Loading...
Home2024-06-17T19:56:31+00:00

NÁTTÚRULEG FEGURÐ

Við vitum að fegurðin felst í náttúrunni því við framleiðum hreinar húðvörur úr íslenskum lækningajurtum og lífrænum innihaldsefnum. Húðvörurnar eru ekki bara heilsusamlegar fyrir okkur heldur líka jörðina sem við elskum. Við gerum allt í höndunum af alúð og ást.

HÁGÆÐAVÖRUR

Húðvörurnar frá Önnu Rósu eru hreinar hágæðavörur. Það er dýrmætt að geta tínt jurtir í hreinni ómengaðri náttúru og húðvörur handunnar af vandvirkni í litlu magni eru líka einstök gæði. Það er ómetanlegt að geta valið af kostgæfni einstakt hráefni í hágæðavörur sem gerðar eru af kærleika og umhyggju.

“Afghan refugee girls attending a class at a makeshift school in Pakistan”. Photo by Muhammed Muheisen/Everyday Refugees Foundation.

“Afganskar stúlkur í hópi flóttamanna sækja kennslu í bráðabirgða skólastofu í Pakistan.” Ljósmynd eftir Muhammed Muheisen/Everyday Refugees Foundation.

SÆLLA ER AÐ GEFA EN ÞIGGJA

Þú styrkir þrjú hjálparsamtök sem vinna með flóttafólki þegar þú kaupir vörur af Önnu Rósu grasalækni.

sjá nánar

VIÐ NOTUM

Við notum íslenskar jurtir og lífrænt hráefni í hæsta gæðaflokki. Anna Rósa tínir sjálf lækningajurtirnar í hreinni ómengaðri náttúru, fjarri umferð og tilbúnum áburði.

SJÁ NÁNAR

VIÐ NOTUM EKKI

Við notum ekki parabena, kemísk ilmefni, jarðolíur, parafín, kemísk litarefni, ftalöt, sílíkon, formaldehýð eða önnur eiturefni. Við munum aldrei gera það.

SJÁ NÁNAR

VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ

Anna Rósa grasalæknir býr sjálf til allar vörur í höndunum. Við blöndum, framleiðum og pökkum í vottuðu framleiðsluhúsnæði í Reykjavík.

sjá nánar
10 Years of Testing

13 ÁRA REYNSLA

Kremin hennar Önnu Rósu hafa verið ákaflega vinsæl á Íslandi í 13 ár. Á þeim tíma hafa mörg þúsund Íslendingar notað þessi einstaklega rakagefandi krem, oft með frábærum árangri.

100% VISTVÆNAR VÖRUR

sjá nánar

ANNA RÓSA GRASALÆKNIR

Hún er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

sjá nánar
Anna Rósa graslæknir

GRASALÆKNIR BLOGGAR

SJÁ ALLT
Go to Top