DÆMI UM JURTIR SEM VIÐ NOTUM

Blóðberg

Blóðberg

Við notum íslenskar jurtir, tíndar af Önnu Rósu í hreinni ómengaðri náttúru, fjarri umferð og tilbúnum áburði. Við veljum aðeins lífræn og náttúruleg hráefni í hæsta gæðaflokki. Við notum fá en vel valin hráefni í húðvörurnar okkar og sleppum alveg skaðlegum eiturefnum. Við mælum með því að þú forðist þessi eiturefni sem leynast í mörgum húðvörum.

TÍNSLAN OG SJÁLFBÆRNI

Undanfarin ár hafa kröfur um gagnsæi í rekstri fyrirtækja aukist svo um munar en þetta á ekki síst við um fyrirtæki sem framleiða úr jurtum. Neytendur gera kröfu um að vita hvaðan jurtir koma, hvernig þær eru ræktaðar og hvort sjálfbærni sé til staðar. Þetta er einfalt hjá okkur, Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku jurtirnar sem við notum en þannig getum við verið alveg viss um að þær séu tíndar á réttum tíma og að virknin sé sem mest. Í þeim tilfellum sem við notum erlendar jurtir eru þær undantekningarlaust lífrænt vottaðar. Við eigum eingöngu í samstarfi við fyrirtæki sem við þekkjum mjög vel, í flestum tilfellum rækta þau sjálf jurtirnar og í mörgum tilfellum höfum við heimsótt þau og skoðað allar aðstæður.

Anna Rósa hefur tínt jurtir í yfir 30 ár og á þeim tíma hefur hún kynnst afar góðviljuðum bændum sem leyfa henni að tína á löndum sínum. Hún tínir eingöngu hluta af þeim jurtum sem vaxa á hverjum stað fyrir sig  svo hægt sé að tína ár eftir ár. Í sumum tilfellum eru jurtir eins og morgunfrú ræktaðar sérstaklega fyrir hana. Anna Rósa eyðir öllum sumrum í tínslu enda finnst henni fátt skemmtilegra en að fara í sumarfrí með jurtunum sínum.

ÖLL INNIHALDSEFNI Í HÚÐVÖRUM

Smelltu á innihaldsefni til að fræðast um það