Pakkatilboð - rakagefandi | Langvarandi raki | Anna Rósa grasalæknir

Pakkatilboð – rakagefandi

12.990 kr.

(31 umsagnir frá notendum)

Þetta pakkatilboð inniheldur dagkrem og 24 stunda krem. Þessi krem eru einstaklega rakagefandi og gefa húðinni fallegan ljóma. Þau næra og draga úr fínum línum og merkjum öldrunar.

 

Enginn sendingarkostnaður

á pósthús/póstbox (ekki heimsending)

 

50 ml     Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

Lýsing

Notkun: Við mælum með því að nota dagkremið á morgnana og 24 stunda kremið á kvöldin. Ef mikill þurrkur er í húðinni er gott að bera 24 stunda kremið á nokkrum sinnum yfir daginn.

DAGKREM

Áhrif:

 • Jafnar húð og gefur fallegan ljóma
 • Sérstaklega gott á bólur og blandaða húð
 • Andoxunarefni sem viðhalda raka
 • Hentar fyrir bæði kynin og er mjög gott eftir rakstur
 • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
 • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, viðkvæma, feita og blandaða húð.

Notkun: Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða. Berið á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Dagkremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

24 STUNDA KREM

Áhrif:

 • Dregur úr fínum línum og merkjum öldrunar
 • Öflugur rakagjafi
 • Dregur úr roða og rósroða
 • Nærir, þéttir og sléttir húð
 • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
 • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, þurra og þroskaða húð.

Notkun: Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða. Berið á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: 24 stunda kremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Frí sending?

Enginn sendingarkostnaður er þegar keypt er fyrir 12.000 kr eða meira (sent á pósthús).

Sendingargjald er 990 kr þegar sent er á pósthús.

Sendingargjald er 1.290 kr þegar sent er heim.

Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Póstinum.

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Dagkrem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, E vítamín (tocopherol), lavender* (Lavendula officinalis).

24 stunda krem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, apríkósukjarnaolía* (Prunus armeniaca), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, rósaolía (Rosa damascena), neroli* (Citrus aurantium).

Endurvinnsla

 • 100% endurvinnanleg glerkrukka
 • 100% endurvinnanlegt lok úr polypropylene/polyethylene plasti
 • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
 • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

31 umsagnir um Pakkatilboð – rakagefandi

 1. Hanna Hjaltadóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  frábært og góð þjónusta.

 2. Þorkatla (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Finn mikinn mun á húðinni eftir að ég byrjaði að nota þessi krem.

 3. Eirný Vals (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ég nota 24 stunda kremið eftir sund. Ég fer í sund á hverjum degi og er mikið úti. Þetta er gott krem sem hentar vel þroskaðri húð.

 4. Freydís Magnúsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Þetta eru þau bestu krem sem ég hef notað ég er með mjög viðkvæma húð og á til að fá ofnæmi eða óþol eftir nokkurn tima og hef þá þurft að finna ný krem en þessi er ég búin að nota í mörg ár og ekkert óþol og svo er smá sólar vörn íkremunum sem kemur sér vel fyrir mig Takk .

 5. Svava María Ögmundardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Afgreiðskan frábær pantaði 22.05 sem var föstudagur varan sem er mjög góð var komin til mín 26.05. Ég á örugglega eftir að panta oftar.

 6. sigríður Matthíasdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mér líst mjög vel á þessi krem, þó ég sé ekki búin að nota þau lengi.

 7. Björg Halldórsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Góð blanda

 8. Herdís Anna Jónsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ágætis krem þarf aðeins að venjast lyktinni

 9. Jóna Elísabet (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Nærandi og góðar húðvörur sem gefa andlitinu frísklegt yfirbragð ég mæli heilshugar með þessum vörum

 10. Þórunn Friðriksdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mjög góð vara

 11. Guðrún Sigurðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Frábærar vörur með dásamlegan ilm af íslenskum jurtum

 12. Gerður Bjarnadóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Svo nærandi og líka drjúgt.

 13. Petrea Þórólfsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Góð krem, þurfti að venjast ályktunin.

 14. Sigríður G Sigurlaugsd (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  þetta er gott krem, kunni nú ekki vel við súkkulaðilyktina af því en hún venst og þá pantaði ég mér aðra krukku.. takk fyrir Kveðja Sigríður

 15. Þorbjörg Theodórsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Búin að nota kremin frá þér í 4 ár, alsæl

 16. Laufey Þórðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ég er búin að nota dagkremið og 24 stunda kremið í örfáa daga og finn strax gríðarlegan mun á húðinni. Húðin er bæði mýkri og þéttari.

 17. Unnur Pálína Guðmundsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Besta krem sem ég hef notað og er orðin 54ára 🙂

 18. Sigrìður Sigurfinnsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mýkir og nærir húðina mjög vel. Ég er með viðkvæma húð en mér finnst hún hafa batnað eftir að ég fór að nota þessi krem. Og ekki síst, þá eru þau laus við öll óholl efni.

 19. Ágústa H. (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ég hef notað dagkrem frá lyfjaframleiðanda hingað til, en þessi krem eru í sérflokki. 24 stunda kremið er mjög gott þegar húðin er þurrari eins og í kuldanum núna í nóvember, en hitt nota ég daglega og fyrir utan ljúfa lyktina þá er það ekki eins feitt heldur rennur inn í húðina án þess að ég þurfi að nudda því inn lengi.

 20. Lára Hildur (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Frábærar vörur

 21. Þóra Vilbergsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Frábær krem, verða ekki betri og mjög fínt og þægilegt að versla þau í vefverslun, 10 stig af 10 mögulegum 🤗

 22. Gerður Bjarnadóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Gæði í gegn .

 23. Eirný Vals (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ég hlýt að hafa skrifað þetta áður. Þessi krem eru afbragð. Ég nota helst ekkert annað.

 24. Sigrún (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mjög góðar vörur og virka fyrir mig.

 25. Hjördís Sigurðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Sannalega gæða vörur sem óhætt er að versla, fann strax vellíðunar tilfinningu í húðini við fyrstu notkun..

 26. Eva Dögg (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Dásamleg krem, hef ekki fengiđ betri rakagefandi krem. Mæli međ.

 27. Jóna B. Árnadóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Virkar vel á mína viðkvæmu húð

 28. Anna G. (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Yndisleg hrein og mjúk krem sem ganga vel inn í húðina.

 29. Helga Jóhannesdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mjög góðar vörur

 30. Helga Þórsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mýkir og fellur vel inn í húðina

 31. Helga Björk Harðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  ánægð með kremin, húðin silkimjúk.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top