Túrmerik (Curcuma longa) er án nokkurs vafa allra meina bót, en notkun þess sem krydd- og lækningajurtar er ævagömul bæði á Indlandi og í Kína. Það hefur óvenju fjölbreyttan lækningamátt, en undanfarna áratugi hafa margar vísindarannsóknir staðfest hefðbundna notkun þess til lækninga. Ekkert krydd er jafn vinsælt til rannsókna í heiminum í dag og túrmerik.

Það hefur bólgueyðandi áhrif

Túrmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Ég hef lengi notað túrmerik gegn liða-, slit- og þvagsýrugigt en það dregur úr bólgum og liðverkjum. Eins er það áhrifaríkt gegn gegn ýmsum meltingarsjúkdómum svo sem magabólgu, magasári, sáraristli og ristilkrampa. Það getur líka hjálpað við ógleði og lifrarbólgu og dregið úr gallsteinum, offitu og áunninni sykursýki.

Túrmerik verndar hjarta- og æðakerfi

Túrmerik er þekkt fyrir að styrkja hjartað en það getur lækkað bæði blóðþrýsting og kólesteról. Það örvar einnig lélegt blóðflæði og dregur úr gyllinæð og æðahnútum.

Það styrkir taugakerfið og heilastarfsemi

Curcumin, virka efnið í túrmerik örvar BDNF heilahormón (brain-derived neurotropic factor) en þessi heilahormón ýtir undir vöxt nýrra taugafrumna og dregur úr hrörnun í heila. Túrmerik vinnur þannig gegn þunglyndi, örvar heilastarfsemi og getur dregið úr líkum á Alzheimers.

Túrmerik rót

Það er allra meina bót fyrir ónæmiskerfið

Löng hefð er fyrir því að nota túrmerik til að styrkja ónæmiskerfið og minnka líkur á því að fá kvef eða flensu. Ég hef líka margoft séð það draga úr hálsbólgu, hósta, astma og bronkítis.

Túrmerik er gott fyrir konur

Túrmerik er vel þekkt fyrir gagnast vel gegn ýmsum kvensjúkdómum. Það þykir virka vel við túrverkjum og fyrirtíðaspennu ásamt því að koma reglu á óreglulegar blæðingar. Túrmerik er líka notað gegn góðkynja æxlum, slímhimnuflakki og útferð úr leggöngum.

Það getur minnkað líkur á krabbameini

Margar rannsóknir hafa sýnt að curcumin, virka efnið í túrmerik hefur sterk andoxandi áhrif og getur hamlað vexti krabbameinsfrumna. Það getur dregið úr líkum þess að krabbamein myndist (sérstaklega ristilkrabbamein) og útbreiðslu þess.

Túrmerik fyrir húðina

Túrmerik er ríkt af andoxandi og bólgueyðandi efnum sem hafa góð áhrif á húðina, það viðheldur ljóma hennar og náttúrulegri útgeislun. Einnig er ævagömul hefð fyrir því að nota túrmerik til að græða sár og draga úr exemi og sóríasis. Túrmerik er að auki þekkt fyrir að draga úr bólum og öramyndun af völdum þeirra.

Svartur pipar og túrmerik

Rannsóknir á túrmerik hafa einnig sýnt að upptaka á virka efninu curcumin í meltingavegi eykst margfalt ef svartur pipar (virka efnið piperine) er tekin samhliða og eins eykur fita upptöku túrmeriks. Á Indlandi er einmitt hefðbundið að nota bæði túrmerik og pipar saman í matargerð en túrmerik gefur gula litinn í karríblöndum. Þar er einnig venja að blanda túrmerik saman við kúamjólk og drekka, ýmist sem kaldan eða heitan drykk.

Viltu prófa túrmerik?

Ef þú þjáist af bólgum og verkjum og vilt prófa túrmerik þá mæli ég með pakkatilboðinu – bólgur og verkir. Það inniheldur tinktúruna Túrmerik og engifer sem inniheldur mikið af túrmeriki ásamt svörtum pipar og íslenskum lækningajurtum. Pakkinn inniheldur einnig gigtarte úr íslenskum jurtum (sem ég tíni sjálf) og vöðva- og gigtarolíu til útvortis notkunar. Þessar vörur notaðar samhliða eru bólgueyðandi og verkjastillandi og hafa reynst vel við vefjagigt, liða- og slitgigt, vöðvabólgu og álagsmeiðslum.

 • Sale!

  Pakkatilboð – bólgur og verkir

  Original price was: 12.970 kr..Current price is: 11.990 kr..
  Setja í körfu Skoða

Rannsóknir á túrmeriki

Flestar rannsóknir á túrmerik eru gerðar á einangraða efninu curcumin, en yfir 2.700 rannsóknir hafa verið gerðar á túrmerik undanfarna áratugi. Þegar skoðaðar eru klínískar rannsóknir á túrmerik kemur ýmislegt áhugavert í ljós.

 • Klínísk rannsókn á 50 manns með langvinnt hvítblæði (CML) leiddi í ljós að þeim sem var gefið túrmerik ásamt krabbameinslyfjum sýndu meiri árangur en þeir sem eingöngu fengu krabbameinslyf.
 • Niðurstöður rannsóknar á 33 manns með góðkynja stækkun blöðruhálskirtils sýndu að þeir sem fengu túrmerik samhliða annari læknismeðferð náðu umtalsvert betri árangri en þeir sem ekki fengu túrmerik.
 • Klínísk rannsókn á 107 manns með slitgigt í hnjám sýndi að túrmerik var jafn áhrifaríkt og hefðbundið verkjalyf.
 • Önnur rannsókn á 120 manns með slitgigt í hnjám leiddi í ljós að túrmerik hafði jákvæð áhrif þrátt fyrir að búið væri að fjarlægja virka efnið curcumin.
 • Rannsóknir á fólki með áunna sykursýki leiddi í ljós jákvæð áhrif túrmeriks við smáæðakvillum og nýrnasjúkdómum tengdum sykursýki.
 • Klínískar rannsóknir á túrmerik hafa einnig sýnt jákvæða verkun þess á magabólgur og meltingartruflanir. Rannsókn á þremur sjúklingum með alzheimir sjúkdóminn sýndi mikla framför þeirra við inntöku á túrmerik í þrjá mánuði.

Alla ofangreindar rannsóknir hafa verið klínískar þ.e. gerðar á mönnum en þar að auki hafa verið gerðar ótalmargar rannsóknir á áhrifum túrmeriks í tilraunaglösum og á dýrum. Þessar rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að túrmerik eða curcumin getur lækkað blóðsykur, kólesteról og blóðþrýsting ásamt því að hafa andoxandi áhrif og jákvæð áhrif á þunglyndi, astma, parkinson, hjarta- og æðasjúkdóma, svæðisgarnabólgu, sáraristil, slímseigjusjúkdóma, augnsjúkdóma, gallsjúkdóma og offitu. Síðast en ekki síst hafa yfir 1.000 rannsóknir í tilraunglösum sýnt að túrmerik hefur hamlandi áhrif á vöxt kabbameinsfrumna.

Akazawa N, Choi Y, Miyaki A, et al. Curcumin ingestion and exercise training improve vascular endothelial function in postmenopausal women. Nutr Res. 2012 Oct;32(10):795-9.

Appendino G, Belcaro G, et al. Potential role of curcumin phytosome (Meriva) in controlling the evolution of diabetic microangiopathy. A pilot study. Panminerva Med. 2011 Sep;53(3 Suppl 1):43-9.

Biswas J, Sinha D, et al. Curcumin protects DNA damage in a chronically arsenic-exposed population of West Bengal. Hum Exp Toxicol. 2010 Jun;29(6):513-24.

Botanical Safety Handbook. 2013. AHPA (American Herbal Products Association). 2. útg. CRC Press, Florida, USA.

Cheng AL, Hsu CH, et al. Phase I clinical trial of curcumin, a chemopreventive agent, in patients with high-risk or pre-malignant lesions. Anticancer Res. 2001 Jul-Aug;21(4B):2895-900.

Di Mario F, Cavallaro LG, et al. A curcumin-based 1-week triple therapy for eradication of Helicobacter pylori infection: something to learn from failure? Helicobacter. 2007 Jun;12(3):238-43.

Ghalaut VS, Sangwan L, et al. Effect of imatinib therapy with and without turmeric powder on nitric oxide levels in chronic myeloid leukemia. J Oncol Pharm Pract. 2012 Jun;18(2):186-90.

Gupta SC, Patchva S, Aggarwal BB. Therapeutic roles of curcumin: lessons learned from clinical trials. AAPS J. 2013 Jan;15(1):195-218.

Khajehdehi P, Pakfetrat M, et al. Oral supplementation of turmeric attenuates proteinuria, transforming growth factor-β and interleukin-8 levels in patients with overt type 2 diabetic nephropathy: a randomized, double-blind and placebo-controlled study. Scand J Urol Nephrol. 2011 Nov;45(5):365-70.

Kuptniratsaikul V, Thanakhumtorn S, et al. Efficacy and safety of Curcuma domestica extracts in patients with knee osteoarthritis. J Altern Complement Med. 2009 Aug;15(8):891-7.

Lopresti AL, Hood SD, Drummond PD. Multiple antidepressant potential modes of action of curcumin: a review of its anti-inflammatory, monoaminergic, antioxidant, immune-modulating and neuroprotective effects. J Psychopharmacol. 2012 Dec;26(12):1512-24.

Madhu K, Chanda K, Saji MJ. Safety and efficacy of Curcuma longa extract in the treatment of painful knee osteoarthritis: a randomized placebo-controlled trial. Inflammopharmacology. 2013 Apr;21(2):129-36.

Nozomi Hishikawa, Yoriko Takahashi, et al. Effects of turmeric on Alzheimer’s disease with behavioral and psychological symptoms of dementia. Ayu. 2012 Oct-Dec; 33(4): 499-504.

Varúð

Stórir skammtar af einangraða efninu curcumin teknir til langs tíma geta ert magaslímhúð og valdið bólgum eða sárum. Stórir skammtar af túrmerikdufti eða stöðluðum túrmerikhylkjum eru ekki ráðlagðir ef kona á við ófrjósemi að stríða. Mjög stórir skammtar af túrmerik geta valdið ógleði og niðurgang. Ekki er mælt með því að taka stóra skammta af túrmerik samhliða blóðþynningslyfjum. Þekkt er að túrmerik getur valdið ertingu í húð hjá þeim sem eru í mikilli snertingu við það.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir