Anna Rósa hefur hannað þrjár vörur sem draga úr rósroða og við mælum með að nota þær samhliða eftir þörfum. 24 stunda kremið dregur úr merkjum öldrunar og hefur verið eitt vinsælasta náttúrulega kremið á Íslandi í 10 ár. Þetta andlitskrem dregur úr rósroða en það inniheldur kamillu, vallhumal og morgunfrú sem eru einstaklega róandi og bólgueyðandi fyrir húðina. 24 stunda kremið gengur mjög fljótt inn í húðina og viðheldur langvarandi raka. Við mælum með því að nota það kvölds og morgna, sérstaklega ef húðin er þurr og viðkvæm.

Ef mikill hiti og bólga eru í húðinni er gott að bera græðikremið á yfir daginn til að draga enn frekar úr rósroða. Græðikremið inniheldur kvöldvorrósarolíu ásamt lífrænum lavender- og piparmyntu ilmkjarnaolíum sem eru kælandi og bólgueyðandi.

Þeir sem þjást af rósroða fá gjarnan kýli og bólur og í þeim tilfellum hefur bóluhreinsirinn oft hjálpað mikið. Við mælum með því að bera bóluhreinsinn á 3-6 sinnum á dag ásamt því að bera 24 stunda kremið á sig á morgnana og græðikremið aukalega yfir daginn ef þörf er á. 24 stunda kremið, græðikremið og bóluhreinsirinn eru í pakkatilboðinu – rósroði.

  • Pakkatilboð – rósroði

    15.370 kr. 13.890 kr.
    Setja í körfu Skoða