Morgunfrú er öflugur rakagjafi fyrir húðina ásamt því að vera áhrifarík lausn gegn bólum. Þessi fjölhæfa lækningajurt á sér margra alda sögu í grasalækningum. Í dag er hún einna þekktustu fyrir áhrif sín á húðina en grasalæknar hafa einnig lengi notað hana innvortis fyrir sjúkdóma.

Hvernig ég vinn úr morgunfrú

Mér finnst fátt skemmtilegara en að tína og vinna úr morgunfrú. Hún vex ekki villt hérlendis en ég er svo heppin að hafa aðgang að ferskri morgunfrú í görðum. Þegar maður tínir hana verða fingurnir klístraðir og mjög fallega appelsínugulir á litinn. Lyktin af henni, liturinn og klístraðir fingur fylla mig alltaf gleði, hún er einhvernvegin alveg ómótstæðileg. Ég nota bæði fersk og þurrkuð blóm til að búa til tinktúru (jurtir í alkóhóli) úr morgunfrú. Þessa tinktúru blanda ég saman við aðrar jurtir svo úr verður bóluhreinsirinn, langvinsælasta varan mín. Ég nota morgunfrú þar að auki í öll rakakremin mín og eins gef ég sjúklingum gjarnan morgunfrúarte í ráðgjöfinni hjá mér.

 • Latneskt heiti: Calendula officinalis.
 • Nýttir hlutar: blóm.
 • Áhrif: bakteríu-, sveppa- og vírusdrepandi, bólgueyðandi, græðandi, vöðaslakandi, herpandi, stemmir blæðingar.
 • Notkun: bólur, sár, húðsjúkdómar, æðahnútar, bólgur, fótasveppir, sveppasýkingar í leggöngum, bleiuútbrot, brjóstsviði, magabólgur og sár, ristilkrampi, túrverkir, óreglulegar blæðingar, kvillar í lifur og gallblöðru. 

Morgunfrú er rakagefandi og dregur úr bólum

Morgunfrú er vel þekkt fyrir bakteríu-, sveppa- og vírusdrepandi áhrif. Hún er einnig afar bólgueyðandi og er sérstaklega góð gegn bólum og hverskyns bólgum í húð. Tinktúra úr morgunfrú er eitt af innihaldsefnunum í bóluhreinsinum mínum, ásamt tinktúru úr vallhumli og garðablóðbergi/blóðbergi. Það hefur sýnt sig að þessar þrjár jurtir saman eru einstaklega öflug náttúruleg lausn gegn bólum. Morgunfrú hefur verið notuð fyrir húðina af grasalæknum frá örófi alda, en vinsældir hennar í húðvörum hafa hinsvegar aukist mjög mikið undanfarna áratugi. Hún róar og dregur úr bólgum og heldur húðinni mjúkri. Morgunfrú er líka þekkt fyrir að draga úr örum og laga húðina eftir að hún hefur orðið fyrir skaða af einhverjum toga. Rannsóknir á morgunfrú sýna að hún eykur teygjanleika húðarinnar og gefur góðan raka og það er því engin tilviljun að ég nota hana í öll rakakremin mín.

 • Sale!

  Pakkatilboð – bólur

  9.984 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – rakagefandi

  13.184 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – rósroði

  13.976 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – græðandi

  9.984 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – líkami

  11.576 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – extra rakagefandi

  11.184 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Sale!

  Pakkatilboð – lúxusprufur í veskið

  6.856 kr.
  Setja í körfu Skoða

Hún er líka græðandi

Morgunfrú er sérstaklega góð fyrir húðina þar sem hún er bæði sýkladrepandi og bólgueyðandi. Hún hefur samdragandi áhrif á háræðar og er mjög áhrifarík gegn sárum, æðahnútum og hverskyns bólgum í húð. Eins hefur hún lengi verið vinsæl við roða og kláða og mikið notuð gegn bólgum, exemi, brunasárum, bleiuuútbrotum, sárum geirvörtum, frunsum og fótaveppi.

Lækningamáttur morgunfrúar

Hún er  einstaklega bólgueyðandi og því sérstaklega góð gegn hverskyns meltingartruflunum. Ég nota hana gjarnan gegn bakflæði, magabólgum og sárum, ristilkrampa og bólgusjúkdómum í ristli. Morgunfrú er líka áhrifarík fyrir sogæðakerfið og er vel þekkt sem góð jurt gegn mörgum kvensjúkdómum.

 • Sale!

  Pakkatilboð – bakflæði og magabólgur

  7.990 kr.
  Setja í körfu Skoða

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir