Pakkatilboð - græðandi | Mýkir og græðir | Anna Rósa grasalæknir

Pakkatilboð – græðandi

9.490 kr.

(11 umsagnir frá notendum)

Þetta pakkatilboð inniheldur græðikrem og sárasmyrsl. Notuð saman eru þessi krem einstaklega græðandi, kláðastillandi og bólgueyðandi gegn þurrki, bólgum og ertingu í húð. Þau eru sérstaklega áhrifarík á exem, sóríasis, sár og sprungur.

 

50 ml     Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

Lýsing

Sárasmyrsl og græðikrem notuð saman: Mælt er með því að bera sárasmyrslið ríkulega á kvölds og morgna og græðikremið þrisvar til sex sinnum yfir daginn.

GRÆÐIKREM

Áhrif:

 • Græðir og róar exem og sóríasis
 • Dregur úr kláða og bólgum
 • Öflugur rakagjafi fyrir þurra húð
 • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð:  Fyrir þurra eða skaddaða húð. Öflug meðferð gegn kláða.

Notkun: Gengur mjög fljótt inn í húðina. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. andlit, hársvörð og í kringum augu. Berið ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar á dag eða oftar.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Græðikremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

SÁRASMYRSL

Áhrif:

 • Bólgueyðandi og græðandi
 • Dregur úr þurrki, kláða og bólgum
 • Græðir og róar exem og sóríasis
 • Sérstaklega gott á sár, útbrot, kláða, skordýrabit, sprungur og gyllinæð
 • Vinsælt á bleiuútbrot, kuldaexem, sárar geirvörtur, slit á meðgöngu og sveppasýkingar í leggöngum
 • Mikið notað á varaþurrk og frunsur
 • Innheldur eingöngu E-vítamín sem rotvörn

Húðgerð: Öflug græðandi meðferð gegn þurrki, bólgum og ertingu í húð.

Notkun: Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu. Berið ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Ekki prófað á dýrum og án glúteins. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Sárasmyrslið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Smyrslið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Algengar spurningar

 • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 12.000 kr eða meira. Það gildir líka þegar sent er á pósthús/póstbox/pakkaport.
 • Sendingarkostnaður er 990 kr þegar keypt er fyrir minna en 12.000 kr. Það gildir þegar sent er heim/pósthús/póstbox/pakkaport.
 • Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Íslandspósti/Basesendingu.

Nei því miður. Anna Rósa er ekki með opna búð og sendir allar pantanir undantekningalaust með Íslandspósti/Basesendingu.

Nei því miður, það er eingöngu hægt að kaupa beint af Önnu Rósu í gegnum vefverslun. Anna Rósa framleiðir yfir 100 vörutegundir sem fást í vefverslun en aðeins 12 vörutegundir fást á sölustöðum.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti/Basesendingu. Heimsending er afhent samdægurs eftir að pöntun hefur verið afgreidd en það tekur vanalega 1-3 virka daga að afhenda á pósthús/póstbox/pakkaport. Því miður er ekki í boði að sækja vörur til Önnu Rósu.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Sárasmyrsl

Ólífuolía (Olea europea), býflugnavax (Cera alba), sheasmjör* (Butyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), haugarfi* (Stellaria media), vallhumall* (Achillea millefolium), birki* (Betula pubescens), GMO-frítt E vítamín (tocopherol), lavender*(Lavendula officinalis).

Græðikrem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, kvöldvorrósarolía* (Oenothera biennis), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, lavender* (Lavendula officinalis), piparmynta* (Mentha piperita).

 

Endurvinnsla

 • 100% endurvinnanleg glerkrukka
 • 100% endurvinnanlegt lok úr polypropylene/polyethylene plasti
 • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
 • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

11 umsagnir um Pakkatilboð – græðandi

 1. Linda Andrésdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Hef sjálf verið að nota græðandi á exem með góðum árangri. Gaf 86 ára gömlum föður mínum krukku sem hann notaði á sár í andliti sem vildi ekki gróa. Sáum mun á örfáum dögum.

 2. Jorunn (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Það besta við þessi smyrsl er að þau eru úr íslenskri náttúru. Mjög rakagefndi og mykja vel. Mæli hiklaust með þeim

 3. Ingvar Jón Jóhannsson (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Virðist vera að gagnast á húðsjúkdóm við eyru en ekki komin löng reynsla.

 4. Sigrún Rós (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mjög sátt.

 5. Sigríður Jensdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Verð að eiga þessa vöru til, bregst aldrei.

 6. Erla Kjartansdsóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Virkar mjög vel á þurrkubletti og húðútbrot

 7. Þóra M. (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ég verð alltaf að eiga þessi 2 krem, græðikrem og sárakrem. Með þeim er hægt að bjarga öllum “venjulegum” vandamálum sem upp koma, hvort sem það eru sár, þurrkur, skordýrabit eða hvað það nú er…

 8. Anonymous (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Æðislegar vörur

 9. Margrét (verified owner)

  Ég nota þessi krem á dóttur mína sem er með exem. Það er mikill munur á húðinni henni og ekki að sjá að hún sé með exem þegar ég nota kremin.

 10. Brynja Baldursdóttir

  Sárasmyrslið hefur reynst afar vel á útbrot og bólgur sem dótturdætur mínar, þriggja og fimm ára, þjást af á baki og höndum. Nauðsynlegt að kaupa meira af þessari góðu vöru.

 11. Anonymous (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Þessi krem er nauðsynlegt að eiga. Gott á sár, flugnabit og alls konar útbrot. Galdrabrennur hvað virkni varðar.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top