Handáburðurinn okkar er engum líkur. Hann er mjög öflugur rakagjafi og er einstaklega nærandi og græðandi meðferð fyrir þreyttar, sprungnar og sárar hendur. Handáburðurinn inniheldur lífrænar sítrónugras- og bergamot ilmkjarnaolíur sem eru bakteríudrepandi og sótthreinsandi ásamt lífrænni möndluolíu sem gefur enn frekari raka. Hann gengur mjög fljótt inn í húðina og hægt að bera hann oft á dag án þess að það trufli vinnu.

Ef hendurnar eru með sprungur sem erfiðlega gengur að græða mælum við eindregið með að nota sárasmyrslið samhliða handáburði fyrir enn fljótari árangur. Berið sárasmyrslið ríkulega á kvölds og morgna og handáburðinn nokkrum sinnum yfir daginn. Handáburðurinn er í pakkatilboðinu – líkami.