Algengar spurningar | Anna Rósa grasalæknir
Loading...
Algengar spurningar2021-01-18T12:30:14+00:00
Er hægt að sækja pantanir?2020-11-05T20:42:00+00:00

Nei því miður. Anna Rósa er ekki með opna búð og sendir allar pantanir með Íslandspósti.

Er frí heimsending?2021-04-01T10:59:28+00:00
  • Enginn sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir 12.000 kr eða meira (sent á pósthús/póstbox en ekki heim).
  • Sendingargjald er 990 kr þegar sent er á pósthús/póstbox (undir 12.000 kr).
  • Sendingargjald er 1.290 kr þegar sent er heim.
  • Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Póstinum.
Ertu með opna búð?2020-11-05T20:40:14+00:00

Nei því miður, það er eingöngu hægt að kaupa beint af Önnu Rósu í gegnum vefverslun. Anna Rósa framleiðir yfir 100 vörutegundir sem fást í vefverslun en aðeins 12 vörutegundir fást á sölustöðum.

Hvað tekur langan tíma að fá vöru senda?2020-11-05T20:39:22+00:00

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti en það tekur vanalega 1-3 virka daga á pósthús. Því miður er ekki í boði að sækja vörur til Önnu Rósu.

Ertu með prufur?2020-11-05T20:36:58+00:00

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og bóluhreinsir er 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort prufan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Lúxusprufur
Get ég fengið afsláttarkóða?2021-01-18T12:29:26+00:00

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!
Go to Top