Fótakremið okkar er einstakt. Það er sérstaklega rakagefandi og mýkir, nærir og kælir bæði fætur og fótleggi ásamt því að græða sprungna húð og mýkja sigg. Fótakremið inniheldur lífrænar tea tree, eucalyptus- og piparmyntu ilmkjarnaolíur sem draga úr kláða og fótasveppi. Það hefur einnig reynst áhrifaríkt gegn fótaóeirð og pirringi.

Fótakremið er sérstaklega vinsælt á meðal útivistarfólks en það hefur reynst vel gegn sárum og blöðrum á fótum. Ef þú ert með djúpar sprungur sem illa hefur gengið að græða þá mælum við eindregið með að bera sárasmyrslið á þær samhliða fótakreminu til að flýta fyrir árangri. Berið sáramyrslið ríkulega á kvölds og morgna og fótakremið nokkrum sinnum yfir daginn. Fótakremið er í pakkatilboðinu – líkami.