Lúxusprufa – 24 stunda krem

3.690 kr.

(13 umsagnir frá notendum)

Viltu draga úr fínum línum? Þó hrukkur séu óhjákvæmilegur hluti af því að eldast geta réttu húðvörurnar hægt á öldrun húðarinnar. 24 stunda kremið (sjá í VOGUE) þéttir, stinnir og nærir húð. Veitir fallegan ljóma, gefur sléttara yfirbragð og dregur úr rósroða.

P.S. Þú gætir endurheimt æskuljómann!

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

15 ml

 

24 stunda krem í fullri stærð (50 ml).

SKU: 1007 Category:

Lýsing

Notkun: Berðu á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin. Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða.

Áhrif:

  • Dregur úr fínum línum og merkjum öldrunar
  • Öflugur rakagjafi
  • Dregur úr roða og rósroða
  • Nærir, þéttir og sléttir húð
  • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, þurra og þroskaða húð.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: 24 stunda kremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Ég er með þurra og viðkvæma húð og fá krem sem ég þoli en ég hef notað 24 stunda kremið frá Önnu Rósu grasalækni sem rakakrem í nokkur ár og finnst það frábært. Ég stunda mikla útivist og kremið virkar líka vel sem sólarvörn. Ég er líka mjög hrifin af hreinleika varanna hjá Önnu Rósu sem eru m.a. lausar við parabena og auk þess á góðu verði.

Gunna Lára Pálmadóttir

Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrkblettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður. Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði.

Sigþrúður Jónasdóttir

Það sem er svo sérstakt við 24 stunda kremið er hversu auðvelt er að bera það á sig og svo er það ótrúlega drjúgt. Mér finnst það ganga mjög vel inn í húðina og mýkja hana og svo er góð lykt af því en ekki of sterk. Ég er 66 ára gömul og hef ég alltaf notað dýr krem en verðið á þessu kremi er gott og svo dugar það svo lengi þannig að hér eftir nota ég 24 stunda kremið. Takk fyrir Anna Rósa.

Björg Ragnarsdóttir

24 stunda kremið frá Önnu Rósu er einn af þessum daglegu hlutum í lífinu sem ekki er hægt að vera án. Kremið heldur rakajafnvæginu í húðinni ótrúlega vel og ég nota það bæði kvölds og morgna. Ég er ein af þessum 40 ára sem er með feita húð að upplagi, en byrjaði að finna fyrir þurrki í húðinni í sumar. Ég er búin að prófa allskonar krem  og árangurinn verið mjög misjafn. Frá því að ég fór að nota 24 stunda kremið finnst mér húðin vera þéttari og mýkri. Ég get hiklaust mælt með 24 stunda kreminu við hvern sem er. Kremið er drjúgt, smýgur vel inn í húðina og það lyktar ofsalega vel.

Unnur Stefánsdóttir

Algengar spurningar

  • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka um aðra afhendingarmöguleika.
  • Sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. er eftirfarandi:
    • Sækja á afhendingarstað TVG: 990 kr.
    • Heimsending TVG á höfuðborgarsvæðinu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.390 kr.
    • Heimsending TVG á suðvesturhorninu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.490 kr.
    • Sótt á næsta afhendingarstað Eimskips á landsbyggðinni: 1.390 kr.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Við afgreiðum pantanir einu sinni til tvisvar í viku, oftast á mánudögum og fimmtudögum. Hægt er að velja afhendingu í box um land allt eða kvölddreifingu frá kl 17-22 á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. SMS er sent um áætlaðan afhendingartíma. Því miður er ekki í boði að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun í verslun Önnu Rósu á Langholtsvegi 109.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, apríkósukjarnaolía* (Prunus armeniaca), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, rósaolía (Rosa damascena), neroli* (Citrus aurantium).

Endurvinnsla

  • 100% endurvinnanleg glerkrukka
  • 100% endurvinnanlegt lok úr polypropylene/polyethylene plasti
  • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
  • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

13 umsagnir um Lúxusprufa – 24 stunda krem

  1. Sigríður Áslaug (verified owner)

    Gott rakakrem sem hentar minni húð vel.

  2. Anonymous (verified owner)

    Frábært krem, er búið að bjarga húðinni minni.

  3. Sesselja Steinólfsdóttir (verified owner)

    Frábær vara

  4. Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir (verified owner)

    frábært krem

  5. Arnfríður (verified owner)

    24 stunda kremið gefur góðan raka og gengur vel inn í húðina og er frábært undir farða og ekki spillir fyrir að það dergur úr fínum línum. Ég er með mjög viðkvæma húð og búin að prufa hellig af kremum með misjöfnum árangri. Þetta er krem sem ég mun klárlega nota áfram og mæli hiklaust með.

  6. Anna T. (verified owner)

    Mjúkt og rakagefandi krem, gott undir farða og eitt og sér allan sólarhringinn.

  7. Guðný (verified owner)

    Fann strax að þetta er gott krem, er með mjög þurra húð

  8. Hrönn Jóhannesdóttir (verified owner)

    Líkar vel við kremið

  9. Anonymous (verified owner)

    Gott að bera á sig en lyktin ekki að mínum smekk.

  10. Guðrún E. (verified owner)

    Ég nota 24 tíma kremið í kringum augun og háls samhliða dagkreminu. Mér finnst ég þurfa á því að halda núna þegar farið er að kólna.

  11. Anonymous (verified owner)

    Fyrst þegar ég bar 24 stunda kremið á mig var tilfinningin eins og loksins væri það rétta komið á húðina. Húðin verður jafnari, fíngerðu holurnar minnka eða lokast og mér líður vel með þetta krem.

  12. Hjördis Vestmann (verified owner)

    Virkar fínt !!

  13. Verified Buyer (verified owner)

    Nota 24stunda kremið daglega ofaná blóma andlitsolíuna, elska rakann, áferðina og útlitið á húðinni eftirá, fer vel inn í húðina og skilur ekki eftir sig ummerki nema silkimjúka áferð.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top