Ert þú í basli með að finna jólagjafir fyrir hann, hana og alla hina sem þú þekkir? Horfir þú öfundaraugum á skipulagða fólkið sem er búið að græja allar jólagjafir í ágúst? Vilt þú lágmarka desemberstressið? Þá ertu á réttum stað. Hér er listi yfir alla sem þú þekkir og samsvarandi hugmyndir að jólagjöfum fyrir þá svo þú getir klárað jólagjafainnkaupin án þess að standa upp úr sófanum.

Fyrir þig

Sú staðreynd að þú ert að lesa þetta blogg þýðir að þú ert komin með forskot á alla aðra í jólagjafainnkaupunum. Verðlaunaðu þig með gjöf handa þér! Þú ert, eftir allt saman, mikilvægasta manneskjan í þínu lífi. Jólapakkatilboðið mitt inniheldur 24 stunda krem (sjá hér í VOGUE), dagkrem og lúxusprufu af handáburði á 25% afslætti. Smelltu til að fá 25% afslátt og spara 4.514 kr.

Fyrir unglinginn

Gjafir sem undirstrika vandamálin þín falla misvel í kramið, eins og til dæmis að fá svitalyktareyði í jólagjöf (er í alvöru svona vond lykt af mér??). Unglingurinn verður þó líklegast bara þakklátur fyrir að fá lausn við bólunum.

Fyrir fegurðardrottninguna

Hér er mikið í húfi. Ef förðun fegurðardrottningarinnar á að ganga upp, þarf góðan grunn áður en hafist er handa. Martröðin hennar er nefnilega að öll vinnan fari í vaskinn vegna þess að hún undirbjó húðina ekki nógu vel. Þá er rakagefandi pakkinn tilvalinn: dagkremið er fullkomið undir farða því það gengur fljótt inn í húðina og 24 stunda kremið nærir húðina yfir nóttina.

  • Sale!

    Pakkatilboð – bólur

    Original price was: 14.480 kr..Current price is: 12.990 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – rakagefandi

    Original price was: 18.480 kr..Current price is: 16.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Fyrir kröfuhörðu vinkonuna

Fyrir dekurdósina sem þessi vinkona er, dugar ekkert minna en langvinsælasti pakkinn. Jólapakkinn inniheldur 24 stunda kremið, dagkremið og lúxusprufu af handáburði. Kröfuharða vinkonan eyðir háum fjárhæðum í krem en á eftir að uppgötva að dýrustu kremin eru ekki endilega þau bestu. Þú sparar hinsvegar 4.514 kr sem hún veit ekkert um. 

Fyrir þann sem þú átt í stirðu sambandi við (en gefur samt alltaf gjöf)

Vinasamband ykkar hefur verið stirt undanfarið, og nú er kominn tími til að grafa stríðsöxina í tilefni jólanna. Hvað er þá betra en pakki af græðandi kremum? Þau hafa græðandi áhrif á húðina (og vonandi á vináttuna líka).

Fyrir manneskjuna sem þolir ekki að hanga heima hjá sér

Þekkir þú einhvern sem er alltaf að útrétta, skutlast og ferðast? Einhvern sem þolir ekki að hanga heima hjá sér? Þá eru lúxusprufurnar í veskið hin fullkomna gjöf. Þær eru passlega stórar í veskið eða vasann og koma sér vel í amstri dagsins. Henta einstaklega vel þeim sem fara í sumarbústaðinn hverja helgi og nenna ekki að vera með mikinn farangur.

  • Sale!

    Pakkatilboð – græðandi

    Original price was: 14.980 kr..Current price is: 13.490 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – lúxusprufur í ferðalagið

    Original price was: 10.270 kr..Current price is: 8.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Fyrir týpuna sem ætti að vera á sveppum

Vilt þú vera skarpari við jólagjafakaupin? Eða finnst þér vinkona þín vera óþarflega minnislaus? Lækningasveppir eru það allra heitasta í dag og ekki að ástæðulausu. Þeir geta örvað minni, styrkt ónæmiskerfið og dregið úr bólgum og kvíða. Smelltu hér til að komast að því hvort þú ættir að vera á sveppum.

  • Lion’s Mane sveppaduft

    6.290 kr.
    Setja í körfu Skoða
  • Reishi sveppaduft

    6.290 kr.
    Setja í körfu Skoða
  • Turkey Tail sveppaduft

    6.290 kr.
    Setja í körfu Skoða

Fyrir hipsterinn

Malt og appelsín, Halli og Laddi, hipsterar og dagkrem. Óaðskiljanlegar tvennur. Alvöru hipsterar þurfa gott rakakrem til að halda húðinni í góðu standi, og þar kemur dagkremið sterkt inn. Ímynd hipstera er þeim afar mikilvæg, þess vegna er gott að þeir geti montað sig af því að nota lífrænt rakakrem. Vert er að taka fram að dagkremið er frábært eftir rakstur og hentar því líka miðaldra körlum sem þrá að vera jafn flottir og hipsterarnir.

