Anna Rósa mælir með að taka allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að reyna að ná sem mestum árangri.
Magn: Mjaðjurt og morgunfrú 200 ml, lion’s mane sveppaduft 60 g, regnálmsduft 40 g og magabólgute 40 g.
Notkun – Mjaðjurt og morgunfrú: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.
Notkun – Lion’s Mane: 1-2 tsk. á dag með morgunmat. Hrærið út í vatn, hristinga, safa eða graut.
Notkun – Regnálmur – duft: Settu 1-2 tsk. í bolla, helltu sjóðandi vatni á og hrærðu. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag á milli mála. Má bragðbæta með kanil.
Notkun – Magabólgute: Settu 1-2 tsk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Tinktúran Mjaðjurt og morgunfrú er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Lion’s Mane sveppaduft er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Regnálmsduftið er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Magabólgute er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Allar vörurnar eru framleiddar oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.
Varúð: Mjaðjurt og morgunfrú: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.
Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar. |
Anna Jóna Geirsdóttir (verified owner) –
Ég er gjörn á að fá óþægindi í maga með tilheyrandi þreytu og slappleika. Pakkinn frá Önnu Rósu við þessum kvilla hafa alveg bjargað mér.
Halldóra Jónsdóttir (verified owner) –
Hugrún Fanney Hraundal sigurðardóttir (verified owner) –
Grazyna Wielgosz (verified owner) –
Margrét (verified owner) –
Þorkatla (verified owner) –
Hefur virkað vel. Regnálmur er reyndar ótrulega vondur á bragðið en ég finn að það fer vel í magann og kramparnir hafa ekki komið þegar ég tek það fyrir mat.
Mun klárlega kaupa aftur þennan pakka.
Bergþóra Jósepsdóttir (verified owner) –
snild
Audur Hákonardóttir (verified owner) –
I keypti magabólgu jurtirnar mér til stuðnings yfir jólin þar sem ég taldi að ég kynni að afvegaleiðast eitthvað frá annars nokkuð ströngu mataræði. Ekki komin jól svo ekki er full reynsla en mér líkar þessi ákvörðun vel og trúi að þetta hafi verið heillakaup.
Anonymous (verified owner) –
Ætla að nota þetta eftir jólin.
Grímur (verified owner) –
Virkar vel
Hafsteinn G. (verified owner) –
þetta virkar.
helga Jörundsdóttir (verified owner) –
Alveg frábærar
Sylwia G. (verified owner) –
Þessi er frábær.það hjálpaði mér.
Hjördís Sigfúsdóttir (verified owner) –
Mjőg góðar vőrur, ég elska 24 stunda kremið. Bakflæði og magabólgur pakkinn gerði svo sannarlega sitt gagn, allt stóðst sem þú varst búin að fræða mig um Anna Rósa. Kærar þakkir
Margret Benediktsdottir (verified owner) –
Þetta virkaði mjög vel, er búin með magabólguteið og vökvann og er miklu betri í maganum, er að klára regnálminn, öllu erfiðara að koma honum niður en það hefst 😊 takk kærlega fyrir mig, mjög góðar vörur.
Lind Völundardóttir (verified owner) –
það var flókið að taka alltaf svona oft og ég er enn með geðveikan brjóstsviða.