Ég elska að ferðast! Það er svo gaman að heimsækja nýtt land, anda að sér nýju lofti og kynnast menningunni. Þó fela ferðalög í sér mikla ábyrgð, til dæmis er lykilatriði að pakka vel áður en lagt er af stað. Ég á enn eftir að kynnast manneskju sem virkilega nýtur þess að pakka, ég er allavega ekki mikill aðdáandi þess. Þess vegna setti ég saman þennan lista yfir 8 ómissandi hluti fyrir ferðalagið. Listinn nær ekki yfir nauðsynjar á borð við tannbursta og nærföt (ég treysti þér til að muna eftir slíku) en inniheldur hluti sem er auðvelt að gleyma en gera ferðalagið mun þægilegra ef þú manst eftir þeim.

1. Lesbretti

Mér finnst dásamlegt að fletta í gegnum bækur með fingrunum, en ég er ekki mikið fyrir að bera þungar bækur, sérstaklega þegar ég er í fríi. Eftir að ég fékk mér lesbretti get ég ferðast með hundruði bóka (reyndar þúsundir í mínu tilfelli, ég elska að lesa) og þær vega jafn mikið og spilastokkur. Það er svo mikill lúxus að hafa aðgang að næstum hvaða bók sem er í heiminum og að þurfa ekki að vera í stressi með að finna bókabúð á ferðalagi. Svo endist batteríið í vikum saman sem er óneitanlega kostur.

2. Heyrnartól

Ég hlusta á tónlist allan liðlangan daginn þegar ég er heima hjá mér og ég hlusta ennþá meira þegar ég ferðast. Fyrir mér er tónlist hin fullkomna afþreying í löngum flug-, lestar- eða bílferðum. Ef það er eitthvað sem ég elska meira en tónlist, þá er það að dansa, en dans er uppáhalds hreyfingin mín. Ég dansa yfirleitt í hótelherbergjum hvert sem ég fer og þá er gott að hafa heyrnartól svo ég trufli ekki aðra gesti. Ég er líka mikið fyrir hlaðvörp, þau eru góð leið til að læra eitthvað nýtt, hugleiða eða hlusta á viðtöl án þess einu sinni að þurfa að opna augun.

3. Lúxusprufur í veskið

Ég kýs að ferðast bara með handfarangur þegar ég get það, því þá þarf ég aldrei að bíða eftir töskunum. Í staðinn get ég byrjað ævintýrið um leið! Þess vegna finnst mér mikilvægt að eiga uppáhalds vörurnar mínar í ferðastærð. Með þetta í huga hannaði ég lúxusprufur í veskið. Pakkinn inniheldur lúxusprufur af 24 stunda kremi, handáburði og sárasmyrsli.

  • Það er mikilvægt að nota rakakrem daglega, en það er sérstaklega mikilvægt á ferðalögum því þá er húðin berskjölduð fyrir nýju umhverfi og hitastigi sem hún er óvön. 24 stunda kremið er öflugur rakagjafi, dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum og inniheldur náttúrulega sólarvörn, sem er kostur þegar þú ert í sólarlöndum. Hérna geturðu skoðað 24 stunda kremið í VOGUE.
  • Hendurnar þínar verða fyrir sömu náttúruöflum og andlitið, þannig að hvers vegna ættirðu ekki að veita þeim sömu athygli? Með því að nota handáburð dregurðu úr skaðlegum umhverfisáhrifum á meðan þú mýkir hendurnar. Handáburðurinn gefur langvarandi raka, dregur úr roða og bólgum, ásamt því að græða sár og sprungur.
  • Á ferðalögum getur hvað sem er gerst hvenær sem er: þú gætir fengið svæsinn varaþurrk, útbrot eða skordýrabit. Með sárasmyrlið í vasanum þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er afar áhrifaríkt á sár, þurrkubletti, skordýrabit, útbrot, exem, frunsur og margt fleira. Svo má líka nota það sem varasalva!
  • Sale!

    Pakkatilboð – lúxusprufur í ferðalagið

    Original price was: 10.270 kr..Current price is: 8.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

4. Sólarvörn

Ég pakka alltaf sólarvörn og hatti þegar ég fer til sólarlanda til að vernda húðina. Ég nota 24 stunda kremið ef sólin er ekki of sterk, því það inniheldur náttúrulega sólarvörn. Hins vegar, ef ég er lengi út í sterkri sól, nota ég aðra sólarvörn líka (og passa að hún sé lífrænt vottuð). Svo er hatturinn flottur fylgihlutur sem verndar þar að auki.

Forðastu meltingarvandamál á ferðalögum

Þegar þú ferðast er líkaminn útsettur fyrir bakteríum sem hann er óvanur og það getur verið erfitt að forðast mat sem maður borðar yfirleitt ekki. Til dæmis borða ég alla jafna ekki brauð, en í sumum löndum er brauð svo stór hluti af matarmenningunni að það er nær ómögulegt að forðast það. Þar að auki er matur á matseðlum ekki alltaf merktur sem glútenlaus eða mjólkurlaus. Í svona aðstæðum getur sparað mikið vesen að vera vel undirbúinn. Meltingarkerfið þarf að vera í góðu jafnvægi til að virka almennilega, og það fer auðveldlega úr jafnvægi með óhreinu vatni, stressi, framandi mataræði og fleiru sem getur fylgt ferðalögum.

5. Góðgerlar

Ég mæli með að byrja að taka góðgerla (pro-biotics) að minnsta kosti tveimur vikum fyrir brottför til að gefa líkamanum færi á að venjast. Taktu góðgerlana daglega á meðan á ferðalaginu stendur og svo í tvær vikur eftir heimkomu.

6. Meltingarensím

Meltingarensím (digestive enzymes) líkja eftir þínum náttúrulegu ensímum og hjálpa við að brjóta niður og melta mat. Löng ferðalög og stress geta valdið uppþembu og hægðatregðu og þá er gott að eiga lausnir við hvimleiðum vandamálum.

7. Triphala

Triphala er ævaforn blanda af þremur indverskum ávöxtum sem eru þekktir fyrir að koma jafnvægi á meltinguna. Hægt er að nota blönduna fyrir hægðalosandi áhrif og hún virkar vel við uppþembu, hægðatregðu og vindverkjum. Triphala eflir náttúrulegar varnir líkamans og er ríkt af C-vítamíni. Lestu meira um triphala hér.

  • Triphala

    4.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

8. Lyfjakol

Lyfjakol, eða activated charcoal, eru áhrifarík gegn niðurgangi, til dæmis fyrir neyðartilfelli þar sem maður á ekki annarra kosta völ en að vera á ferðinni. Lyfjakol eru vinsæl á ferðalögum því kolið bindur bakteríurnar sem valda niðurganginum.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir