Pakkatilboð – rakagefandi

Original price was: 18.480 kr..Current price is: 16.990 kr..

(101 umsagnir frá notendum)

Viltu draga úr fínum línum? Þó hrukkur séu óhjákvæmilegur hluti af því að eldast geta réttu húðvörurnar hægt á öldrun húðarinnar og gefið henni sléttara yfirbragð. Inniheldur létt dagkrem sem veitir ljóma yfir daginn og 24 stunda krem (sjá í VOGUE) sem gefur djúpa næringu og raka. Saman draga þau úr fínum línum og auka þéttleika húðarinnar. P.S. Þú gætir endurheimt æskuljómann!

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

2x 50 ml

Lýsing

Notkun: Notaðu dagkremið á morgnana og 24 stunda kremið á kvöldin. Ef mikill þurrkur er í húðinni er gott að bera 24 stunda kremið á nokkrum sinnum yfir daginn. Kremin ganga fljótt inn í húðina og henta vel undir farða. Berðu á hreina húð á andliti, hálsi og bringu.

Áhrif:

  • Draga úr fínum línum
  • Jafna húð og gefa fallegan ljóma
  • Innihalda náttúrulega sólarvörn
  • Draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum
  • Næra, þétta og slétta húð

Húðgerð: Fyrir allar húðgerðir.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Kremin eru með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Go to Top