Meðferð Önnu Rósu við rósroða varð til algjörlega fyrir slysni. Hún fékk endurteknar ábendingar um að þrjár af vörunum hennar virkuðu vel við rósroða. Þess vegna setti hún vörurnar saman í sérstakan rósroðapakka sem inniheldur 24 stunda krem, græðikrem og bóluhreinsi.

Vörurnar þrjár vinna afar vel saman:

  • 24 stunda kremið róar húðina og viðheldur raka
  • Græðikremið er kælandi og bólgueyðandi
  • Bóluhreinsirinn dregur úr kýlum og bólum sem gjarnan fylgja rósroða.

Við mælum með að bera bóluhreinsinn á 3-6 sinnum á dag ásamt því að bera 24 stunda kremið á sig á kvölds og morgna og græðikremið aukalega yfir daginn ef þörf er á.

  • Sale!

    Pakkatilboð – rósroði

    Original price was: 18.970 kr..Current price is: 16.990 kr..
    Setja í körfu Skoða