Notkun: Berðu á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin. Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða.
Áhrif:
- Jafnar húð og gefur fallegan ljóma
- Sérstaklega gott á bólur og blandaða húð
- Andoxunarefni sem viðhalda raka
- Gott eftir rakstur
- Inniheldur náttúrulega sólarvörn
- Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum
Húðgerð: Fyrir venjulega, viðkvæma, feita og blandaða húð.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Dagkremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.
Ásdís Guðný –
Eina kremið sem ég nota! Elska þegar ég finn krem sem ég skil allar innihaldslýsingarnar og ekki skemmir að kremið sé VEGAN! 5/5
Jónína Þórdís –
Mjög gott dagkrem sem hentar fyrir þurra, viðkvæma og venjulega húð. Sjálf er ég með frekar góða húð en finnst mjög gott að setja það undir farða. Kremið gefur góðan raka og það er yndislegur náttúrulegur ylmur af því!
Bryndis Lif –
Einstaklega vandað krem! Virkar ótrúlega vel undir farða, kom á óvart!
Ellen Helena –
Frábært krem fyrir þurra húð. Virkar vel á þurrkubletti og er gott undir farða.
Gísli már Guðmundsson –
Ég vinn mikið í ryki þannig að húðin mín á til að verða þurr. Það er alveg úr sögunni eftir að ég kynntist dagkreminu frá Önnu.
Álfgeir Alejandro Önnuson –
Byrjaði að nota þetta krem töluvert eftir að það kom á markað þar sem ég var ekki mikið fyrir það að nota krem yfirhöfuð, get svo sannarlega sagt að ég hefði átt að byrja fyrr að nota þessa gersemi. Ég nota dagkremið alltaf á morgnanna og fyrir svefn og þegar ég raka mig, lífgar upp á húðina og gerir hana silkimjúka. Mæli eindreigið með fyrir hvern sem er!
Guðrún Dís Emilsdóttir –
Ég notaði græðikremið hennar Önnu Rósu á augnlokin mín þar sem að ég er með exem og má ekki nota sterakrem frá læknum á andlitið, ég sá strax árangur eftir 1 viku og eftir nokkrar vikur var ég alveg laus við kláða og húðin var alveg hætt að flagna af augnlokunum. Ég nota einnig dagkremið hennar Önnu Rósu vegna þess að ég fæ oft þurrkubletti á andlitið og ef ég er dugleg að bera dagkremið á þá verð ég mjúk og fín eftir nokkra daga. Einnig finnst mér mjög gott að nota dagkremið eftir sturtu og áður en ég mála mig.
Sóldís Fannberg –
Ég mæli hiklaust með bóluhreinsinum og eftir að ég fór að nota dagkremið líka bjargaði það gjörsamlega húðinni. Bóluhreinsir og dagkrem frá Önnu Rósu er besta combóið til að vera með góða húð, ég hef aldrei verið svona góð eins og núna!
Guðrún Svanborg Hauksdóttir (verified owner) –
Jónína Þórdís –
Ég hef notað vörurnar frá Önnu Rósu frá árinu 2017 og það er ekki af ástæðulausu afhverju ég nota þær ennþá í dag, 2 árum síðar. Mér finnst öll kremin frábær, bæði rakagefandi og halda húðinni mjúkri. Á hverju kvöldi þegar ég þríf á mér andlitið þá nota ég andlitskremið frá Önnu Rósu og svo nota ég bóluhreinsinn hennar á allar bólur, stórar sem smáar og á fílapensla. Þannig tekst mér að halda húðinni hreinni, fallegri og mjúkri!
Anonymous (verified owner) –
Hentar vel með bóluhreinsinum
Svanfríður. Guðmundsdóttir (verified owner) –
Gefur húðinni góðan raka.
Oddný Jóhannsdóttir (verified owner) –
Gæðavara, gef mér aukinn tíma til að bera á mig
Bára Hjaltadóttir –
Frábært krem fyrir mína þroskuðu húð. Nota sitt á hvað með 24 stunda kreminu.
Helga Björk Hardardóttir –
Kremin gefa góðan raka, ánægð með þau.
Guðrún Magnúsdóttir –
Frábært dagkrem, búin að nota það í mjög mörg ár!
magnús einarsson (verified owner) –
mjög góðar vörur
Anonymous (verified owner) –
elska þetta krem! Hjálpar húðinni svo mikið
Guðrún Svanborg Hauksdóttir (verified owner) –
Frábært krem eins og endranær.
Eva (verified owner) –
Frábært krem!
Guðrún S. (verified owner) –
Andlitskremin eru mjög góð fyrir mig
Hulda (verified owner) –
Dagkremið virkar mjög vel fyrir mína húð,takk fyrir gott krem <3
Fanney Ólöf (verified owner) –
Gott andlitskrem sem fer strax inn í húðina
Hulda (verified owner) –
Verð að eiga þetta krem fyrir andlitið,þægilegt og gefur ljóma <3
Hulda (verified owner) –
Þetta dagkrem virkar mjög vel fyrir mig ofnæmisgemlinginn. Finn bara vellíðan í húðinni. Takk Anna Rósa <3
Hulda (verified owner) –
Yndislegt krem fyrir mína húð <3
Manuela Santos (verified owner) –
Could be more mosturizing.
Fanney Ólöf Lárusdóttir (verified owner) –
Besta dagkremið
Sara (verified owner) –
Mjög góð vara
Hulda (verified owner) –
Besta dagkrem sem ég hef notað. Engin erting,gefur góðan ljóma og vellíðan <3
Guðbjörg Guðmundsdóttir (verified owner) –
Þetta krem nota ég minna en 24 stunda kremið, en finnst það samt mjög gott.
Sigurlaug (verified owner) –
Dóttir mín notar þetta krem sem hefur hjálpað henni mikið í að halda húðþrymlum í lágmarki.
Sara (verified owner) –
Sonur minn notar þetta krem og er mjög ánægður með það og árangurinn af því.
Hulda (verified owner) –
Mjög gott dagkrem !
Fanney Ólöf (verified owner) –
Mjög gott andlitskrem.