Ég hef unnið sem grasalæknir í tæpa þrjá áratugi og á þeim tíma hef ég séð marga sjúklinga með rósroða. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að húðin endurspeglar líkamlega og andlega heilsu. Mín reynsla er sú, eins og með mörg önnur húðvandamál, þá er ekki nóg að nota bara krem útvortis, það þarf líka að meðhöndla rósroða innvortis.

Hvað er rósroði?

Rósroði (rosacea) er algengt húðvandamál sem lýsir sér með roða í andliti, bólum og æðasliti. Það getur líka verið þroti í andliti og í sumum tilvikum er húðin þurr. Þetta vandamál er algengara hjá konum en körlum og byrjar oftast eftir þrítugt. Algengt er að konur á breytingaskeiði finni fyrir rósroða samhliða hitaköstum.

Roði í andliti er ekki ósvipaður sólbruna og stafar af auknu blóðflæði í gegnum andlitsæðarnar. Þessu fylgir hita- og sviðatilfinning sem minnir á bruna.

Bólur eru algengur fylgifiskur rósroða en þær minna gjarnan á unglingabólur. Það getur verið gröftur í þeim og oft töluverð bólga í kringum þær.

Æðaslit eru algeng, sérstaklega ef rósroði hefur staðið yfir lengi, en talið er að þau myndist við síendurtekin roðaköst.

Hvað veldur honum?

Það er ekki þekkt hvað veldur rósroða en ýmsar kenningar eru á lofti. Hann hefur verið tengdur við Helicobacter pylori, bakteríu í maga sem veldur magabólgu og eins við húðmaur (Demodex folliculorum) en í hvorugu tilviki hafa rannsóknir sannað þessar tilgátur. Rósroði getur líka stafað af lyfjanotkun t.d. blóðþrýstingslyfjum og útvortis steranotkun. Algeng meðferð við rósroða eru sýklalyf, bæði innvortis og útvortis í langan tíma.

Rósroði og mataræði

Ef þú er með rósroða þá mæli ég með því að þú forðist eftirfarandi:

  • Heita drykki og þá sérstaklega kaffi, svart te og heitt súkkulaði
  • Áfengi, orkudrykki og gosdrykki
  • Sterkan og mikið kryddaðan mat (chili/cayennepipar, svartan pipar, engifer)
  • Súkkulaði (líka dökkt súkkulaði)
  • Mjólkurvörur
  • Sætindi, kökur og kex

Þegar ég meðhöndla sjúklinga með rósroða í ráðgjöfinni hjá mér þá nota ég oft svokallaða útilokunaraðferð. Hún felst í því að sleppa alveg glúteni, mjólkurvörum og sykri í ákveðinn tíma. Þetta gefur oft mjög góða raun og auðveldar sjúklingum að finna út hvað best er að forðast því það er auðvitað persónubundið eins og svo margt annað. Stundum skiptir líka máli að minnka rautt kjöt og sleppa sítrusávöxtum, tómötum, jarðarberjum og skelfiski. Ég mæli oft með inntöku góðgerla (pro-biotics) en mest af öllu mæli ég með að borða nógu mikið af grænmeti og fiski.

Geta jurtir haft áhrif á rósroða?

Ég hef margoft meðhöndlað rósroða innvortis með jurtum og því er ég ekki í nokkrum vafa um að þær geta gert gagn. Ef að rósroði er tengdur breytingaskeiðinu þá eru margar jurtir áhrifaríkar til að koma jafnvægi á hormóna og draga út hita- og svitaköstum. Ég hef sett saman uppáhaldsjurtirnar mínar fyrir breytingaskeiðið í tilboðspakka sem fæst eingöngu í vefverslun hjá mér.

Mín reynsla er sú að bein tenging er á milli meltingar og húðvandmála og rósroði er þar engin undantekning. Ég hef margoft notað jurtir til að koma jafnvægi á meltingu en algengustu vandamálin sem ég sé tengjast rósroða eru brjóstsviði og magabólga og uppþemba og hægðatregða.

  • Sale!

    Pakkatilboð – bakflæði og magabólgur

    8.990 kr.
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – uppþemba og hægðatregða

    11.990 kr.
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – breytingaskeiðið

    13.490 kr.
    Setja í körfu Skoða

Þetta skiptir líka heilmiklu máli

  • Ekki nota snyrtivörur, hárvörur, sápur eða krem sem innihalda óholl og ertandi efni fyrir húðina. Hér geturðu lesið um 10 óhollustu efnin til að forðast í húðvörum
  • Ekki nudda eða skrúbba andlitið
  • Forðastu sólarljós
  • Ekki fara í mjög heitar sturtur og böð
  • Fáðu nægan svefn (8 klst) því svefn er undirstaða allrar heilsu
  • Borðaðu hægt, ekki of mikið og ekki eftir kl 19 á kvöldin
  • Forðastu mikla áreynslu við líkamsrækt en hreyfðu þig reglulega, farðu t.d. í göngutúra eða jóga
  • Gerðu allt til þess að minnka kvíða og stress en andleg líðan hefur bein áhrif á rósroða

Hvað er best fyrir húðina?

Þegar ég bjó til mín fyrstu rakakrem var ég fyrst og fremst með í huga að þau myndu gefa öflugan raka. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði búið til náttúrulega meðferð við rósroða. Það leið hinsvegar ekki á löngu þar til fólk lét mig vita að 24 stunda kremið væri með eindæmum gott rósroðakrem. Síðan þá hef ég enga tölu á hversu margir hafa lýst yfir ánægju sinni með það gegn þessu algenga vandamáli. Það má því segja að ég hafi fyrir slysni gert „rannsókn“ á stórum hluta íslenskra kvenna og fyrir tilviljun komist að því að ég hafði gert rakakrem gegn rósroða. Síðar bættist græðikremið við sem rósroðakrem því það gefur viðbótar raka og kælingu sem stundum er þörf á. Bólur eru fylgifiskur rósroða og því lá beinast við að mæla með bóluhreinsi við þessu vandamáli þar sem hann hefur verið sérstaklega vinsæl náttúruleg meðferð gegn bólum. Ég get heilshugar mælt með pakkatilboðinu – rósroði sem inniheldur 24 stunda krem, græðikrem og bóluhreinsi en það fæst eingöngu í vefverslun hjá mér.

  • Sale!

    Pakkatilboð – rósroði

    15.176 kr.
    Setja í körfu Skoða

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir