Síðast uppfært: 25. nóvember 2018.

Hvað eru vafrakökur (e. cookies)? 

Vafrakökur eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða snjalltækjum sem þú notar til að heimsækja vefsíðu í fyrsta sinn. Þær gera það að verkum að vefsíðan man eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna í hvert sinn sem þú heimsækir hana aftur. Vafrakökur innihalda ekki persónuupplýsingar á borð við nafnið þitt, netfang, símanúmer eða kennitölu en þær geta hinsvegar innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar.

Vafrakökur frá fyrsta aðila (e. first-party cookies) koma frá sama léni og vefsíðan sem þú ert að heimsækja, í þessu tilfelli annarosa.is en vafrakökur frá þriðja aðila (e. third-party cookies) eru vafrakökur sem koma frá öðrum lénum en þú ert að heimsækja. Sem dæmi er ég með hnapp til að deila uppskriftum á Facebook á vefsíðunni hjá mér og þannig getur Facebook komið fyrir vafraköku í tölvunni þinni eða snjalltæki. Ég hef ekki stjórn á því hvernig þriðju aðilar nota sínar vafrakökur en ég hvet þig til að kynna þér hvernig þeir nota vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim. Flestir vafrar bjóða upp á þann möguleika að loka á kökur frá þriðja aðila en samþykkja kökur frá fyrsta aðila.

Afhverju nota ég vafrakökur?

Ég nota vafrakökur til að bæta viðmót vefsíðunnar og til að fylgjast með og greina notkun á vefsíðunni. Tilgangur þess að safna saman þessum upplýsingum er að bæta þjónustu fyrir notendur vefsíðunnar og til að þróa og endurbæta vefsíðuna.

Ég, með hjálp þriðju aðila, safna ákveðnum upplýsingum þegar þú heimsækir vefsíðu mína í því skyni að hjálpa til við greiningu á því hvernig þú og aðrir gestir ferðast um vefsíðuna mína og til að taka saman samanlagða tölfræði um notkunina. Þessar upplýsingar eru t.d. IP númer, dagsetning og tími heimsóknar, landfræðileg staðsetning búnaðar þíns, gerð vefvara og stýrikerfis og tungumál sem þú notar þar, hvaða síður þú skoðar hjá mér og á hvaða tengla þú slærð. Ég gæti notað vafrakökur, myndeindartög (e. Pixel tags) eða svipuð tól á vefsíðunni eða í tölvupóstum (póstlista) til að hjálpa mér að safna saman og greina upplýsingar. Ég geri enga tilraunir til að komast yfir frekari upplýsingar um hverjir koma á vefsíðna eða tengja saman við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Dæmi um þriðju aðila greiningartól sem ég nota er Google Analytics til að fylgjast með tölfræði vefsíðunnar og öðrum lýðfræðilegum upplýsingum. Ég nota líka þriðju aðila samfélagsmiðla sem láta í té gagnvirkar viðbætur (e. plug-ins) sem t.d. heimila þér að deila efni á Facebook, Twitter eða Instagram. Að auki nota ég þriðju aðila forrit til að senda tölvupóst á þá sem kaupa í vefverslun hjá mér með beiðni um umsagnir um vörur.

Hvernig á að slökkva eða takmarka notkun á vafrakökum?

Það eru til margir mismunandi vafrar s.s. Google Chrome, Internet Explorer, Firefox, Safari og fleiri en allir bjóða þeir upp á að þú takmarkir notkun á vafrakökum eða að þú slökkvir á þeim. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi á tilteknum síðum á vefsíðunni eða vefsíðunni í heild sinni.

Misjafnt er eftir vöfrum hvernig slökkt er vafrakökum eða notkun þeirra takmörkuð en leiðbeiningar um það má finna í hjálparmöguleikum þess vafra sem notaður er. Leiðbeiningar til að slökkva á vafrakökum fyrir algengustu vafrana má finna á þessari vefsíðu. Leiðbeiningar til að eyða út vafrakökum fyrir algengustu vafrana má finna á þessari vefsíðu.

Persónuupplýsingar sem unnið er með þegar þú kaupir vörur í vefverslun hjá mér

Þegar þú kaupir vörur í vefverslun eru upplýsingar um nafnið þitt, heimilisfang, símanúmer og netfang geymdar í tölvukerfum hjá mér. Ég nota þær upplýsingar eingöngu til að senda þér pantaðar vörur og læt þær ekki í té til þriðja aðila. Ég hvorki skoða né geymi upplýsingar um greiðslukort þitt. Þriðji aðili, Korta, Borgun eða Valitor vinnur úr upplýsingum á greiðslukorti þínu þegar þú notar það til að versla hjá mér í vefverslun. Ég mæli með því að þú athugir stefnu þeirra varðandi friðhelgi einkalífsins.

Aðrir þjónustuveitendur

Ég nota Mailchimp, skýjaþjónustu þriðja aðila, til að safna saman nafni og netfangi á póstlista. Ekki er nauðsynlegt að nota fullt nafn heldur má nota hvaða gælunafn sem er. Ég sendi út reglulega tölvupósta með aðstoð Mailchimp. Ég get fylgst með þessum tölvupóstum þ.e. hvort þeir eru opnaðir, á hvaða slóðir er slegið og hvort viðskipti hafa orðið til við að opna þessar slóðir. Ég nota þessi gögn til að greina hversu mikil þáttaka hlýst af þessum tölvupóstum.

Önnur upplýsingagjöf

Ég gæti veitt öðrum upplýsingar um þig til að hlýta lagaskyldu, dómsúrskurði, lagalegu ferli eða öðrum lagalegum skuldbindingum.

Uppfærslur á stefnu varðandi friðhelgi einnkalífsins

Ég gæti uppfært af og til stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins ef ég bæti inn nýjum vörum og smáforritum og um leið og tækni- og lagabreytingar verða. Þú getur séð hvenær þessi stefna varðandi friðhelgi einkalífsins var síðast endurskoðuð með því að skoða „síðast uppfært“ skýringartextann efst á þessari síðu. Ég mun tilkynna þér ef þessar breytingar eru efnislegar og ef þess er krafist í gildandi lögum að óska eftir samþykki þínu. Tilkynning þess efnis verður sett inn á vefsíðu mína.

Öryggi

Ég nota SSL skilríki á vefsíðunni minni þannig að öll samskipti sem send eru á milli notanda og vefsíðu eru dulkóðuð sem eykur öryggi í gagnaflutningum. Tilgangur SSL skilríkja er að hindra að utanaðkomandi aðilar komist yfir viðkvæm gögn líkt og lykilorð eða persónuupplýsingar.

Gagnastýringar- og gagnaverndunarstarfsmaður

Þeim persónuupplýsingum sem ég safna er stjórnað af mér: Anna Rósa grasalæknir ehf, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík. Hægt er að hafa samband við mig á annarosa@annarosa.is eða í síma 662 8328.