Ertu með viðkvæma húð? Hefurðu prófað allt og vantar þig krem sem virka? Ég hef sett saman pakkatilboð svo þú getir uppgötvað hvað er best fyrir þína húð.

Ég framleiði húðvörur úr íslenskum jurtum og lífrænum innihaldsefnum. Þær eru ekki bara góðar fyrir húðina heldur líka 100% umhverfisvænar. Ég bý sjálf til allar vörur í höndunum af alúð og ást.

Allt fyrir húðina
Allt fyrir húðina

Viltu draga úr fínum línum?

Gefðu húðinni nauðsynlegan raka og dragðu úr fínum línum með pakkatilboðinu – rakagefandi.

Þessi öfluga tvenna fær húðina til að geisla og dregur úr merkjum öldrunar.

Ertu með þurra húð?

Endurnýjaðu ljóma og mýkt húðarinnar með pakkatilboðinu – rakagefandi. Ef húðin er mjög þurr mæli ég með pakkatilboðinu – extra rakagefandi.

Rakakremin í þessum pakkatilboðum viðhalda langvarandi raka og gefa mikla næringu og vörn.

Allt fyrir húðina
Allt fyrir húðina

Þarftu að losna við bólur?

Notaðu náttúrulega lausn til að draga úr bólum með pakkatilboðinu – bólur. Skjótvirk og áhrifarík leið sem hefur virkað fyrir þúsundir Íslendinga.

Mjög áhrifaríkur bóluhreinsir ásamt dagkremi fyrir blandaða húð er hin fullkomna blanda gegn bólum.

Er kláði eða bólga í húðinni?

Dragðu úr kláða, bólgum og þurrki í húð með pakkatilboðinu – græðandi.

Notuð saman eru sárasmyrsl og græðikrem einstaklega græðandi og kláðastillandi. Þau eru sérstaklega áhrifarík á exem, sóríasis, sár og sprungur.

Allt fyrir húðina
Allt fyrir húðina

Veldur rósroði vanlíðan?

Pakkatilboðið – rósroði dregur úr rósroða og bólum í andliti.

Þessi þrenna hefur bólgueyðandi og kælandi áhrif á rósroða ásamt því að innihalda náttúrulega lausn gegn bólum.

Þarftu að dekra við þig?

Pakkatilboðið – líkami er hin fullkomna blanda þegar þú þarft að dekra við allan líkamann!

Þessi þrenna er einstaklega öflugur rakagjafi fyrir hendur, fætur og líkama. Húðin verður silkimjúk og geislar af heilbrigði.

Allt fyrir húðina
Allt fyrir húðina

Ómissandi lúxusprufur í veskið!

Settu lúxusprufur í veskið og taktu með í næsta ævintýri því þær tryggja öflugan raka og heilbrigða húð.

Þessi þrenna af lúxusprufum (3 x 15 ml) inniheldur einstaklega góð rakakrem fyrir andlit og hendur. Hún inniheldur líka varasalva sem er ekki bara græðandi fyrir varir heldur einnig fyrir hverskyns ertingu í húð.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir