Netnámskeið

Lækningamáttur íslenskra jurta

Viltu bæta heilsuna og læra hvernig þú getur notað íslenskar jurtir til þess? Þú færð 26 uppskriftir og lærir að nota, tína og vinna úr íslenskum lækningajurtum.

Það er lokað fyrir skráningu á þetta námskeið en hægt verður að skrá sig aftur 2023. Sendu okkur tölvupóst á: onnuson@annarosa.is og við setjum þig á biðlista og látum þig vita þegar skráning hefst! 

Dagar
Klst
Mínútur
Sekúndur

Vissirðu að þú getur fengið styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi?

Flest stéttarfélög veita fræðslustyrk en mismunandi er hversu há sú upphæð er á hverju ári. Stéttarfélög veita allt að 90% endurgreiðslu á námskeiðsgjöldum. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til að fá upplýsingar um möguleika á endurgreiðslu.

Skráningu lýkur 12. september

Skráningu á netnámskeiðið lýkur 12. september. Eftir það verður ekki hægt að skrá sig aftur á námskeiðið fyrr en 2023.

Á námskeiðinu lærir þú um:

 • 14 íslenskar lækningajurtir 
 • Áhrif, notkun og rannsóknir
 • Sögu, þjóðtrú og skammta
 • Tínslu, þurrkun og geymslu 
 • Að búa til te, seyði, tinktúrur, bakstra, grisjur, skol og böð
 • 26 uppskriftir 

Bónus - spurðu Önnu Rósu spjörunum úr!

 • Anna Rósa situr fyrir svörum 
 • Þú getur spurt hana spjörunum úr
 • 1. október frá 13-15
 • Langholtsvegur 109, Reykjavík 
 • 25% afsláttur af öllum vörum

 

Hvernig virkar þetta?

 • Námskeiðið byrjar um leið og þú skráir þig
 • Aðgangur að öllu námsefni strax
 • Þú lærir á þínum hraða
 • Þú lærir þegar þér hentar
 • Þú þarft ekki að mæta neinstaðar
 • Þú getur spurt spurninga í lokuðu samfélagi í 3 mánuði
 • Þú hefur aðgang að námskeiðinu í 24 mánuði (12.09 2022 til 12.09 2024)

10% Afsláttur

 • 10% AFSLÁTTUR er í boði fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og námsmenn.
 • Hafðu samband á onnuson@annarosa.is eða í síma 662 8328 til að fá afsláttarkóða.

Hagnýt atriði

 • Netnámskeið, þú byrjar að læra núna á þínum eigin hraða
 • Aðgangur að öllu námsefni strax
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi
 • Skráningu lýkur 12. september 2022
 • Verð er 49.990 kr
 • 10% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og námsmenn
 • Skráning veitir aðgang að námskeiði í 24 mánuði
 • Námskeiðið er í 4 köflum (89 hlutar) og er um 4.5 klst í heildina
 • Bónus: hægt að hitta Önnu Rósu 1. okt. og spyrja hana spurninga
 • Aðgangur að lokuðu samfélagi í 3 mánuði
 • Myndbönd með fyrirlestrum
 • Einnig eru sérstök myndbönd um tínslu hverrar jurtar
 • Sendu okkur línu til að fá afsláttarkóða: onnuson@annarosa.is eða hringdu í síma 662 8328

Viltu kíkja á námskeiðið?

Hérna geturðu horft á tvö sýnishorn af námskeiðinu. Þú getur horft á annan hluta um maríustakk en fjallað er um hverja jurt í þremur hlutum. Fyrsti hluti fjallar um útbreiðslu, nýtta hluta og tínslu. Annar hluti fjallar um sögu, áhrif, notkun og rannsóknir. Þriðji hluti fjallar um þjóðtrú, skammta og uppskriftir. Einnig geturðu horft á myndband um hvernig Anna Rósa tínir maríustakk en sérstök myndbönd um tínslu fylgja hverri jurt fyrir sig. 

Hvaða jurtir er fjallað um?

Aðalbláber, birki, blóðberg, brenninetlu, burnirót, fjallagrös, klóelftingu, krækiber, maríustakk, mjaðjurt, túnfífil, vallhumal, víði og ætihvönn.

Anna Rósa er með yfir 30 ára reynslu

Anna Rósa stundaði nám í grasalækninum í 4 ár í Bretlandi. Hún hefur rekið eigin ráðgjöf og kennt um lækningamátt íslenskra jurta í yfir 30 ár ásamt því að gefa út vinsæla bók um íslenskar lækningajurtir. Hún framleiðir yfir 100 vörur í höndunum og tínir allar jurtirnar sjálf í íslenskri náttúru.

Þessi mæla með!

Efnið er vel fram sett og aðgengilegt. Það er líka á dýptina þar sem alþýðlegum fróðleik og þjóðtrú um lækningajurtirnar er til haga haldið og til hvers þær duga. En umfram allt hjálpar námskeiðið manni til sjálfshjálpar, kennir manni að tína jurtirnar, þurrka þær og geyma, laga te og brugga tinktúrur. Sjálfs er höndin hollust.
Hjörleifur Sveinbjörnsson
þýðandi
Þetta er flott námskeið, mjög upplýsandi og aðgengilegt. Það gefur manni sjálfstraust til að fara út í móa, tína og meðhöndla jurtirnar sjálfur!
Anna Margrét Elíasdóttir
garðyrkjufræðingur
Ég vildi óska þess að þetta námskeið hefði verið á boðstólnum þegar ég var að byrja að kynna mér íslensku lækningajurtirnar og það kemur sér ekki síður vel í dag. Það gefur mér rosalega mikið að fá á einfaldan og aðgengilegan hátt í myndböndum allar helstu upplýsingar varðandi tínslu, þurrkun, geymslu og síðast en ekki síst nýtingu og virkni íslensku lækningajurtanna. Það eflir mig og styrkir í því að þekkja jurtirnar, vita hvar þær vaxa og gefur mér mikið öryggi til þess að treysta á sjálfa mig við nýtingu jurtanna, hvaða hluta eigi að tína og hvenær. Það kemur sér líka mjög vel fyrir mig að þetta er netnámskeið sem ég get skoðað hvenær sem er, aftur og aftur eins og mér hentar.
Sunna Ösp Bragadóttir
öryrki

Skráningu lýkur 12.09.2022

Verð er 49.990 kr en 10% afsláttur er fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og námsmenn

Spurt og svarað

Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu geturðu alltaf sent okkur línu á onnuson@annarosa.is eða hringt í síma 662-8328.

Flest stéttarfélög veita fræðslustyrk en mismunandi er hversu há sú upphæð er á hverju ári. Stéttarfélög veita allt að 90% endurgreiðslu á námskeiðsgjöldum. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til að fá upplýsingar um möguleika á endurgreiðslu.

Þetta námskeið er fyrir alla sem hafa áhuga á íslenskri náttúru og vilja nýta sér íslenskar jurtir til að efla heilsuna. Námskeið er sérstaklega hannað með það í huga að þú lærir að þekkja og tína algengar lækningajurtir og getir unnið úr þeim fyrir þig.

Þetta er netnámskeið og þú þarft ekki að mæta neinstaðar. Þú færð aðgang að öllu námsefninu strax og getur horft á myndbönd með fyrirfram uppteknum fyrirlestrum með Önnu Rósu. Þú getur horft á myndböndin hvar og hvenær sem þér hentar á þínum hraða. 

Já, þú færð aðgang að lokuðu samfélagi í 3 mánuði eftir að skráningu á námskeiðið lýkur. Þar getur þú spurt spurninga varðandi námsefnið og Anna Rósa mun svara þér. Þú getur einnig mætt og spurt Önnu Rósu spurninga í eigin persónu þann 1. okt. að Langholtsvegi 109, Reykjavík frá 13-15. 

Þú hefur aðgang að lokuð samfélagi í 3 mánuði þar sem þú getur spurt Önnu Rósu spurninga. Aðgangur opnast 12. september þegar skráningu á námskeiðið lýkur og lokast aftur 12. desember 2022. 

Nei, það eina sem þú þarft fyrir þetta námskeið er tölva eða sími. Þú færð aðgang að öllu námsefninu strax og getur horft á myndbönd með fyrirfram uppteknum fyrirlestrum með Önnu Rósu. Þú getur horft á myndböndin hvar og hvenær sem þér hentar á þínum hraða. 

Þú hefur aðgang að námskeiðinu í 24 mánuði.

Nei, þetta er námskeið þar sem þú hefur aðgang að öllu námsefni strax. Ef þú ert óánægð/ur vegna þess að lýsingin á námskeiðinu passar ekki við námsefnið þá skaltu endilega senda okkur línu á onnuson@annarosa.is og við skoðum það. 

Skráningu lýkur 12.09.2022

Netnámskeið