Pakkatilboð – rósroði

Original price was: 18.970 kr..Current price is: 16.990 kr..

(33 umsagnir frá notendum)

Glímir þú við rósroða? Þetta pakkatilboð inniheldur 24 stunda krem (sjá í VOGUE), græðikrem og lúxusprufu af bóluhreinsi. Kremin eru kælandi og bólgueyðandi og draga úr rósroða. Bóluhreinsirinn dregur úr bólum og kýlum tengdum rósroða.

 

Smelltu til að lesa um náttúrulega meðferð við rósroða.

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

2x 50 ml krem, 20 ml bóluhreinsir

Lýsing

Við mælum með: Berðu bóluhreinsinn á bólur 3-6 sinnum á dag, 24 stunda kremið kvölds og morgna og græðikremið aukalega yfir daginn ef það er mikill hiti og bólga í húðinni.

24 STUNDA KREM

Áhrif:

 • Dregur úr fínum línum og merkjum öldrunar
 • Nærir, þéttir og sléttir
 • Dregur úr roða og rósroða
 • Nærir, þéttir og sléttir húð
 • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
 • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, þurra og þroskaða húð.

Notkun: Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða. Berið á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin.

Geymsluþol: 24 stunda kremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

GRÆÐIKREM

Áhrif:

 • Græðir og róar exem og sóríasis
 • Dregur úr kláða og bólgum
 • Öflugur rakagjafi fyrir þurra húð
 • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð:  Fyrir þurra eða skaddaða húð. Öflug meðferð gegn kláða.

Notkun: Gengur mjög fljótt inn í húðina. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. andlit, hársvörð og í kringum augu. Berið ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar á dag eða oftar.

Geymsluþol: Græðikremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

LÚXUSPRUFA AF BÓLUHREINSI

Áhrif:

 • Náttúruleg lausn gegn bólum og fílapenslum
 • Bólgueyðandi og sótthreinsandi
 • Róar og dregur úr pirringi í húð

Húðgerð: Fyrir bólur og fílapensla.

Notkun: Notið bómull eða eyrnapinna til að bera eingöngu á bólur þrisvar til sex sinnum á dag. Hristist fyrir notkun. Athugið að þetta er ekki andlitsvatn til að bera á allt andlitið, heldur bara á bólurnar sjálfar. Má líka nota á bak og önnur bólótt svæði á líkamanum. Þegar dagkremið er notað með bóluhreinsinum er hann fyrst borinn á bólurnar og látinn vera á, síðan er dagkremið borið yfir. Má nota á meðgöngu.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Bóluhreinsirinn er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Bóluhreinsirinn er framleiddur oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hans. Geymist við stofuhita.

Algengar spurningar

 • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka um aðra afhendingarmöguleika.
 • Sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. er eftirfarandi:
  • Sækja á afhendingarstað TVG: 990 kr.
  • Heimsending TVG á höfuðborgarsvæðinu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.390 kr.
  • Heimsending TVG á suðvesturhorninu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.490 kr.
  • Sótt á næsta afhendingarstað Eimskips á landsbyggðinni: 1.390 kr.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Við afgreiðum pantanir einu sinni til tvisvar í viku, oftast á mánudögum og fimmtudögum. Hægt er að velja afhendingu í box um land allt eða kvölddreifingu frá kl 17-22 á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. SMS er sent um áætlaðan afhendingartíma. Því miður er ekki í boði að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun í verslun Önnu Rósu á Langholtsvegi 109.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Lúxusprufa af bóluhreinsi

32% styrkleiki af vínanda, vallhumall* (Achillea millefolium), garðablóðberg* (Thymus vulgaris), blóðberg* (Thymus praecox) morgunfrú* (Calendula officinalis).

24 stunda krem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, apríkósukjarnaolía* (Prunus armeniaca), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, rósaolía (Rosa damascena), neroli* (Citrus aurantium).

Græðikrem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, kvöldvorrósarolía* (Oenothera biennis), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, lavender* (Lavendula officinalis), piparmynta* (Mentha piperita).

Endurvinnsla

 • 100% endurvinnanleg glerkrukka/flaska
 • 100% endurvinnanlegt lok/tappi úr polypropylene/polyethylene plasti
 • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
 • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

33 umsagnir um Pakkatilboð – rósroði

 1. Anonymous (verified owner)

  Virkilega mild og góð krem bæði 24 stunda kremið og græðikremið.
  Eg hef prufað að nota bæði kremin og persónulega finnst mér best að nota græði kremið að kvöldi til og 24 stunda kremið að morgni.
  24 stunda kremið hentar mér betur undir faðra en græði.
  Bæði algjör snilld!
  Bóluhreinsirinn er alveg hreint frábær! Ég er með ofboðslega viðkvæma húð og hún fer í rugl ef ég sit eitthvað smávegis rangt á hana, hún hefur á síðustu 2 vikum farið virkilega framm, bólurnar og fílapenslarnir minka og bólurnar sem koma verða ekki jafn stórar og hjaðna miklu hraðar, ein bóla var vanalega í viku til tíu daga en með bóluhreinsinum hjaðnar hún og hverfur næstum því alveg innan 5 daga.

 2. Anonymous (verified owner)

  Mjög góðar vörur

 3. Jóhanna A. (verified owner)

  Þessi lína virkar mjög vel. Dóttir mín er mjög ánægð með linuna og eftir aðeins 3 daga var sjáanlegur munur hvað roðin í húðinni hafði minkað. Mæli með þessari línu.

 4. Sigríður Andrésdóttir (verified owner)

  Elska 24 stunda kremið og græðikremið, hef ekki prófað önnur krem frà þér.😊

 5. Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir (verified owner)

  Tók mig heila viku að komast úr vinnu til að sækja á pósthúsið vestur í bæ sem er opið frá 10-17 og sækja vöru. Búin að nota í tvo daga og lofa mjög góðu

 6. Kristín Erlendsdóttir (verified owner)

  Er mikið ánægð með pakkann sem ég keypti, ég er með rósroða og hef fengið leiðinlegar bólur á nefið, ég keypti þrennu, bóluvökvann, græðikremið og 24 stunda kremið. Er ég mjög ánægð með þetta og sé mikinn mun á húðinni minni 🤗

 7. Gunnur Vilborg (verified owner)

  Minni pirringur í húðinni eftir nokkurra daga notkun. Frábærar vörur.

 8. Esther (verified owner)

  Góðar vörur sem ég kem til með að kaupassaðu aftur. Mæli með 🙂

 9. Anna (verified owner)

  Besta þríeykið, ekki spurning

 10. Þóra Kristín (verified owner)

  Lítil reynsla en ánægð só far

 11. Ósk Magnúsdóttir (verified owner)

  Ég er ekki í vafa!🙂 Í vetur hef ég verið að kljást við þurk,en ég hef ekki getað fundið rétta kremið,eftir tveggja vikna notkun finn ég mun.

 12. Karen (verified owner)

  Mér finnst eiginlega of snemmt að segja til um hvernig þetta gengur. Bólurnar brjótast út öðru hvoru eða réttara sagt kílin ef þetta heldur svona áfram þá er þetta að virka

 13. Fríða Sigurðardóttir (verified owner)

  þessar vörur virðast virka vel er búin að vera með bóluvandamál í mörg ár og þessi bóluhreinsir virkar vel ( borin á 4-6x á dag) alla vega meðan á meðferð stendur svo er eftir að koma í ljós hver endingin er (hvort þarf að nota daglega) Raka og 24tíma kremin koma vel út.
  Er búin að nota vörurnat í ca. 10 daga

 14. Guðrún (verified owner)

  Ég sé mikinn mun á andlitinu eftir ca 10 daga notkun á rósroða pakkanum. Mun klárlega halda áfram að nota þessar vörur og get hiklaust mælt með.
  Ég verð í lokin að minnast á umbúðirnar sem kremin koma í, aldeilis vel frá þeim gengið og mjög fallegt.

 15. Anonymous (verified owner)

  Búin að nota þetta í rúma viku og sé gríðarlegan mun. Bólgur horfnar og roðinn að hverfa í kjölfarið. Frábærar vörur

 16. Helena (verified owner)

  Mjög góðar en ég hef ekki enn prófað 24 tíma kremið

 17. Guðrún (verified owner)

  Æðislegar vörur 👌

 18. Anonymous (verified owner)

  Mjög gott rakakrem.

 19. Anonymous (verified owner)

  Vörurnar hafa reynst betur en annað sem hefur verið prófað við rósroða.

 20. Anonymous (verified owner)

  Frábærar húðvörur sem sannarlega róa rósarroða þegar hann er í köstum. Hef ekki fundið áður samtímis ró í húðinni eins og með 24.stunda kreminu og sérstaklega græðikreminu.
  Þúsund þakkir.

 21. Kolbrún Gunnarsdóttir (verified owner)

  Keypti nýlega þennan pakka. Vörurnar fara framúrbjörtustu vonum. Kærar þakkir.

 22. Linda (verified owner)

  Góð lykt og ljúft að bera á andlitið. Árangur kemur vonandi fljótlega. Takk fyrir.

 23. Lilja sigurðardóttir Sigurðsrdóttir (verified owner)

  Ég er mjög ánægð með vörurnar hjá þér Rósa þar sem ég er með mikið húðvandamál og búin að prófa fullt af allskonar kremum. Kremin hjá þér passar vél við mig 🤗

 24. Helga P (verified owner)

  Frábærar vörur! Mun héðan í frá nota kremin frá Önnu Rósu.

 25. Linda Hængsdóttir (verified owner)

  vörurnar eru mjög góðar.

 26. Björk Harðardóttir (verified owner)

  Er nýbyrjuð að prófa þennan pakka, finn strax mun eftir 2 vikur. Bólgur og rósroðabólur hafa minnkað mikið og sömuleiðis roði. Er spennt fyrir framhaldinu:)

 27. Anonymous (verified owner)

  Ég er aðeins búin að nota 24stunda kremið – ég er mjög ánægð með virkni vörurnar – lyktin mætti vera betri – en hún finnst aðeins rétt fyrst.

 28. Guðný Hreiðarsdóttir (verified owner)

  Góð krem. Losnaði við húðblæðingar og þurrk í andliti. Er bæði með Rósroða og Haemochromatosis.

 29. Anonymous (verified owner)

  Mjög góðar vörur og henta vel á mína exem og rósroða húð. Eina sem ég hef út á vöruna að setja er lyktin af 24 stunda kreminu, mér finnst hún ekki góð en hún er fljót að dofna þegar hún er komin á húðina.

 30. Inga Lára Sigurðardóttir (verified owner)

  Frábærar vörur, komu á óvart.

 31. Margrét Beck (verified owner)

  Love it

 32. Anonymous (verified owner)

  Er búin að nota andlitskremin núna í mánuð og sé strax mun á húðinni minni.

 33. Sigríður Tómasdóttir (verified owner)

  Frábær vara sem ég er enn að prófa en mér finnst að hún virki vel

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top