Anna Rósa mælir með samfelldri notkun og að taka allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. þrjá til sex mánuði þegar um langvarandi veikindi eins og krabbamein er að ræða.
Magn: Mjólkurþistill og túrmerik 200 ml, turkey tail og reishi sveppaduft 120 g og ashwagandha 200 ml.
Mjólkurþistill og túrmerik: 1 tappi þrisvar á dag með mat. Setjið 1 tappa í bolla og hellið sjóðandi vatni á, látið kólna og drekkið volgt eða kalt. Eins má setja 1 tappa út í heitt jurtate. Vínandinn í tinktúrunni gufar að hluta til upp þegar hún er látin út í sjóðandi vatn. Hristist fyrir notkun.
Turkey tail og reishi sveppaduft: 2 msk á dag með mat. Hrærist út í vatn, graut, hristinga eða safa. Athugið að sveppaduft leysist ekki að fullu upp í vökva og skal drekka botnfallið líka.
Ashwagandha: 1 tappi á dag með mat. Setjið 1 tappa í bolla og hellið sjóðandi vatni á, látið kólna og drekkið volgt eða kalt. Eins má setja 1 tappa út í heitt jurtate. Vínandinn í tinktúrunni gufar að hluta til upp þegar hún er látin út í sjóðandi vatn. Hristist fyrir notkun.
Geymsluþol: Tinktúran Mjólkurþistill og túrmerik og tinktúran Ashwagandha eru með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Turkey tail og reishi sveppaduft er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Vörurnar eru framleiddar oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Varúð:
Mjólkurþistill og túrmerik og Ashwagandha: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.
Turkey tail og reishi: Þeir sem eru með ofnæmi gegn sveppum eða myglu ættu ekki taka turkey tail og reishi. Í stórum skömmtum geta þessir sveppir valdið meltingartruflunum og niðurgangi. Hætta skal notkun á öllum jurtum og sveppum a.m.k. einni viku fyrir skurðaðgerð. Túrmerik og reishi getur mögulega aukið blæðingar og hafa skal það í huga fyrir þá sem eru á blóðþynnandi lyfjum. Sjaldgæfar aukaverkanir ef reishi eru ógleði og svefnleysi samhliða lyfjameðferð gegn krabbameini. Mögulegar aukaverkanir af eingangraða efninu PSK í turkey tail eru dökkar hægðir og dekkri neglur á fingrum samhliða lyfjameðferð gegn krabbameini, en slíkar aukaverkanir get einnig verið af völdum lyfjameðferðarinnar sjálfrar.
Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar. |
Umsagnir
Það eru engar umsagnir ennþá.