LÍTIÐ MAGN

Við kjósum að búa til kremin okkar oft og í litlu magni í hvert sinn. Það er svipað og að elda mat, maður nær yfirleitt bestum árangri þegar maður eldar fyrir lítinn hóp vina frekar en stóran hóp af fólki. Þetta þýðir að kremin okkar eru alltaf nýlöguð og fersk sem skiptir öllu máli því þá hafa þau bestu áhrifin á húðina. Það skiptir okkur mun meira máli að framleiða handunnin krem í hæsta gæðaflokki í litlu magni heldur en framleiða mikið magn í einu. Það væri að sjálfsögðu einfaldara og mun ódýrara að framleiða krem í miklu magni í einu en gæðin eru einfaldlega mikilvægari fyrir okkur.

VANDVIRKNI

Við framleiðum sjálf allar okkar vörur. Það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur því þannig getum við verið 100% örugg með að vörurnar séu af hæstu gæðum og öllum öryggis- og gæðastöðlum sé framfylgt. Það er nefnilega ekki bara spurningin um hvað er í krukkunum, það er líka mikilvægt hvernig að framleiðslunni er staðið og hvar hún fer fram.

Önnu Rósu finnst fátt meira gefandi en að þróa nýjar uppskriftir og framleiða. Hún hefur þróað húðvörur og allskyns vörur úr jurtum í yfir 30 ár og þreytist seint á því. Hún blandar sjálf allar vörurnar í höndunum og finnst það alltaf jafn skemmtilegt.

Pökkunin er sá hluti framleiðslunnar sem Önnu Rósu finnst fínt að fá hjálp með enda eru takmörk fyrir því hvað hún kemst yfir að gera sjálf. Hún er hinsvegar svo heppin að sonur hennar og kærasta hans sjá alfarið um að fylla á krukkur og flöskur, líma miða og setja í kassa, allt af mikilli vandvirkni. Allar umbúðir sem við notum eru vistvænar, hérna geturðu fræðst nánar um það.