Lækningamáttur engifers hefur verið þekktur frá örófi alda og því leikur engin vafi á að það hafi góð áhrif á heilsuna. Ásamt því að vera eitt þekktasta krydd í heimi er það mjög algengt í kínverskum jurtaformúlum. Undanfarna áratugi hefur engifer verið vinsælt viðfangsefni vísindamanna og hafa þúsundir rannsókna verið gerðar á því, sem margar hverjar staðfesta hefðbundna notkun þess til lækninga.

Það er enginn vafi í mínum huga

Ég er ekki í nokkrum vafa um lækningamátt engifers því ég hef notað það til lækninga í yfir þrjá áratugi. Ég nota iðulega tinktúru úr engifer til lækninga en ég mæli líka með að nota það mikið í matargerð, sjálf elda ég nánast daglega með engifer. Mest hef ég notað engifer við kvefi og flensu, gigtarsjúkdómum, ógleði, getuleysi og verkjum, oft með mjög góðum árangri.

Ferskt eða þurrkað engifer?

Í kínverskum grasalækningum er gerður greinarmunur á virkni engifers eftir því hvort það er þurrkað eða ferskt. Þurrkað engifer þykir betra við liðverkjum, ógleði og vindverkjum ásamt því að örva blóðflæði en ferskt engifer er talið betra við hósta, kvefi og flensu og sýkingum í meltingarvegi. Í grasalækningum er sjaldnast unnið með eina jurt í einu heldur er nokkrum tegundum jurta blandað saman til að ná fram sem mestum áhrifum. Það hefur lengi verið þekkt að engifer ýti undir virkni annarra jurta m.a. með því að örva blóðflæði, en talið er að engifer sé í allt að helmingi allra kínverskra jurtaformúlna.

1. Engifer hefur andoxandi og bólgueyðandi áhrif

Engifer inniheldur virka efnið gingerol sem hefur sterk andoxandi og bólgueyðandi áhrif.  Ég hef lengi notað engifer gegn liða- og slitgigt til að draga úr bólgum og liðverkjum. Pakkatilboðið bólgur og verkir inniheldur engifer og er bólgueyðandi og verkjastillandi. Það er mikið notað við vefjagigt, liða- og slitgigt og gegn vöðvabólgu og álagsmeiðslum.

  • Sale!

    Pakkatilboð – bólgur og verkir

    11.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

2. Það er verkjastillandi og vöðvaslakandi

Margar rannsóknir á konum hafa sýnt fram á verkjastillandi og vöðvaslakandi áhrif engifers á túrverki, sérstaklega ef það er tekið í byrjun blæðinga. Rannsóknir á mönnum hafa líka sýnt verkjastillandi áhrif þess á slitgigt, sérstaklega slitgigt í hnéi. Að auki er þekkt að engifer geti dregið úr mígreni.

3. Engifer getur lækkað blóðsykur

Nýlegar rannsóknir á engifer sýna að það geti lækkað blóðsykur hjá fólki með sykursýki 2. Sömu rannsóknir sýndu líka að engifer geti dregið úr áhættu á hjartasjúkdómum hjá fólki með sykursýki.

4. Það getur lækkað kólesteról

Of hátt kólesteról (LDL) er tengt við auknar líkur á hjartasjúkdómum. Rannsóknir á fólki með of hátt kólesteról hafa sýnt fram á að háir skammtar af engiferi geti lækkað kólesteról (LDL).

5. Er þér óglatt?

Engifer hefur alla tíð þótt áhrifaríkt til að draga úr ógleði, en margar rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif þess. Það er afar gott gegn morgunógleði en rannsóknir á yfir 1.278 konum hafa sýnt fram á það. Engifer er einnig notað gegn bílveiki, sjóveiki og ógleði eftir skurðaðgerðir. Eins er það núorðið mikið notað við ógleði vegna krabbameinslyfja.

6. Engifer bætir meltinguna

Engifer er sérstaklega gott við hverskyns meltingartruflunum, svo sem uppþembu, ristilkrampa og vindverkjum.

7. Það er gott við sýkingum og örvar blóðflæði

Engifer er bakteríu- og vírusdrepandi og þykir gott við tannholdsbólgum, sýkingum í meltingarvegi og matareitrunum. Það hefur lengi verið vinsælt við hverskyns öndunarfærasýkingum, svo sem hósta, hálsbólgu, kvefi, flensu og astma. Engifer örvar einnig blóðflæði og vermir kaldar hendur og fætur ásamt því að örva svitamyndun og slá á hita.

Rótsterkt engiferte við kvefi og flensu

  • ½ dl af ferskum engifersafa
  • safi úr ½ sítrónu eða límónu
  • hnífsoddur af cayennepipar
  • lífrænt hunang eftir smekk

Pressið safa úr stórri engiferrót í safapressu. Setjið engifersafann í stóran bolla og hellið heitu vatni á. Bætið við sítrónusafa og cayennepipar og bragðbætið með hunangi eftir smekk. Drekkið 3-4 bolla á dag. Ef ekki er til safapressa, saxið smátt eða rífið ca. 7-10 cm af rótinni í bolla og hellið heitu vatni á. Látið standa með loki yfir í 1 klst. áður en sítrónu, cayennepipar og hunangi er bætt við. Ferskur engifersafi geymist auðveldlega í ísskáp í nokkra daga.

8. Það getur hjálpað þér að léttast

Nýjustu rannsóknir á mönnum og dýrum hafa sýnt fram á að engifer geti hjálpað til við að léttast. Það er líklegt að bólgueyðandi áhrif engifers hafi áhrif á þyngdartap og eins að það hafi örvandi áhrif á brennslu.

9. Engifer getur verndað gegn krabbameini

Rannsóknir á engifer hafa leitt í ljós að virka efnið gingerol hafi hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna. Sumar rannsóknir hafa sýnt að engifer verndi gegn bris- og lifrarkrabbmeini og einnig brjósta- og eggjastokkakrabbameini.

10. Styrkir heilastarfsemi og verndar gegn Alzheimers

Langvarandi bólgur í líkamanum geta flýtt fyrir öldrun. Andoxandi og bólgueyðandi áhrif engifers eru talin styrkja heilastarfsemina, örva minni og draga úr líkum á Alzheimers.

Viltu prófa engifer?

Pakkatilboðið – Adam og Eva inniheldur engifer og aðrar kynörvandi jurtir. Engifer er þekkt fyrir að örva blóðrás, sem kemur að góðum notum þegar um getuleysi eða stinningarvandamál er að ræða. Pakkatilboðið – kvef og flensa og Pakkatilboðið – ónæmiskerfið innihalda líka engifer en þar koma bakteríu- og vírusdrepandi eiginleikar þess að góðum notum.

  • Sale!

    Pakkatilboð – Adam og Eva

    13.990 kr.
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – kvef og flensa

    13.490 kr.
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – ónæmiskerfið

    12.490 kr.
    Setja í körfu Skoða

Rannsóknir á engifer

Margar rannsóknir á engifer eru gerðar á virka efninu gingerol, en þúsundir rannsókna hafa verið gerðar á engifer. Þegar skoðaðar eru klínískar rannsóknir á engifer kemur ýmislegt áhugavert í ljós.

  • Rannsóknir á samtals 415 konum hafa staðfest að engifer geti dregið umtalsvert úr tíðaverkjum en sumar þessara rannsókna sýndu að engifer væri jafn áhrifaríkur og hefðbundin verkjalyf.
  • Rannsókn á 80 konum sem þjáðust af offitu leiddi í ljós að engifer lækkaði þyngdarstuðul (BMI) og insúlín í blóði.
  • Áhrif engifers á kólesteról (LDL) voru rannsökuð í 60 einstaklingum og sýnt fram á að það lækkaði kólesteról.
  • Nokkrar rannsóknir hafa sýnt verkjastillandi og bólgueyðandi áhrif engifers á liðverki, sérstaklega slitgigt og að auki hafa rannsóknir leitt í ljós að hann dregur úr verkjum tengdum mígreniköstum.
  • Rannsókn á 41 einstaklingum með sykursýki 2 sýndi að engifer lækkaði blóðsykur.
  • Rannsóknir á 1.278 konum hafa sýnt að engifer dragi úr ógleði og uppköstum á meðgöngu en engin skaðleg áhrif komu fram.
  • Áhrif engifers á ógleði vegna krabbameinslyfja hafa tölvert verið rannsökuð en niðurstöður hafa sýnt bæði jákvæð og engin marktæk áhrif. Rannsókn frá 2013 á 576 manns leiddi t.d. í ljós jákvæð áhrif engifers á ógleði vegna krabbameinslyfja.

Allar ofangreindar rannsóknir hafa verið klínískar þ.e. gerðar á mönnum en þar að auki hafa verið gerðar ótalmargar rannsóknir á áhrifum engifers í tilraunaglösum og á dýrum. Þessar rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að engifer getur lækkað blóðþrýsting, blóðsykur og kólesteról ásamt því að hafa andoxandi áhrif og bakteríu-, veiru og sveppadrepandi áhrif. Engifer hefur síðast en ekki síst hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna.

Botanical Safety Handbook. 2013. AHPA (American Herbal Products Association). 2. útg. CRC Press, Florida, USA.

Ding M, Leach M, Bradley H. The effectiveness and safety of ginger for pregnancy-induced nausea and vomiting: a systematic review. Women Birth. 2013 Mar;26(1):e26-30. doi: 10.1016/j.wombi.2012.08.001. Epub 2012 Aug 28.

Drozdov VN, Kim VA, Tkachenko EV, Varvanina GG. Influence of a specific ginger combination on gastropathy conditions in patients with osteoarthritis of the knee or hip. J Altern Complement Med. 2012 Jun;18(6):583-8. doi: 10.1089/acm.2011.0202.

Ghayur MN, Gilani AH, Afridi MB, Houghton PJ. Cardiovascular effects of ginger aqueous extract and its phenolic constituents are mediated through multiple pathways. Vascul Pharmacol. 2005 Oct;43(4):234-41. Epub 2005 Sep 12.

Halder A. Effect of progressive muscle relaxation versus intake of ginger powder on dysmenorrhoea amongst the nursing students in Pune. Nurs J India. 2012 Jul-Aug;103(4):152-6.

Jenabi E. The effect of ginger for relieving of primary dysmenorrhoea. J Pak Med Assoc. 2013 Jan;63(1):8-10.

Marx WM, Teleni L, McCarthy AL, Vitetta L, McKavanagh D, Thomson D, Isenring E. Ginger (Zingiber officinale) and chemotherapy-induced nausea and vomiting: a systematic literature review. Nutr Rev. 2013 Apr;71(4):245-54. doi: 10.1111/nure.12016. Epub 2013 Mar 13.

Mehdi M, Farhad G, Alireza ME, Mehran Y. Comparison Between the Efficacy of Ginger and Sumatriptan in the Ablative Treatment of the Common Migraine. Phytother Res. 2013 May 9. doi: 10.1002/ptr.4996. [Epub ahead of print]

Nafiseh KhandouziFarzad ShidfarAsadollah Rajab, Tayebeh RahidehPayam Hosseini, and Mohsen Mir Taheri. The Effects of Ginger on Fasting Blood Sugar, Hemoglobin A1c, Apolipoprotein B, Apolipoprotein A-I and Malondialdehyde in Type 2 Diabetic Patients.  2015 Winter; 14(1): 131–140.

Najmeh MaharloueiReza TabriziKamran B LankaraniAbbas RezaianzadehMaryam AkbariFariba Kolahdooz Maryam RahimiFariba KeneshlouZatollah Asemi. The effects of ginger intake on weight loss and metabolic profiles among overweight and obese subjects: A systematic review and meta-analysis of randomized controlled trials.2 019;59(11):1753-1766.  doi: 10.1080/10408398.2018.1427044. Epub 2018 Feb 2.

Nicoll R, Henein MY. Ginger (Zingiber officinale Roscoe): a hot remedy for cardiovascular disease? Int J Cardiol. 2009 Jan 24;131(3):408-9. Epub 2007 Nov 26.

Ozgoli G, Goli M, Moattar F. Comparison of effects of ginger, mefenamic acid, and ibuprofen on pain in women with primary dysmenorrhea. J Altern Complement Med. 2009 Feb;15(2):129-32. doi: 10.1089/acm.2008.0311.

Palatty PL, Haniadka R, Valder B, Arora R, Baliga MS. Ginger in the prevention of nausea and vomiting: a review. Crit Rev Food Sci Nutr. 2013;53(7):659-69. doi: 10.1080/10408398.2011.553751.

Rahnama P, Montazeri A, Huseini HF, Kianbakht S, Naseri M. Effect of Zingiber officinale R. rhizomes (ginger) on pain relief in primary dysmenorrhea: a placebo randomized trial. BMC Complement Altern Med. 2012 Jul 10;12:92. doi: 10.1186/1472-6882-12-92.

Ryan JL, Heckler CE, Roscoe JA, Dakhil SR, Kirshner J, Flynn PJ, Hickok JT, Morrow GR. Ginger (Zingiber officinale) reduces acute chemotherapy-induced nausea: a URCC CCOP study of 576 patients. Support Care Cancer. 2012 Jul;20(7):1479-89. doi: 10.1007/s00520-011-1236-3. Epub 2011 Aug 5.

Shah Murad, Khalid Niaz and Hina Aslam. Effects of Ginger on LDL-C, Total Cholesterol and Body Weight. Clin Med Biochem 2018, 4:2 DOI: 10.4172/2471-2663.1000140.

Terry R, Posadzki P, Watson LK, Ernst E. The use of ginger (Zingiber officinale) for the treatment of pain: a systematic review of clinical trials. Pain Med. 2011 Dec;12(12):1808-18. doi: 10.1111/j.1526-4637.2011.01261.x. Epub 2011 Nov 4.

Thomson M, Corbin R, Leung L. Effects of ginger for nausea and vomiting in early pregnancy: a meta-analysis. J Am Board Fam Med. 2014 Jan-Feb;27(1):115-22. doi: 10.3122/jabfm.2014.01.130167.

Vahideh Ebrahimzadeh AttariAlireza OstadrahimiMohammad Asghari JafarabadiSajjad Mehralizadeh & Sepideh Mahluji. Changes of serum adipocytokines and body weight following Zingiber officinale supplementation in obese women: European Journal of Nutrition volume 55, pages 2129–2136 (2016).

Varúð

Þekkt er að stórir skammtar af engifer geti valdið meltingartruflunum s.s. brjóstsviða.  Mjög stórir skammtar af ferskum engifersafa geta valdið munnþurrki, særindum í hálsi, blóðnösum og nýrnabólgum. Ekki er ráðlagt að innbyrða stóra skammta af engifer nálægt fæðingu eða ef saga er um fósturlát. Hugsanlegt er að stórir skammtar af engifer geti haft áhrif á blóðþynningarlyf.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir