Þessi kröftugi túrmerik drykkur hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér en hann hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Ég hef mælt með honum við sjúklinga hjá mér í fjöldamörg ár til viðbótar við sérblandaðar jurtir. Túrmerik (Curcuma longa) hefur óvenju fjölbreyttan lækningamátt en ekkert krydd er jafn vinsælt til rannsókna í heiminum í dag.

Túrmerik er allra meina bót

Túrmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif og túrmerik hefur einstaklega fjölbreyttan lækningamátt. Ég hef lengi notað túrmerik til að draga úr bólgum og liðverkjum og við fjölmörgum meltingarsjúkdómum. Túrmerik er líka mjög gott fyrir andlegu hliðina en það örvar heilahormón sem ýtir undir vöxt nýrra taugafruma og dregur úr hörnun í heila. Þannig er túrmerik áhrifaríkt við kvíða, þunglyndi og Alzheimers. Margar rannsóknir sýna líka að curcumin hefur sterk andoxandi áhrif og hamlar vexti krabbameinsfrumna. Smelltu til að lesa nánar um lækningamátt túrmeriks og rannsóknir á því. 

Kröftugur og bólgueyðandi túrmerik drykkur

Þessi uppskrift er í tvennu lagi, fyrst er gert túrmerikmauk sem síðan er notað til að gera túrmerik drykkinn eftir þörfum. Sjúklingar hjá mér bentu mér hins vegar á að túrmerikmaukið nýtist í ýmsa matargerð líka. Það er t.d. tilvalið að setja teskeið af maukinu út í salatsósur eða með fisk- og kjötréttum. Ég skora á þig að prófa þetta og bæta túrmerikmaukinu út í þann mat sem þér dettur í hug!

Túrmerikmauk

  • 1 dl lífrænt túrmerikduft
  • 1 tsk svartur pipar, mulinn
  • 1 tsk ceylon-kanilduft
  • 1/2 tsk engiferduft
  • 2 dl vatn

Blandið kryddi saman og setjið ásamt vatni í skaftpott án loks. Sjóðið þar til er orðið að þykku mauki en það tekur skamma stund. Kælið og setjið í glerkrukku og geymið í ísskáp. Geymist 1-2 mánuði í ísskáp. Þetta mauk er síðan notað til að gera túrmerikmjólk eftir þörfum.

Túrmerikmjólk

  • 1-2 tsk túrmerikmauk
  • 1 tsk lífræn ólífuolía
  • 2 dl haframjólk, hrísmjólk eða möndlumjólk
  • 1 tsk hunang, hlynsíróp eða stevia eftir smekk

Setjið öll hráefni í blandara og blandið þar til froðukennt. Drekkið 1-2 glös á dag.

Viltu meira túrmerik?

Ef þú þjáist af bólgum og verkjum og vilt prófa sérblandaðar jurtir með túrmeriki þá mæli ég með pakkatilboðinu – bólgur og verkir. Það inniheldur tinktúruna Túrmerik og engifer sem inniheldur mikið af túrmeriki ásamt svörtum pipar (sem er nauðsynlegur fyrir upptöku á túrmeriki) og íslenskum lækningajurtum. Pakkinn inniheldur einnig gigtarte úr íslenskum jurtum (sem ég tíni sjálf) og vöðva- og gigtarolíu til útvortis notkunar. Þessar vörur notaðar samhliða eru bólgueyðandi og verkjastillandi og hafa reynst vel við vefja-, liða- og slitgigt, vöðvabólgu og álagsmeiðslum.

  • Sale!

    Pakkatilboð – bólgur og verkir

    Original price was: 13.470 kr..Current price is: 12.490 kr..
    Setja í körfu Skoða

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir