Þeir sem þekkja mig vita að ég elska að gera gómsæta rétti úr ofnbökuðu grænmeti, hvort sem það eru sósur, kássur eða þessi dásamlega súpa úr tómötum, papríku og lauk. Þessi réttur er frekar léttur en hægt er að gera hann að matarmeiri máltíð með því að borða hann með brauðteningum eða brúskettum. Þeir sem eru sælkerar geta svo borið súpuna fram með grænu pestói.

Athugaðu að þessi uppskrift er ekki eftir mig (hvorki texti né myndir), heldur var hún búin til af vegan kokkinum Jolanta Gorzelana sem verður gestabloggari hér af og til. Njóttu! – Anna Rósa

Súpa eða sósa?

Þessi uppskrift er fullkominn grunnur til að gera sósur fyrir pítsur, pasta og margt fleira. Ef þú vilt hins vegar gera súpu þarftu einfaldlega að bæta grænmetissoði út í sósuna.

Ráðleggingar

Uppskriftin er afar einföld en ég mæli með að þú gerir tvennt:

  • Notaðu bara rauða tómata því aðrir litir gætu gert súpuna skrýtna á litinn
  • Ef þú vilt bera súpuna fram með linsubaunum skaltu elda þær sér því sýrustig tómatanna kemur í veg fyrir að þær eldist almennilega.

Papriku- og tómatsúpa

Hráefni fyrir 4-5 skammta:

  • 1 kg þroskaðir tómatar
  • 2 rauðar paprikur
  • 1 rauðlaukur
  • 2 msk flórsykur
  • 3 msk tómatpúrra eða 4 sólþurrkaðir tómatar
  • 1 líter grænmetissoð
  • 150 g rauðar linsubaunir
  • 2 msk jómfrúarólífuolía
  • 2 msk sojasósa
  • 1 msk edik eða sítrónusafi
  • Salt, pipar og chili eftir smekk

Til skreytingar:

  • Lúka af basilíkulaufum
  • Grænt pestó eða jómfrúarolífuolía
  • Brauðteningar eða brúskettur með hvítlauk og olíu

Aðferð:

  1. Stilltu ofninn á 200°C.
  2. Skerðu tómatana í tvennt og settu þá á bökunarplötu. Sáldraðu sykrinum, salti og pipar yfir.
  3. Skerðu papríkurnar í tvennt, fræhreinsaðu og settu þær á hvolf á bökunarplötuna með tómötunum.
  4. Afhýddu laukinn, skerðu hann í tvennt og settu á plötuna.
  5. Helltu olífuolíu yfir grænmetið og bakaðu í klukkutíma.
  6. Afhýddu tómatana og paprikurnar.
  7. Eldaðu linsubaunirnar og bættu þeim svo út í grænmetissoðið ásamt grænmetinu og tómatapúrru eða sólþurrkuðum tómötunum.
  8. Maukaðu súpuna þar til hún er slétt.
  9. Bragðbættu súpuna með olífuolíu, sojasósu, ediki, salti, pipar og chili. Skreyttu hverja skál með grænu pestói, olífuolíu og ferskri basilíku. Ég mæli með að bera súpuna fram með brauðteningum og brúskettum.

Um höfundinn

Jolanta Gorzelana er vegan kokkur sem heldur úti blogginu Vegan in Chic. Hún er upprunalega pólsk en bjó á Ítalíu í 11 ár þangað til hún flutti til Íslands, þar sem hún er búsett í dag. Jolanta hefur skrifað tvær matreiðslubækur og hefur mikla ástríðu fyrir að leita að innblæstri á ferðalögum og nýta hann svo til að skapa dásamlegar vegan uppskriftir.