Notkun: Við mælum með því að bera bóluhreinsinn á bólur 3-6 sinnum á dag, 24 stunda kremið kvölds og morgna og græðikremið aukalega yfir daginn ef það er mikill hiti og bólga í húðinni.
24 STUNDA KREM
Áhrif:
- Dregur úr fínum línum og merkjum öldrunar
- Öflugur rakagjafi
- Dregur úr roða og rósroða
- Nærir, þéttir og sléttir húð
- Inniheldur náttúrulega sólarvörn
- Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum
Húðgerð: Fyrir venjulega, þurra og þroskaða húð.
Notkun: Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða. Berið á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: 24 stunda kremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.
GRÆÐIKREM
Áhrif:
- Græðir og róar exem og sóríasis
- Dregur úr kláða og bólgum
- Öflugur rakagjafi fyrir þurra húð
- Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum
Húðgerð: Fyrir þurra eða skaddaða húð. Öflug meðferð gegn kláða.
Notkun: Gengur mjög fljótt inn í húðina. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. andlit, hársvörð og í kringum augu. Berið ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar á dag eða oftar.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Græðikremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.
BÓLUHREINSIR
Áhrif:
- Náttúruleg lausn gegn bólum og fílapenslum
- Bólgueyðandi og sótthreinsandi
- Róar og dregur úr pirringi í húð
Húðgerð: Fyrir bólur og fílapensla.
Notkun: Notið bómull eða eyrnapinna til að bera eingöngu á bólur þrisvar til sex sinnum á dag. Hristist fyrir notkun. Athugið að þetta er ekki andlitsvatn til að bera á allt andlitið, heldur bara á bólurnar sjálfar. Má líka nota á bak og önnur bólótt svæði á líkamanum. Þegar dagkremið er notað með bóluhreinsinum er hann fyrst borinn á bólurnar og látinn vera á, síðan er dagkremið borið yfir. Má nota á meðgöngu.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Bóluhreinsirinn er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Bóluhreinsirinn er framleiddur oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hans. Geymist við stofuhita.
Anonymous (verified owner) –
Virkilega mild og góð krem bæði 24 stunda kremið og græðikremið.
Eg hef prufað að nota bæði kremin og persónulega finnst mér best að nota græði kremið að kvöldi til og 24 stunda kremið að morgni.
24 stunda kremið hentar mér betur undir faðra en græði.
Bæði algjör snilld!
Bóluhreinsirinn er alveg hreint frábær! Ég er með ofboðslega viðkvæma húð og hún fer í rugl ef ég sit eitthvað smávegis rangt á hana, hún hefur á síðustu 2 vikum farið virkilega framm, bólurnar og fílapenslarnir minka og bólurnar sem koma verða ekki jafn stórar og hjaðna miklu hraðar, ein bóla var vanalega í viku til tíu daga en með bóluhreinsinum hjaðnar hún og hverfur næstum því alveg innan 5 daga.
Anonymous (verified owner) –
Mjög góðar vörur
Jóhanna A. (verified owner) –
Þessi lína virkar mjög vel. Dóttir mín er mjög ánægð með linuna og eftir aðeins 3 daga var sjáanlegur munur hvað roðin í húðinni hafði minkað. Mæli með þessari línu.
Sigríður Andrésdóttir (verified owner) –
Elska 24 stunda kremið og græðikremið, hef ekki prófað önnur krem frà þér.😊
Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir (verified owner) –
Tók mig heila viku að komast úr vinnu til að sækja á pósthúsið vestur í bæ sem er opið frá 10-17 og sækja vöru. Búin að nota í tvo daga og lofa mjög góðu
Kristín Erlendsdóttir (verified owner) –
Er mikið ánægð með pakkann sem ég keypti, ég er með rósroða og hef fengið leiðinlegar bólur á nefið, ég keypti þrennu, bóluvökvann, græðikremið og 24 stunda kremið. Er ég mjög ánægð með þetta og sé mikinn mun á húðinni minni 🤗
Gunnur Vilborg (verified owner) –
Minni pirringur í húðinni eftir nokkurra daga notkun. Frábærar vörur.
Esther (verified owner) –
Góðar vörur sem ég kem til með að kaupassaðu aftur. Mæli með 🙂
Anna (verified owner) –
Besta þríeykið, ekki spurning
Þóra Kristín (verified owner) –
Lítil reynsla en ánægð só far