Örvar minni og eykur langlífi
 • Dregur úr ofnæmi
 • Sale!

  Reishi sveppaduft

  4.792 kr.
  Setja í körfu Skoða
Reishi

Lion’s Mane sveppir

Lion’s Mane (Hericium erinaceus) dregur nafn sitt af ljónsmakka. Þessi sveppur er stundum kallaður náttúrulegt næringarefni fyrir taugafrumur en hann er þekktur fyrir að örva framleiðslu á vexti taugafrumna eða NGF (Nerve Growth Factor). NGF spilar stórt hlutverk í að viðhalda heilbrigðu taugakerfi en of lítið magn af honum er tengt við fyrstu stig af elliglöpum og Alzheimer.

 • Styrkir ónæmis- og taugakerfi
 • Styrkir hjarta- og æðakerfi
 • Andoxandi og bólgueyðandi
 • Örvar minni, dregur úr elliglöpum og alzheimer
 • Hitakóf, kvíði og svefntruflanir á breytingaskeiði
 • MS, parkinson, taugaverkir og taugaskemmdir
 • Lækkar blóðsykur
 • Hamlar vexti krabbameinsfrumna
 • Kvíði og þunglyndi
 • Magabólgur og magasár
 • Sale!

  Lion’s Mane sveppaduft

  4.792 kr.
  Setja í körfu Skoða
Lion's Mane

Shiitake sveppir

Mikil hefð er fyrir því að nota shiitake sveppi (Lentinula edodes) bæði til matar og lækninga, sérstaklega í Asíu. Extrakt kallaður Lenantin, unninn úr shiitake sveppum og gefinn í sprautuformi, er viðurkennt lyf í Japan og notað við krabbameini, HIV og lifrarbólgu B og C. Extrakt kallaður LEM er hins vegar algengur í töfluformi í Asíu og Bandaríkjunum.

 • Styrkir ónæmiskerfið
 • Vírus-, bakteríu- og sveppdrepandi
 • Andoxandi og bólgueyðandi
 • Hamlar vexti krabbameinsfrumna
 • Frunsur og aðrar vírussýkingar
 • Sveppasýkingar
 • Styrkir og verndar lifur
 • Lækkar kólesteról
Shiitake

Chaga sveppir

Chaga sveppur (Inonotus opliquus) vex villtur á birki- og grenitrjám í Austur-Evrópu, Norður-Ameríku og Rússlandi en hann vex ekki hérlendis. Mikil hefð er fyrir því í Austur-Evrópu að nota chaga svepp sem vex á birkitrjám til að meðhöndla margar tegundir af krabbameini.

 • Styrkir ónæmiskerfið
 • Vírusdrepandi
 • Andoxandi og bólgueyðandi
 • Hamlar vexti krabbameinsfrumna
 • Lækkar blóðsykur
 • Lækkar kólesteról
 • Sóríasis
Chaga

Sveppir og krabbamein

Lækningasveppir eru mikið notaðir í krabbameinsmeðferðum erlendis og þá sérstaklega turkey tail og reishi. Smelltu hér til að lesa meira um rannsóknir á turkey tail og reishi og hvernig þeir geta aukið lífslíkur og lífsgæði krabbameinssjúklinga.Ég nota alltaf sveppi samhliða sérblönduðum jurtum þegar ég fæst við krabbamein í ráðgjöfinni hjá mér. Ég fæst alltaf við krabbamein samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð eða sem eftirmeðferð, en ég mæli aldrei með því að fólk hætti hefðbundinni krabbameinsmeðferð og sé eingöngu á jurtum og sveppum. Blanda af Turkey Tail og Reishi í jöfnum hlutföllum er í uppáhaldi hjá mér en skammtarnir eru alltaf stærri en þegar fengist er við aðra sjúkdóma. Ég mæli yfirleitt með 2 msk á dag af þessari blöndu og alltaf í lengri tíma eða að lágmarki í 3 mánuði.

 • Sale!

  Turkey Tail sveppaduft

  4.792 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Reishi sveppaduft

  4.792 kr.
  Setja í körfu Skoða

Notkun

1-2 tsk. af sveppadufti á dag með morgunmat. Hrærið sveppaduftið út í heitt vatn, graut eða safa. Það er frekar bragðlaust og mér finnst lítið mál að bæta því út í graut á morgana. Eins er þægilegt að blanda sveppadufti út í háft glas af vatni ásamt c-vítamín freyðitöflu, sérstaklega ef verið er að taka stóra skammta af sveppum. Athugið að sveppaduft leysist ekki að fullu upp í vatni og skal drekka botnfallið líka. Ég mæli með samfelldri notkun í a.m.k. fjórar vikur og í tvo til þrjá mánuði að lágmarki ef um langvarandi veikindi er að ræða.

Varúð

Þeir sem eru með ofnæmi gegn sveppum mega ekki taka ofangreinda sveppi. Í stórum skömmtum geta þessir sveppir valdið meltingartruflunum og niðurgangi. Hætta skal notkun reishi a.m.k. einni viku fyrir skurðaðgerð. Konum með miklar tíðablæðingar er ekki ráðlagt að taka stóra skammta af reishi.

Botanical Safety Handbook. 2013. AHPA (American Herbal Products Association). 2. útg. CRC Press, Florida, USA.

Hobbs Christopher. 1995. Medicinal Mushrooms. Botanica Press, Tennessee, USA.

Powell Martin. 2014. Medicinal Mushrooms. A Clinical Guide. Mycology Press, UK.

Rogers Robert. 2011. The Fungal Pharmacy. North Atlantic Books, California, USA.

Tillotson Alan Keith. 2001. The One Earth Herbal Sourcebook. Kensington Books, New York, USA.

Winston David og Kuhn.M. 2008. Herbal Therapy and Supplements. Lippincott Williams and Wilkins, PA, USA.

Pakkatilboð sem innihalda lífræna lækningasveppi

 • Sale!

  Pakkatilboð – álag og svefnleysi

  10.990 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – kvíði og þunglyndi

  10.990 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – ónæmiskerfið

  10.990 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – kvef og flensa

  11.990 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – breytingaskeiðið

  11.990 kr.
  Setja í körfu Skoða

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir