Margir einblína á losna við hrukkur þegar þeir eldast, en það að eldast vel snýst um svo miklu meira en það. Að eldast vel felur í sér að hugsa vel um sjálfan sig með því að viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu. Lífstílsþættir geta haft meira vægi en erfðir þegar kemur að því að eldast vel. Þá er um að gera að tileinka sér heilnæma siði og jákvætt viðhorf til lífsins. Hér fyrir neðan eru mín ráð til að viðhalda ljómanum eftir því sem árin líða.

1. Fegurðarblundurinn er mikilvægur

Góður nætursvefn er nauðsynlegur sama á hvaða aldri þú ert, en verður enn mikilvægari eftir því sem þú eldist. Svefnvenjur okkar hafa áhrif á alla þætti heilsu: nægur svefn bætir líðan, viðheldur eðlilegum efnaskiptum líkamans, eykur orku og bætir minni. Svefn hefur líka áhrif á ónæmiskerfið og hormóna. Neikvæð áhrif slæmra svefnvenja geta leitt til þess að við eldumst verr og verðum uppgefin og stressuð.

Hér eru nokkrar leiðir til að bæta gæði svefns:

  • Farðu að sofa og vaknaðu á reglubundnum tíma til að skapa þér rútínu sem líkaminn aðlagast
  • Hreyfing getur bætt svefngæði en forðastu mikil átök á kvöldin því þá gæti reynst erfiðara að sofna
  • Skapaðu þér kjöraðstæður fyrir góðan svefn með því að sofa í hreinu, dimmu og köldu svefnherbergi
  • Gerðu hluti sem róa þig til að slaka á fyrir svefninn. Ég mæli með að lesa, fara í bað og að hugleiða
  • Reyndu að fá smá sól á hverjum degi (þegar það er í boði) en forðastu bláa ljósið sem stafrænir skjáir senda frá sér rétt fyrir svefninn
  • Lágmarkaðu áfengis- og koffínneyslu þar sem hún getur komið í veg fyrir að líkaminn slaki á náttúrulega
  • Notaðu jurtir til að hjálpa þér að sofna og sofa dýpri svefni. Ég hef fengist við svefnvandamál í áratugi og margoft séð jurtir hjálpa en pakkatilboðið – álag og svefnleysi er mjög vinsælt í vefverslun hjá mér
  • Sale!

    Pakkatilboð – svefn

    15.890 kr.
    Setja í körfu Skoða

2. Lágmarkaðu stress

Stress er skaðlegt heilsunni en sem betur fer eru til margar leiðir til að takast á við það eða læra að forðast það. Stress getur verið jákvætt viðbragð í stuttan tíma, til dæmis þegar þú ert í bráðri hættu, en er skaðlegt þegar það er viðvarandi í langan tíma og verður krónískt. Hér eru nokkrar leiðir til að takast á við stress:

Notaðu jurtir

Burnirót er í sérstöku uppáhaldi hjá mér fyrir andlega líðan en hún er sú jurt sem ég hef notað hvað mest til að styrkja taugakerfið. Ég nota hana mjög mikið við stressi, orkuleysi, kvíða, þunglyndi og svefnleysi en stór hluti sjúklinga hjá mér þjáist af þessum kvillum. Í yfir áratug hefur hún fengist í pakkatilboði í vefverslun og á þeim tíma hef ég fengið óteljandi reynslusögur frá ánægðum viðskiptavinum.

Gefðu þér tíma í áhugamálin þín

Það að taka þátt í tómstundum sem þú nýtur getur verið frábær leið til að draga úr stressi. Gerðu eitthvað á hverjum degi sem veitir þér ánægju, hvort sem það er að dansa, teikna, lesa eða eitthvað allt annað. Einnig getur verið mjög ánægjulegt að uppgötva ný áhugamál!

