PAKKATILBOÐ - ÁLAG OG SVEFNLEYSI

Róandi og svæfandi

Pakkatilboð – álag og svefnleysi

10.770 kr. 9.490 kr.

(8 umsagnir frá notendum)

Þessi pakki inniheldur 3 vörur: tinktúruna Bíum bíum bambaló, Reishi sveppaduft og róandi teblöndu. Allar vörurnar hafa reynst afar vel gegn svefnleysi, kvíða og streitu. Mælt er með að taka allar vörurnar samhliða til að reyna að ná sem mestum árangri.

Lýsing

Áhrif:

 • Róandi og svæfandi
 • Eykur líkur á að sofna
 • Eykur líkur á dýpri samfelldum svefni
 • Dregur úr kvíða og streitu

Magn: Bíum bíum bambaló 200 ml, reishi sveppaduft 60 g og róandi te 40 g.

Notkun – Bíum bíum bambaló: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.

Notkun – Reishi sveppaduft: 1 tsk á dag með morgunmat. Hrærið út í heitt vatn, graut eða safa.

Notkun – Róandi te: Setjið 1-2 tsk í bolla, hellið sjóðandi vatni á, látið standa í a.m.k. 10 mínútur, síið jurtir frá. Drekkið þrjá til fjóra bolla á dag.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Tinktúran Bíum bíum bambaló er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita. Reishi sveppaduft er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Sveppaduftið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita. Róandi te er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Teið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Varúð: Bíum bíum bambaló: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Þegar ég tek tinktúruna hennar Önnu Rósu við svefnleysi þá verð ég rólegri og næ miklu frekar djúpum svefni þrátt fyrir truflanir af völdum umhverfishljóða, birtu og stoðkerfisverkja. Ég er alveg hissa hvað þetta hefur góð áhrif því ég sef eins og steinn en ég hef strítt við svefnleysi í áratugi og prófað margt t.d. seyði, hómópatalyf og melantónin með misjöfnum árangri.

Andrés Hugó

Frí sending?

Enginn sendingarkostnaður er þegar keypt er fyrir 12.000 kr eða meira (sent á pósthús).

Sendingargjald er 990 kr þegar sent er á pósthús.

Sendingargjald er 1.290 kr þegar sent er heim.

Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Póstinum.

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Bíum bíum bambaló:

35% styrkleiki af vínanda, lindiblóm* (Tilia sp.), schisandra* (Schisandra chinensis), tulsi* (Ocimum sanctum), bacopa* (Bacopa monniera), sítrónumelissa* (Melissa officinalis), white peony* (Paeonia lactiflora).

Reishi sveppaduft:

Reishi sveppaduft (Ganoderma lucidum).

Róandi te:

Lindiblóm* (Tilia europea), sítrónumelissa* (Melissa officinalis), holy basil* (Ocimum sanctum), grænir hafrar* (Avena sativa), fennelfræ* (Foeniculum vulgare).

8 umsagnir um Pakkatilboð – álag og svefnleysi

 1. Andrés Hugo de Maaker

  Ég tek tinktúruna hennar Önnu Rósu ef ég er stressaður vegna vinnuálags og er hræddur um að ég get ekki sofnað strax. Ég þarf að sofa vel til að geta gert æfingarnar sem sjúkraþjálfarinn lagði mér til vegna stoðkerfisvandamáls og til að enda út vinnudaginn. Ég vinn í eldhúsi og þar er míkið vinnuálag og ég æfi rúmar 3 tímar á dag. Tappi af Bíum bíum bambaló geri það að verkum að ég sef eiginlega undantekningarlaust strax ef ég tek tinktúruna. Umhverfishljóð, birta á sumrin og stoðkerfisverkir sem myndu trufla því að ég náði djúpum svefni hafa síður áhrif. Ég er alveg hissa hvað tinktúran hefur góð áhrif en ég hef strítt við svefnleysi í áratugi og prófað margt t.d. seyði, hómópatalyf og melantónin með misjöfnum árangri.

 2. Jóna Sigurlín Harðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Sef aðeins lengur og fljótari að sofna þegar ég vakna á nóttunni. Ætla að nota vörurnar áfram því ég finn mun og þær eru bragðgóðar sem skiptir líka máli 🙂

 3. Hugrún Fanney Hraundal sigurðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

 4. Hrafnhildur Einarsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Er ekki búin að reyna þetta í þaula, en það kemur, allavega virkaði aðeins á svefninn, er mjög vangæf á svefn og er með sterk lyf sem mig langar að losna við. Fer rólega í að prufa þetta.

 5. Hildur E. (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Búin að nota þessar vörur í nokkra daga. Þær fara mjög vel í mig. Ég er viðkæm í maga – róa hann. Afar bragðgóðar og spennandi. Ég trúi að þær bæti svefninn. Lengri dúrar. Ég get svarað því ákveðið eftir nokkra daga Ef ég bæti mataræðið held ég að mixtúran og teið setji punktinn yfir 🙂

 6. Andrés Hugo de Maaker (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Flottur pakki sem stuðlar að ró og auðveldar svefn

 7. Guðný Elíasdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ég er mjög ánægð með þetta hef sofið betur 👍😘

 8. Guðrún Unnur Rafnsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Go to Top