Ráðgjöfin er lokuð hjá mér og opnar ekki aftur á næstu mánuðum. Hér geturðu skoðað pakkatilboð við allskonar kvillum og hér pakkatilboð fyrir húðina. Ef þú vilt aðstoð með samsetningu á vörum úr vefverslun fyrir þig, hafðu samband á onnuson@annarosa.is.

Fyrsta heimsókn í ráðgjöf til mín tekur um klukkustund þar sem ég fer ítarlega yfir sjúkrasögu, mataræði og hreyfingu. Algengast er að fólk sem kemur til mín sé þegar búið að fá sjúkdómsgreiningu hjá hefðbundnum lækni. Í sumum tilfellum bendi ég viðkomandi á að leita hefðbundinna lækninga eða fá frekari greiningu á einkennum. Að viðtali loknu met ég hversu langan tíma meðferð mun taka en algengt er að hún taki tvo til þrjá mánuði en það er þó mjög mismunandi eftir eðli sjúkdóms. Ég geri einnig tillögur að breytingum á mataræði og hreyfingu ef mér þykir ástæða til. Í lok viðtalstíma sérblanda ég tinktúrur og te fyrir hvern og einn og fyrsti skammtur dugar í ca. tvær vikur.  Að tveimur vikum liðnum kemur viðkomandi í viðtal í 60 mínútur þar sem árangur er metinn og framhald ákveðið.

Algengir kvillar

Grasalækningar hafa öldum saman verið notaðar gegn ýmsum tegundum sjúkdóma. Algengt er að leitað sé til grasalæknis vegna langvarandi veikinda sem illa hefur gengið að ráða bót á með hefðbundnum lækningum. Grasalæknir getur ekki lofað lækningu en margar lækningajurtir eru taldar geta hjálpað til við eftirfarandi sjúkdóma:

hormónaójafnvægi, svitaköst, óreglulegar blæðingar, fyrirtíðaspenna, sveppasýkingar

magabólga, magasár, hægðatregða, niðurgangur, ristilkrampi, uppþemba

exem, sóríasis, þrálát sár

liðagigt, slitgigt, vefjagigt og vöðvabólga

höfuðverkir, mígreni, ennis- og kinnholusýkingar

álag, kvíði, svefnleysi, orkuleysi, þunglyndi

bjúgur, góðkynja stækkun blöðruhálskirtils, blöðrubólga

astmi, kvef, hálsbólga, flensa, hósti, bronkítis

ofnæmi, óþol

Verðskrá

Endilega deildu þessari síðu fyrir mig!