Hugleiddu

Hugleiðsla er frábær leið til að róa iðandi huga og endurheimta innri frið. Þú getur hugleitt hvar sem er, en róandi tónlist og friðsælt umhverfi getur verið hjálplegt. Jafnvel svo lítið sem tveggja mínútna hugleiðsla daglega getur hjálpað þér að lifa í núinu, veitt þér nýja sýn á stressandi aðstæður og dregið úr neikvæðum tilfinningum.

Talaðu við einhvern

Það að opna sig um áhyggjur og vandamál við einhvern sem þú treystir getur verið heilandi og er töluvert áhrifaríkara en að bæla tilfinningar sínar. Prófaðu að tala við vin eða bóka tíma hjá sálfræðingi í næsta skipti sem þér finnst þú vera útkeyrð/ur af stressi.

  • Sale!

    Pakkatilboð – kvíði og þunglyndi

    15.890 kr.
    Setja í körfu Skoða

3. Raki jafnt innvortis sem útvortis

Næg vatnsdrykkja er mikilvæg en jurtate gefur húðinni enn meiri raka. Ég mæli með þessu tei því það bragðast vel og er róandi, bólgueyðandi og rakagefandi.

Daglega jurtateið mitt

1 msk holy basil (tulsi)

2 msk piparmynta

1 msk vallhumall

Settu jurtirnar í teketil eða hitabrúsa og helltu sjóðandi vatni yfir. Síaðu jurtirnar frá þegar þú hellir í bolla en settu þær svo aftur í teketil/hitabrúsa og láttu liggja í allan daginn. Drekktu 3-4 bolla á dag.

Raki innvortis er nauðsynlegur en það þýðir ekki að þú eigir að vanrækja húðina, sérstaklega ef þú leitast við að halda í æskuljómann. Rakagefandi pakkatilboðið mitt er fullkomið fyrir eldri húð en það inniheldur dagkrem og 24 stunda krem. Saman eru þau einstaklega rakagefandi og gefa fallegan ljóma, ásamt því að draga úr fínum línum og merkjum öldrunar. Allar mínar vörur eru 100% náttúrulegar og handgerðar af mér úr íslenskum jurtum sem ég tíni sjálf.

  • Sale!

    Pakkatilboð – rakagefandi

    13.984 kr.
    Setja í körfu Skoða

4. Borðaðu vel

Óhollur matur getur haft neikvæð áhrif á heilsuna, en mataræði getur haft meiri áhrif á húðina en þú átt von á. Fjölbreytt mataræði er lykillinn að heilbrigðum lífstíl og þess vegna er mikilvægt að borða nóg af ávöxtum, grænmeti, heilkornum og próteini. Andoxunarefni geta hægt á öldrun, dæmi um holla valkosti sem innihalda mikið af andoxunarefnum eru bláber, paprika og dökkgrænar káltegundir. Þessi vegan súpa er t.d. stútfull af hollu hráefni, þetta ljúffenga salat er sneisafullt af andoxunarefnum og þessi morgunmatur inniheldur bláber sem eru einstaklega holl.

5. Varastu sólina

Forðastu að vera of lengi úti í sólinni í einu, sérstaklega á þeim tímum dags sem hún er sterkust. Sólarvarnir geta hjálpað en þær eru oft fullar af skaðlegum efnum svo ég mæli með að velja lífræna sólarvörn. Þú getur varið þig enn frekar með því að splæsa í flottan hatt og sólgleraugu og láta eins og þú sért kvikmyndastjarna sem vill fela hver hún er.

6. Hreyfðu þig

Regluleg hreyfing dregur úr líkunum á sjúkdómum, bætir svefn og gefur húðinni fallegan ljóma. Fyrir utan auðvitað að bæta skap! Mín uppáhalds hreyfing er dans því þar spilar tónlist stórt hlutverk. Ég mæli með að skrá sig í danstíma eða einfaldlega dansa ein heima við uppáhalds tónlistina (ég geri það allavega við mikla kátínu fjölskyldumeðlima!). Ef dans hrífur þig ekki þá er málið að finna einhverja hreyfingu sem hentar þér. Daglegir göngutúrar geta til dæmis verið hressandi – og þeir eru frábær leið til að fá ferskt loft.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir