Pakkatilboð – lúxusprufur í ferðalagið

8.490 kr.

(14 umsagnir frá notendum)

Varstu að bóka flug til Tene eða ertu á leið í sumarbústaðinn? Þessar lúxusprufur af 24 stunda kremi, græðikremi og sárasmyrsli eru ómissandi í ferðalagið – allar í ferðastærð.

  • 24 stunda kremið gefur góðan raka (sjá í VOGUE)
  • Græðikremið mýkir og græðir þurra húð
  • Sárasmyrslið er frábær varasalvi. Gott við öllu öðru líka.

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

3 x 15 ml

Lýsing

Notkun: Berðu 24 stunda kremið á kvölds og morgna og græðikremið eins oft og þörf er á. Sárasmyrslið er borið á varir og hverskyns ertingu í húð þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar.

24 STUNDA KREM

Áhrif:

  • Dregur úr fínum línum og merkjum öldrunar
  • Öflugur rakagjafi
  • Dregur úr roða og rósroða
  • Nærir, þéttir og sléttir húð
  • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, þurra og þroskaða húð.

Notkun: Berðu á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin. Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða.

GRÆÐIKREM

Áhrif:

  • Græðir og róar exem og sóríasis
  • Dregur úr kláða og bólgum
  • Öflugur rakagjafi fyrir þurra húð
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, þurra eða skaddaða húð.

Notkun:Berðu ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar á dag eða oftar. Gengur mjög fljótt inn í húðina. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. andlit, hársvörð og í kringum augu.

SÁRASMYRSL

Áhrif:

  • Bólgueyðandi og græðandi
  • Dregur úr þurrki, kláða og bólgum
  • Græðir og róar exem og sóríasis
  • Sérstaklega gott á sár, útbrot, kláða, skordýrabit, sprungur og gyllinæð
  • Vinsælt á bleiuútbrot, kuldaexem, sárar geirvörtur, slit á meðgöngu og sveppasýkingar í leggöngum
  • Mikið notað á varaþurrk og frunsur
  • Innheldur eingöngu E-vítamín sem rotvörn

Húðgerð: Gegn þurrki, bólgum og ertingu í húð.

Notkun: Berðu ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Ekki prófað á dýrum og án glúteins. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: 24 stunda kremið, handáburðurinn og sárasmyrslið eru með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.

Algengar spurningar

  • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka um aðra afhendingarmöguleika.
  • Sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. er eftirfarandi:
    • Sækja á afhendingarstað TVG: 990 kr.
    • Heimsending TVG á höfuðborgarsvæðinu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.390 kr.
    • Heimsending TVG á suðvesturhorninu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.490 kr.
    • Sótt á næsta afhendingarstað Eimskips á landsbyggðinni: 1.390 kr.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Við afgreiðum pantanir einu sinni til tvisvar í viku, oftast á mánudögum og fimmtudögum. Hægt er að velja afhendingu í box um land allt eða kvölddreifingu frá kl 17-22 á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. SMS er sent um áætlaðan afhendingartíma. Því miður er ekki í boði að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun í verslun Önnu Rósu á Langholtsvegi 109.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

24 stunda krem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, apríkósukjarnaolía* (Prunus armeniaca), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, rósaolía (Rosa damascena), neroli* (Citrus aurantium).

Græðikrem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, kvöldvorrósarolía* (Oenothera biennis), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, lavender* (Lavendula officinalis), piparmynta* (Mentha piperita).

Sárasmyrsl

Ólífuolía (Olea europea), býflugnavax (Cera alba), sheasmjör* (Butyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), haugarfi* (Stellaria media), vallhumall* (Achillea millefolium), birki* (Betula pubescens), GMO-frítt E vítamín (tocopherol), lavender*(Lavendula officinalis).

Endurvinnsla

  • 100% endurvinnanleg glerkrukka/flaska
  • 100% endurvinnanlegt lok/tappi úr polypropylene/polyethylene plasti
  • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
  • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

14 umsagnir um Pakkatilboð – lúxusprufur í ferðalagið

  1. Gerður Bjarnadóttir (verified owner)

    Mér líst mjög vel á þessar litlu, ekki byrjuð að nota.

  2. Ingiríður Harðardóttir (verified owner)

    Ég nota 24 stunda kremið kvölds og morgna og það virkar mjög vel í umhleypingarsömu vetrarveðri. Fyrir utan að sárakremið vinnur vel á öllum sárum, finnst mér það líka virka vel á þurra bletti, bæði í andliti og olnbogum.

  3. Sigríður Poulsen (verified owner)

    gott 24 stunda krem, en aðeins of lyktar mikið fyrir mig

  4. Jóhann Björn Arngrímsson (verified owner)

    Handáburðurinn gefur mjúka áferð og hendurnar verða ekki eins þurrar eftir sprittið. Sárakremið notaði ég á smá excem blett og reinist ágætlega. Andlitskremið gaf ég.

  5. Soffía Guðmundsdóttir (verified owner)

    Frábærar

  6. Anonymous (verified owner)

    Sárasmyrslið virkar 100%

  7. Anna G. (verified owner)

    Tilvalin vinkvenna/systra/dætra/mæðragjöf

  8. Steinunn (verified owner)

    Góðar vörur og þægilegar umbúðir fyrir ferðalög og í veskið

  9. Bergljót Benediktsdóttir (verified owner)

    Er reyndar ekki búin að nota þær mjög lengi, en mér líkar strax vel við þær.

  10. Anonymous (verified owner)

    4 stjörnur

  11. Anonymous (verified owner)

    Fraubæra vörur og pjonusta!

  12. Telma Björnsdóttir (verified owner)

    Fín jólagjöf

  13. Anonymous (verified owner)

    Góðar fyrir andlitið

  14. Guðrún Ósk (verified owner)

    Alger snilld, alltaf með öll krem á þér!

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top