Ilmkjarnaolíur hafa lengi verið vinsælar fyrir húðina og geta verið góður kostur fyrir þá sem kjósa náttúrulegri nálgun. Ég uppgötvaði fjölbreyttan lækningamátt ilmkjarnaolía þegar ég byrjaði að nota þær á sjúklinga hjá mér sem glímdu við húðsjúkdóma. Í framhaldi af því ákvað ég að byrja að nota þær í kremin mín. Hér fyrir neðan sérðu þær þrjár ilmkjarnaolíur sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér til að koma í veg fyrir og draga úr hrukkum og fínum línum. 

Neroli ilmkjarnaolía getur dregið úr hrukkum

Yngjandi áhrif

Þessi ilmkjarnaolía er þekkt fyrir að hafa róandi, jafnandi og yngjandi áhrif á húðina. Hún hefur ríkan sítrusilm og er vinsæl til notkunar á ör, slit og háræðaslit. Hún hefur sérstaklega góð áhrif á viðkvæma og þroskaða húð þar sem hún tónar húðina og getur dregið úr hrukkum. 

Hrukkumeðferð

Neroliolíu má nota sem hrukkumeðferð því hún eykur teygjanleika húðarinnar og hjálpar við að framleiða nýjar húðfrumur. 

Finnst í

Neroli olían sem ég nota kemur frá Frakklandi og er lífræn og gufueimuð úr blómum appelsínutrjáa. Þú finnur olíuna í 24 stunda kreminu.

Rósaolía fyrir viðkvæma og þroskaða húð

Dregur úr fínum línum og hrukkum 

Rósaolía er þekkt fyrir ríkan blómailm og yngjandi áhrif á húðina. Hún tónar viðkvæma og þroskaða húð og getur unnið á sýnilegum merkjum öldrunar með því að draga úr hrukkum.

Jafnar húðina og dregur úr roða

Algengt er að nota olíuna til að jafna áferð húðarinnar og til að vinna á háræðaslitum, roða og þurri húð. Hún getur hjálpað við endurnýjun húðarinnar og hjálpar þannig við að viðhalda æskuljómanum. 

Finnst í

Rósaolían sem ég nota í vörurnar mínar kemur frá Marokkó og er unnin úr ferskum rósablöðum. Þú finnur hana í 24 stunda kreminu.

Rósir tíndar af mér á Íslandi

Lavenderolía er róandi

Bólgu- og bakteríueyðandi

Lavenderolía er þekkt fyrir afslappandi ilm og fyrir að koma jafnvægi á húðina. Hún er líka bólgueyðandi og bakteríudrepandi og afar áhrifarík á húðvandamál á borð við bólur og rósroða. 

Við ýmsum húðsjúkdómum

Lavenderolía er líka mjög græðandi. Hún er afar bólgueyðandi, dregur úr kláða og hefur græðandi áhrif á húðsjúkdóma á borð við exem og sóríasis. 

Finnst í 

Lífræna lavenderolían sem ég nota er frá Frakklandi og er gufueimuð úr blómstrandi plöntunni. Þú finnur hana í dagkreminu sem er hannað til að jafna húðina og fyrir fínar línur. Lavenderolían er líka í græðikreminu og sárasmyrslinu, sem eru bæði vinsæl við exemi og sóríasis. 

Öflug tvenna

Pakkatilboðið – rakagefandi inniheldur 24 stunda kremið og dagkremið, sem saman veita langvarandi raka. Það inniheldur líka allar þrjár uppáhalds ilmkjarnaolíurnar mínar: neroli, rósaolíu og lavenderolíu. Notaðar saman lágmarka þær fínar línur og hrukkur. Ég mæli með að nota dagkremið á morgnana og 24 stunda kremið á kvöldið. Ef húðin er þurr þá mæli ég með að nota 24 stunda kremið yfir daginn líka, eftir að hafa borið dagkremið á um morguninn. Bæði rakakremin ganga hratt inn í húðina og eru fullkomin undir farða. 

  • Sale!

    Pakkatilboð – rakagefandi

    Original price was: 18.480 kr..Current price is: 16.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir