Anna Rósa mælir með samfelldri notkun í a.m.k. þrjá til sex mánuði þegar um langvarandi veikindi eins og krabbamein er að ræða. Þetta sveppaduft er ætlað sem viðbótarmeðferð gegn krabbameini samhliða öðrum vörum í pakkatilboðinu – viðbótarmeðferð en kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna lyfja- og geislameðferð.
Notkun: 2 msk á dag með mat. Hrærist út í vatn, graut, hristinga eða safa. Athugið að sveppaduft leysist ekki að fullu upp í vökva og skal drekka botnfallið líka. Þessi skammtastærð á við þegar um er að ræða viðbótarmeðferð við krabbameini en annars er skammtastærðin 1-2 tsk á dag.
Varúð: Þeir sem eru með ofnæmi gegn sveppum eða myglu ættu ekki taka turkey tail og reishi. Í stórum skömmtum geta þessir sveppir valdið meltingartruflunum og niðurgangi. Hætta skal notkun a.m.k. einni viku fyrir skurðaðgerð. Reishi getur mögulega aukið blæðingar og hafa skal það í huga fyrir þá sem eru á blóðþynnandi lyfjum. Sjaldgæfar aukaverkanir ef reishi eru ógleði og svefnleysi samhliða lyfjameðferð gegn krabbameini. Mögulegar aukaverkanir af eingangraða efninu PSK í turkey tail eru dökkar hægðir og dekkri neglur á fingrum samhliða lyfjameðferð gegn krabbameini, en slíkar aukaverkanir get einnig verið af völdum lyfjameðferðarinnar sjálfrar.
Formúla: 100% náttúruleg vara pökkuð af Önnu Rósu grasalækni. Þessi sveppur er ræktaður á lífrænt vottuðum búgarði í USA. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Sveppaduftið er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Sveppaduftið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.
Rannveig Traustadóttir (verified owner) –
Var að kaupa þessa blöndu í fyrst sinn og er mjög ánægð. Þakklát fyrir að fá svona gæðavöru hér á landi. Takk Anna Rósa
Harpa Lind Vilbertsdóttir (verified owner) –
Frábær vara.
Eyrún (verified owner) –
Mæli með vörum Önnu Rósu.
Anonymous (verified owner) –
Set þetta út í cacao og drekk heitt sveppa kakó fyrir svefninn á hverju kvöldi.
Egill Gylfason (verified owner) –
Snilld
Guðríður Bergvinsdóttir (verified owner) –
Ekki komið í ljós hvort þetta hefur áhrif á veikindi mannsins míns en hann heldur áfram í þeirri von
Anonymous (verified owner) –
Takk fyrir frábæra þjónustu og teið er að hjálpa okkur 🙏🙏
Magnea Sigríður G. (verified owner) –
Hressir og kætir þetta dásamlega sveppaduft.
Anonymous (verified owner) –
Snilld Takk!
Kolbrún (verified owner) –
Virkilega gott gegn bólgum
Helgi Gunnarsson (verified owner) –
Gefur mér góðar vonir
Hrafnhildur (verified owner) –
Sveppirnir hafa reynst mèr ótrúlega vel! Gefa mer orku yfir daginn.
Helgi Gunnarsson (verified owner) –
bind miklar vonir um virkni Turkey Tail
Kolbrún (verified owner) –
Hefur hentað mér mjög vel í því sem ég er að díla við 🙂
Kolbrún (verified owner) –
Kemur mér að góðum notum við það sem ég er að glíma við 🙂
Guðný (verified owner) –
Hef fulla trú á að þetta komi mér til góða.