Dagkremið okkar er létt rakakrem sem Anna Rósa hannaði sérstaklega fyrir feita og blandaða húð. Það inniheldur íslenskan vallhumal og morgunfrú ásamt lífrænni lavender ilmkjarnaolíu sem jafna húðina og gefa henni fallegan ljóma. Dagkremið gefur nauðsynlegan raka en stíflar ekki svitaholur sem er góður kostur fyrir blandaða húð.

Dagkremið hentar sérstaklega vel fyrir bólur og við mælum eindregið með að nota það samhliða bóluhreinsi. Dagkremið og bóluhreinsirinn eru í pakkatilboðinu – bólur sem er langvinsælasta varan í vefverslun hjá Önnu Rósu.