Ef þú ert með venjulega húð þá geturðu hrósað happi en það er samt sem áður góð hugmynd að nota gott rakakrem daglega til að vernda húðina fyrir skaðlegum umhverfisáhrifum. Dagkremið okkar er létt rakakrem sem jafnar húðina og gefur henni fallegan ljóma. Það er mjög hentugt til daglegrar notkunar og er ákaflega vinsælt hjá yngri kynslóðinni þótt fólk á öllum aldri noti það.

24 stunda kremið okkar, sem dregur úr merkjum öldrunar, er sérstaklega hannað fyrir eldri húð. Það er mjög öflugur rakagjafi og hentar fullkomlega til daglegrar notkunar. Við mælum með því að nota það annaðhvort á morgnana eða á kvöldin eða hvortveggja ef þörf er á miklum raka. Það eru einnig margir sem nota dagkremið á morgnana og 24 stunda kremið á kvöldin og finnst það hin fullkomna blanda.

Dagkremið og 24 stunda kremið eru í pakkatilboðinu – rakagefandi sem er samsett fyrir venjulega og/eða þurra húð. Við mælum líka með pakkatilboðinu – líkami sem inniheldur rakagefandi krem fyrir allan líkamann.