Sárasmyrslið hennar Önnu Rósu er sannkallað töfrasmyrsl því það er notað fyrir nánast hvað sem er og stundum næst árangur sem er töfrum líkastur. Anna Rósa tínir sjálf íslensku jurtirnar sem hún notar í það: mjaðjurt, arfa, birki og vallhumal og blandar þeim saman við lífræna lavender ilmkjarnaolíu, E-vítamín og önnur græðandi innihaldsefni.

Sárasmyrslið er bólgueyðandi og græðandi, gott gegn þurrki, bólgum og ertingu í húð. Það er sérstaklega gott á sár, útbrot, kláða, sprungur, exem, sóríasis, skordýrabit, bleiuútbrot, sárar geirvörtur, slit á meðgöngu, sveppasýkingar í leggöngum, gyllinæð og frunsur. Við mælum með því að bera það á þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar eftir þörfum. Sárasmyrslið er í pakkatilboðinu – græðandi.