Þurr og viðkvæm húð getur skapað allskonar vandamál. Það fylgir henni stundum roði, kláði, bólgur eða bara óþægileg tilfinning í húðinni. Öll kremin okkar innihalda íslenskar jurtir og önnur rakagefandi innihaldsefni líkt og lífrænt kakó- og sheasmjör. Þau innihalda ekki paraben-rotvarnarefni, kemísk ilmefni eða önnur ertandi efni, en þessháttar efni geta auðveldlega valdið bólgum, þurrki og ofnæmisviðbrögðum. Kremin okkar róa hinsvegar viðkvæma húð og eru einstaklega nærandi og rakagefandi fyrir þurra húð.

Dagkremið okkar er létt rakakrem sem er sérstaklega gott fyrir blandaða húð sem er bæði með feit og þurr svæði. 24 stunda kremið, sem dregur úr fínum línum og öðrum merkjum öldrunar, er einstaklega öflugur rakagjafi og hentar mjög vel fyrir þurra og viðkvæma húð. Ef húðin er mjög þurr þá mælum við með græðikreminu sem hægt er að nota bæði á andlit og líkama. Góð leið fyrir mjög þurra húð væri að nota 24 stunda kremið á morgnana, græðikremið eftir þörfum yfir daginn og svo aftur fyrir svefninn til að gefa góðan raka fyrir nóttina.

  • Pakkatilboð – rakagefandi

    14.480 kr. 12.990 kr.
    Setja í körfu Skoða
  • Græðikrem

    4.490 kr.
    Setja í körfu Skoða