Ég er á því að það skipti öllu máli að gefa af sér og hjálpa öðrum. Ég er líka á því að maður þurfi að fylgja hjartanu og innsæi sínu. Fyrir nokkrum árum rakst ég á einstaklega fallegar ljósmyndir eftir Muhammed Muheisen, stofnanda Everyday Refugees Foundation. Ég fór að fylgja honum á samfélagsmiðlum og smá saman lærði ég meira um aðstæður flóttafólks. Þetta var öðruvísi nálgun heldur en í hefðbundnum fjölmiðlum og mun áhrifaríkari fréttaflutningur. Þarna var bara einn maður að fylgja hjarta sínu og segja sögur með ljósmyndum. Ég fór að hugsa að ég þyrfti að leggja mitt af mörkum líka. Ég fór að skoða hvað ég gæti gert, hvað það væri sem ég væri góð í og gæti skapað tekjur til að hjálpa öðrum. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að með því að leggja meiri áherslu á húðvörurnar mínar og hefja útflutning myndi ég skapa nýjar tekjur sem hægt væri að nýta í þágu flóttafólks. Það tekur hinsvegar tíma þannig í millitíðinni ákvað ég að láta hluta af hagnaði á Íslandi renna til þriggja hjálparsamtaka sem vinna eingöngu með flóttafólki. Ef Muhammed getur haft áhrif og ég get haft áhrif þá getur þú einnig haft áhrif. Þegar þú kaupir vörur af mér þá hefur þú bein áhrif og styrkir stöðu flóttafólks.

keyptu beint af Önnu rósu
Everyday Refugees Foundation

„Everyday Refugees Foundation hefur það að markmiði að skrásetja, hjálpa, fræða og valdefla flóttafólk sem er á flótta vegna stríðsátaka, fátæktar, mismununar eða náttúruhamfara.“

sjá nánar
Lemon Tree Trust

„The Lemon Tree Trust er að breyta flóttamannabúðum með garðyrkju, einn garð í einu. Með því að útvega fræ og plöntur ýtum við undir félagslegar og efnahagslegar breytingar.“

sjá nánar
Reclaim Childhoold

„Reclaim Childhood vinnur með flóttafólki og konum og stúlkum í áhættuhópum í Jórdaníu í gegnum leiki og íþróttir.“

sjá nánar