Fyrir heilbrigðisstarfsmanninn

Eftir vinnuna sem heilbrigðisstarfsmenn hafa lagt á sig undanfarið eiga þeir skilið eitthvað betra en sjö þúsund króna inneign í Skechers. Viltu gjöra svo vel að kaupa veglega gjöf handa viðkomandi og leyfa handáburði að fylgja með svo þeir geti nært hendurnar eftir allan handþvottinn og sótthreinsunina.

  • Dagkrem

    8.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Fyrir vegan vininn

Viltu eyðileggja jólin fyrir vegan vini þínum með því að gefa honum óvart gjöf sem samræmist ekki lífstíl hans? Hélt ekki. Góðu fréttirnar eru að öll kremin mín eru vegan nema sárasmyrslið (því það inniheldur lífrænt vottað bývax). Smelltu hér til að skoða úrvalið af vegan kremum sem ég býð upp á.

Fyrir manneskjuna sem hatar kulda

Veturinn getur verið erfiður tími með sólarleysi sínu, kulda og myrkri en þar að auki geta þessar aðstæður haft slæm áhrif á húðina. Extra rakagefandi pakkinn er sérstaklega hannaður fyrir þurra húð, sem getur verið fylgifiskur kuldans. Græðandi pakkinn er ennþá öflugri og hentar vel þeim sem eru með exem.

Fyrir hetjuna

Hversdagshetjurnar leynast víða og oftar en ekki eiga þær erfitt með að viðurkenna að þær séu hetjur. Hetjan tímir ekki að eyða í sjálfa sig því aðrir þarfnast hennar en hún þarf samt á dekri að halda. Gefðu henni líkamspakkann sem inniheldur græðikrem, handáburð og fótakrem. Tilvalinn til að mýkja og dekra við sig frá toppi til táar.

  • Sale!

    Pakkatilboð – extra rakagefandi

    Original price was: 16.480 kr..Current price is: 14.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Fyrir ofvirku týpuna/íþróttaálfinn

Við þekkjum öll týpuna sem virðist hlaupa á þrjú fjöll að lágmarki í hverri viku og púla í ræktinni þess á milli. Öll þessi útivera getur tekið á húðina.

  • Gefðu hlauparanum 24 stunda kremið sem inniheldur náttúrulega sólavörn og verndar gegn skaðlegum umhverfisáhrifum
  • Gefðu fjallgöngugarpinum fótakremið svo hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af kláða, sprungum og þurrkublettum.
  • Gefðu skíðastjörnunni sárasmyrsl svo hún geti varist varaþurrkinum og exeminu sem fylgir gjarnan kuldanum
  • 24 stunda krem

    24 stunda krem

    9.490 kr.
    Setja í körfu Skoða
  • Sárasmyrsl

    7.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Fyrir miðaldra frænkuna

Hefur Stína frænka verið að kvarta yfir rósroða? Leitaðu ei lengra. Rósroðapakkinn inniheldur 24 stunda krem sem veitir öflugan raka, græðikrem sem hefur kælandi áhrif og bóluhreinsi sem er náttúruleg meðferð gegn bólum.

  • Sale!

    Pakkatilboð – rósroði

    Original price was: 20.170 kr..Current price is: 17.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Fyrir óléttu vinkonuna

Á vinkona þín von á barni eða er hún kannski nýbúin að eignast barn? Hefur hún nefnt við þig vandamál sem hún er að glíma við? Meðgöngupakkinn er fyrir meðgöngu, brjóstagjöf og barnið sjálft. Þú gætir verið að bjarga jólunum með þessari gjöf sem inniheldur lúxusprufu af sárasmyrsli og fjórar tegundir af tei.

  • Sale!

    Pakkatilboð – meðganga og barn

    Original price was: 9.780 kr..Current price is: 8.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Óvæntur glaðningur

Nú ætti þungu fargi að vera af þér létt og hausinn fullur af góðum hugmyndum. Þá mæli ég með að þú hlustir á þennan lagalista sem samanstendur af uppáhalds jólalögunum mínum. Hann ætti að koma þér í jólaskapið! Á meðan geturðu lesið aftur yfir bloggið og átt gæðastund.

Athugið

Vinsamlegast athugið að vörurnar koma hvorki innpakkaðar né í gjafaboxum. Ég hugsaði að það væri betra að taka það fram svo enginn verði spældur.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir