24 stunda kremið sem dregur úr fínum línum og merkjum öldrunar, er langvinsælasta kremið okkar. Það er sérstaklega hannað fyrir eldri húð. 24 stunda kremið er einstaklega nærandi og rakagefandi, þökk sé íslenskum jurtum og háu hlutfalli af lífrænu kakó- og sheasmjöri, apríkósuolíu og E-vítamíni. Það inniheldur einnig rósa- og neroli ilmkjarnaolíur sem eru sérstaklega góðar fyrir þroskaða húð.

Þetta krem er mjög vinsælt á meðal útivistarfólks þar sem það inniheldur náttúrulega sólarvörn og ver húðina fyrir skaðlegum umhverfisáhrifum. Við mælum með pakkatilboðinu – rakagefandi sem inniheldur 24 stunda kremið og dagkrem. Mjög margir nota dagkremið á morganna og 24 stunda kremið á kvöldin og finnst það hin fullkomna blanda.