Pakkatilboð – exem og sóríasis

Original price was: 12.570 kr..Current price is: 11.490 kr..

(2 umsagnir frá notendum)

Þessi pakki inniheldur 3 vörur: tinktúruna rauðsmári og gulmaðra, lúxusprufu af græðikremi og lúxusprufu af sárasmyrsli.

  • Kláðastillandi, græðandi og bólgueyðandi
  • Gegn exemi, sólarexemi og sóríasis
  • Mælt er með að nota allar vörurnar samhliða

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

Rauðsmári og gulmaðra 200 ml, græðikrem 15 ml og sárasmyrsl 15 ml.

Lýsing

Anna Rósa mælir með að nota allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að ná sem mestum árangri.

Magn: Rauðsmári og gulmaðra 200 ml, græðikrem 15 ml og sárasmyrsl 15 ml.

Notkun – Rauðsmári og gulmaðra: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.

Notkun – Græðikrem: Berðu ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar á dag eða oftar. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. andlit, hársvörð og í kringum augu. Gengur mjög fljótt inn í húðina.

Notkun – Sárasmyrsl: Berðu ríkulega á viðkomandi svæði. Mælt er með að bera sárasmyrsli á kvölds og morgna og græðikremið þrisvar eða oftar yfir daginn. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Tinktúran Rauðsmári og gulmaðra er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Græðikremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Sárasmyrslið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Vörurnar eru framleiddar oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.

Varúð: Rauðsmári og gulmaðra: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Dóttir mín sjö mánaða hefur verið með afar slæmt exem og eins og þú sérð á myndinni þá hefur það orðið að slæmu sári á hnéinu hennar, en ég er búin að vera í miklu veseni að finna eitthvað krem sem virkar. Ég er búin að nota græðikremið þitt í viku núna, ber á hana þrisavar á dag og árangurinn er ótrúlegur og exemið svo gott sem farið allstaðar. Ég get bara sagt takk fyrir okkur og takk fyrir alla þína vinnu sem liggur í því sem þú gerir!

Berglind Karen Ingvarsdóttir

Ég er með sólarexem og í fyrra var ég orðin það slæm að engin krem voru að virka fyrir mig, en þegar ég hef verið erlendis í sól hefur þurft að sprauta mig niður með sterum. Í fyrra kynnist ég hinsvegar tinktúrunni Rauðasmára og gulmöðru og vá hvað hún virkaði og er mikil snilld, ég gat notið þess að vera í sólinni í fyrsta skipti í langan tíma og sólarexemið hvarf bara! Ég tók hana inn yfir sumarið og núna er ég byrjuð að taka hana aftur inn til undirbúa mig fyrir sólina.

Karen Ásta Friðjónsdóttir

Græðikremið frá Önnu Rósu hefur virkað mjög vel á sóríasis hjá mér. Ég hef líka tekið inn tinktúruna Rauðsmára og gulmöðru í fjóra mánuði og er orðinn mjög góður í húðinni þrátt fyrir tölverða streitu og vinnuálag.

Kristleifur Daðason

Í 36 ár hef ég glímt við sóríasis og hef lengi leitað að græðandi kremi sem hefði gagnger áhrif á sjúkdóminn. Hef sennilega eins og flestir sóríasissjúklingar prófað öll þau krem sem nöfnum tjáir að nefna. Græðikremið frá Önnu Rósu grasalækni er fyrsta kremið sem hefur á áhrifaríkan og viðvarandi hátt dregið úr bólgum í sárunum og þar sem húðin er þynnst eru blettirnir á undanhaldi. Það er auk þess hæfilega feitt, þannig að ég get borið það á mig á morgnana eftir sturtu, án þess að það smitist í fötin mín. Síðast en ekki síst hef ég losnað við kláðann, sem ég var illa haldin af áður en ég tók að nota græðikremið.

Guðrún Ingólfsdóttir

Algengar spurningar

  • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka um aðra afhendingarmöguleika.
  • Sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. er eftirfarandi:
    • Sækja á afhendingarstað TVG: 990 kr.
    • Heimsending TVG á höfuðborgarsvæðinu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.390 kr.
    • Heimsending TVG á suðvesturhorninu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.490 kr.
    • Sótt á næsta afhendingarstað Eimskips á landsbyggðinni: 1.390 kr.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Við afgreiðum pantanir einu sinni til tvisvar í viku, oftast á mánudögum og fimmtudögum. Hægt er að velja afhendingu í box um land allt eða kvölddreifingu frá kl 17-22 á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. SMS er sent um áætlaðan afhendingartíma. Því miður er ekki í boði að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun í verslun Önnu Rósu á Langholtsvegi 109.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Rauðsmári og gulmaðra:

30% styrkileiki af vínanda, rauðsmári* (Trifolium pratense), gulmaðra* (Galium verum), birki* (Betula pubescens), brenninetla* (Urtica dioica), túnfífill* (Taraxicum officinale), króklappa* (Articum lappa), gentian (Gentian lutea).

Sárasmyrsl:

Ólífuolía (Olea europea), býflugnavax (Cera alba), sheasmjör* (Butyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), haugarfi* (Stellaria media), vallhumall* (Achillea millefolium), birki* (Betula pubescens), GMO-frítt E vítamín (tocopherol), lavender*(Lavendula officinalis).

Græðikrem:

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, kvöldvorrósarolía* (Oenothera biennis), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, lavender* (Lavendula officinalis), piparmynta* (Mentha piperita).

2 umsagnir um Pakkatilboð – exem og sóríasis

  1. Bergljót Sigríður (verified owner)

    Hef notað þessa vöru í rúma viku, og finn mun, á vonandi eftir að batna meira. Ég hef líka notað andlitskrem frá þér og þau eru mjög góð.

  2. Laufey Árnadóttir (verified owner)

    Frábærar vörur

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top