Vallhumall er uppáhaldsjurtin mín til að draga úr bólum og hún er þar að auki mjög rakagefandi fyrir húðina. Þetta er ákaflega fjölhæf lækningajurt sem á sér margra alda sögu í grasalækningum. Talið er að heiti ættkvíslarinnar, Achillea, sé dregið af nafni Akkilesar, grísku stríðshetjunnar sem á að hafa notað vallhumal til að græða sár hermanna sinna. Gamalt íslenskt heiti er akkilisjurt.
Skemmtilegasta vinna í heimi
Mér finnst fátt skemmtilegra en að búa til krem, tinktúrur og te úr vallhumli sem ég tíni sjálf. Ég nota fersk blóm og blöð til að búa til tinktúrur (jurtir í alkóhóli) úr vallhumli sem þýðir að ég bý þær til sama dag og ég tíni hann. Ég blanda svo vallhumalstinktúru saman við aðrar jurtir og úr verður bóluhreinsir sem er langvinsælasta varan mín. Ég tíni sjálf allar íslensku jurtirnar sem ég nota í vörurnar mínar. Ég bý líka til olíu úr ferskum vallhumli sem ég nota svo ásamt fleiri jurtum til að gera sárasmyrslið mitt. Síðast en ekki síst nota ég vallhumal í öll rakakremin mín ásamt því að þurrka hann í te fyrir sjúklinga í ráðgjöf, en vallhumalste fæst líka í vefversluninni hjá mér.
- Latneskt heiti: Achillea millefolium.
- Nýttir hlutar: blöð og blóm.
- Áhrif: barkandi, svitadrífandi, hitalækkandi, bólgueyðandi, lækkar blóðþrýsting, krampastillandi, vatnslosandi, örvar meltingarvökva, styrkir æðakerfið, örvar tíðablæðingar, bakteríudrepandi, stöðvar blæðingar, ormadrepandi og græðandi.
- Notkun: bólur, sár, of miklar blæðingar, húðsjúkdómar, kvef og flensa, hálsbólga, hiti, hár blóðþrýstingur, þvagfærasýkingar, niðurgangur, maga- og ristilbólgur, óreglulegar blæðingar, túrverkir, gigt, æðahnútar, bláæðabólgur og gyllinæð.
Vallhumall fyrir bólur og húð
Vallhumall er bakteríu- og sýkladrepandi ásamt því að vera afar bólgueyðandi en hann er sérstaklega góður til að draga úr bólum og fílapenslum. Fersk blöð og blóm úr vallhumli eru aðalinnihaldsefnið í bóluhreinsinum mínum sem inniheldur líka morgunfrú og blóðberg. Mín reynsla er sú að blanda af þessum þremur jurtum er áhrifaríkasta lausnin gegn bólum. Eitt af virku efnunum í vallhumli eru svokallaðir flavoníðar sem eru þekktir fyrir sterk andoxandi áhrif. Þau áhrif ásamt bólgueyðandi og bakteríudrepandi áhrifum gera valhumal einstaklega öflugan rakagjafa fyrir húðina og er ástæðan fyrir því að ég nota hann ekki bara í bóluhreinsinn heldur líka öll kremin mín.
Hann græðir og stemmir
Vallhumall er samkvæmt hefð notaður til að stemma blæðingar jafnt útvortis sem innvortis, ásamt því að græða sár og húðkvilla. Hann er líka sérstaklega góður á gömul sár sem gróa seint og illa. Það er því engin tilviljun að ég nota vallhumal í sárasmyrslið mitt en það er bólgueyðandi og græðandi gegn þurrki, bólgum og ertingu í húð. Sárasmyrslið er sérstaklega gott á sár, útbrot, kláða, sprungur, exem, sóríasis, skordýrabit, bleiuútbrot, sárar geirvörtur, slit á meðgöngu, sveppasýkingar í leggöngum, gyllinæð og frunsur.
Lækningamáttur vallhumals
Vallhumall er ákaflega fjölhæf lækningajurt sem á sér margra alda sögu í grasalækningum. Hann hefur alla tíð verið vinsæl lækningajurt við gigtarsjúkdómum og þykir að auki vatnslosandi og góður gegn þvagfærasýkingum. Vallhumall er afar gagnlegur gegn kvefi, hálsbólgu, flensu og hita og einnig góður til að stöðva niðurgang, bólgur og krampa í meltingarvegi. Hann er notaður til að koma reglu á blæðingar, við tíðaverkjum, of miklum jafnt sem of litlum tíðablæðingum og útferð úr leggöngum. Vallhumall er einnig talinn geta lækkað blóðþrýsting og hafa góð áhrif á bláæðakerfið, svo sem æðahnúta og sár sem þeim fylgja, bláæðabólgu og gyllinæð.
Rannsóknir
Niðurstöður rannsóknar á vallhumli í tilraunaglasi, sem gerð var við Háskóla Íslands, benda til þess að hann innihaldi efni sem hugsanlega geti dregið úr sjálfsofnæmissjúkdómum.1 Rannsóknir í tilraunaglasi hafa sýnt fram á bakteríudrepandi áhrif hans, t.d. gegn Helicobacter pylori sem veldur magabólgum og magasárum,2-5 og veirudrepandi áhrif.5 Rannsóknir í tilraunaglasi hafa einnig leitt í ljós bólgueyðandi5,6 og krampastillandi áhrif vallhumals.5-8 Eins hafa allmargar rannsóknir sýnt fram á andoxunarvirkni vallhumals.5,9-12 Te eða safi úr vallhumal hefur sýnt hitalækkandi verkun en tinktúra sýndi engin slík áhrif.5 Rannsóknir hafa líka leitt í ljós jákvæð áhrif vallhumals á magasár11 og hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna.13,14 Eins hafa rannsóknir sýnt fram á hamlandi áhrif á snýkjudýr,15,16 skordýr17 og orma.18 Vallhumall þykir einnig hafa lækkandi áhrif á blóðþrýsting, samkvæmt dýrarannsóknum,19 og stemma blæðingar.14 Rannsóknir á vallhumli hafa bæði leitt í ljós tímabundna ófrjósemi í dýrum og engin áhrif á frjósemi.5,20
- Guðbjörg Jónsdóttir. Áhrif vatnsútdrátta af horblöðku og vallhumli á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro. Háskóli Íslands. Meistaraprófsritgerð, 2010. Sótt 25.11.2010 á http://hdl.handle.net/1946/6959.
- Frey FM, Meyers R. Antibacterial activity of traditional medicinal plants used by Haudenosaunee peoples of New York State. BMC Complement Altern Med. 2010 Nov 6; 10(1):64. [Vefútg. áður]
- Kotan R, Cakir Afl. Antibacterial activities of essential oils and extracts of Turkish Achillea, Satureja and Thymus species against plant pathogenic bacteria. J Sci Food Agric. 2010 Jan 15; 90(1):145-60.
- de Sant’anna JR, Franco CCfl. Genotoxicity of Achillea millefolium essential oil in diploid cells of Aspergillus nidulans. Phytother Res. 2009 Feb; 23(2):231-5.
- 2005. WHO monographs on selected medicinal plants. Vol. 4. World Health Organization, Geneva.
- Benedek B, Kopp B. Achillea millefolium L. s.l. revisited: recent findings confirm the traditional use. Wien Med Wochenschr. 2007; 157(13-14):312-4.
- Pires JM, Mendes FRfl. Antinociceptive peripheral effect of Achillea millefolium L. and Artemisia vulgaris L.: both plants known popularly by brand names of analgesic drugs. Phytother Res. 2009 Feb; 23(2):212-9.
- Babaei M, Abarghoei MEfl. Antimotility effect of hydroalcoholic extract of yarrow (Achillea millefolium) on the guinea-pig ileum. Pak J Biol Sci. 2007 Oct 15; 10(20):3673-7.
- Saluk-Juszczak J, Pawlaczyk Ifl. The effect of polyphenolic-polysaccharide conjugates from selected medicinal plants of Asteraceae family on the peroxynitrite-induced changes in blood platelet proteins. Int J Biol Macromol. 2010 Dec 1; 47(5):700-5. Vefútg. 2010 Sep 30.
- Kintzios S, Papageorgiou Kfl. Evaluation of the antioxidants activities of four Slovene medicinal plant species by traditional and novel biosensory assays. J Pharm Biomed Anal. 2010 Nov 2; 53(3):773-6. Vefútg. 2010 May 20.
- Potrich FB, Allemand Afl. Antiulcerogenic activity of hydroalcoholic extract of Achillea millefolium L.: involvement of the antioxidant system. J Ethnopharmacol. 2010 Jul 6; 130(1):85-92. Vefútg. 2010 Apr 24.
- Raudonis R, Jakstas Vfl. Investigation of contribution of individual constituents to antioxidant activity in herbal drugs using postcolumn HPLC method. Medicina (Kaunas). 2009; 45(5):382-94.
- Csupor-Löffler B, Hajdú Zfl. Antiproliferative effect of flavonoids and sesquiterpenoids from Achillea millefolium s.l. on cultured human tumour cell lines. Phytother Res. 2009 May; 23(5):672-6.
- Williamson, Elizabeth M. 2003. Potter‘s Herbal Cyclopaedia. The C. W. Daniel Company, Essex.
- Santos AO, Santin ACfl. Activity of an essential oil from the leaves and flowers of Achillea millefolium. Ann Trop Med Parasitol. 2010 Sep; 104(6):475-83.
- Nilforoushzadeh MA, Shirani-Bidabadi Lfl. Comparison of Thymus vulgaris (Thyme), Achillea millefolium (Yarrow) and propolis hydroalcoholic extracts versus systemic glucantime in the treatment of cutaneous leishmaniasis in balb/c mice. J Vector Borne Dis. 2008 Dec; 45(4):301-6.
- Conti B, Canale Afl. Essential oil composition and larvicidal activity of six Mediterranean aromatic plants against the mosquito Aedes albopictus (Diptera: Culicidae). Parasitol Res. 2010 Nov; 107(6):1455-61. Vefútg. 2010 Aug 10.
- Tariq KA, Chishti MZfl. Anthelmintic efficacy of Achillea millifolium against gastrointestinal nematodes of sheep: in vitro and in vivo studies. J Helminthol. 2008 Sep; 82(3):227-33. Vefútg. 2008 Apr 18.
- Khan AU, Gilani AH. Blood pressure lowering, cardiovascular inhibitory and bronchodilatory actions of Achillea millefolium. Phytother Res. 2010 Sep 20. [Vefútg. áður]
- Takzare N, Hosseini MJfl. The effect of Achillea millefolium extract on spermatogenesis of male Wistar rats. Hum Exp Toxicol. 2010 Jun 1. [Vefútg. áður]
Er öruggt að nota vallhumal?
Ekki má nota vallhumal á meðgöngu. Þekkt er að jurtir af körfublómaætt, þ.m.t. vallhumall, geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Einnig er þekkt að stórir skammtar af vallhumli geta valdið ógleði, höfuðverk og svima, sérstaklega hjá rosknu fólki. Ekki er mælt með notkun vallhumals í stórum skömmtum samhliða blóðþynningslyfjum.
Áhugavert að lesa, mikið af góðum upplýsingum um jurtina og verkun hennar.
Ég er með eina spurningu.
Ef ég er að taka inn blóðþynningarlyf vegna blóðtappa í bláæð, staðsettur í hnésbót.
Er í lagi að drekka vallhumalte, t.d. þessa teblöndu sem ég las um á síðunni þinni?
Getur það mögulega unnið á móti blóðþynningarlyfinu?
Með bestu kveðju.
Arnbjörg.
Sæl, gaman að heyra að þessar upplýsingar hafa nýst þér! Það er ekki mælt með því að nota vallhumal í stórum skömmtum samhliða blóðþynningslyfjum. Hann getur mögulega þynnt blóðið enn frekar sem gæti raskað jafnvæginu í lyfjagjöfinni.
Á eftir að lesa hana og hlakka til þess. Ég nota mikið róandi te frá þér. Set í það gott hunang og kanil. Væri sniðugt að bæta vallhumall í?
Ég er líka alltaf með uppþemdan maga. Alveg óþolandi! Og meltingin er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Væri vallhumall inn góður við þessum kvillum?
Sjá svar varðandi vallhumal hér fyrir neðan, hann er ekki æskilegur samhliða blóðþynningslyfjum. Róandi teið inniheldur jurtir sem eru góðar fyrir meltinguna en ég er líka með tilboðspakka sértaklega fyrir uppþembu, sjá hér: https://annarosa.is/product/pakkatilbod-uppthemba-haegdatregda/
Greinin er góð!
Ég er á blóðþynningarlyfi vegna viðvarandi gáttatifs. Gæti vallhumall dregið úr virkni blóðþynningarlyfsins?
Er líka með magabólgur og mikla vöðvabólgu og verki sem fylgja. Væri ekki sniðugt, all in one, að setja vallhumal í róandi teið?
Sæl, frábært að heyra að þér finnst greinin góð, þá er tilganginum náð! Ég mæli ekki með að nota vallhumal samhliða blóðþynningslyfjum, a.m.k ekki í stórum skömmtum, hann getur haft blóðþynnandi áhrif og raskað jafnvæginu í lyfjagjöfinni. Ég myndi halda áfram að drekka róandi teið eins og það er, í því eru líka bólgueyðandi jurtir sem eru góðar fyrir meltinguna.
Já vallhumall hann er málið. Þekki það af eigin raun hef notið hans í ára tugi.
Trú mín á íslenskar jurtir og sérstaklega vallhumal hefur gefið mér þá heilsu
sem ég hef í dag. Fyrir það þakka ég heilshugar.
kv.Guðbjörn.
Mjög áhugavekjandi grein og fróðleg en einnig allt sem þú ert að gera með jurtirnar ég er í basli að panta hjá þér fæ alltaf villimeldingu þegar ég er komin vel á veg nú langar mig að fá þessa té blöndu og spyr get ég farið einhverja aðra leið til að nálgast vöru hjá þér það er fleira sem ég hef áhuga á eða get ég pantap tíma hjá þér og fengið faglega ráðgjöf vonandi getur þú svarað mér í prívat netfanginu mínu sem er gudlausn @simnet.is með bestu kveðjum og þakklæti Guðlaug
Sæl Guðlaug, takk kærlega, það er virkilega gaman að þér finnst greinin góð og að þú hefur áhuga á jurtum! Ég er búin að svara þér á netfangið sem þú gafst upp. Bkv, Anna Rósa
Sæl, ég sendi þér svar á netfangið fyrir nokkru síðan en hef ekki fengið svar frá þér. Ég velti því fyrir mér hvort netfangið sem þú gafst upp sé rétt? Bkv, Anna Rósa
Þetta er mjög athyglisverð grein um vallhumalinn.
Hann vex eins og illgresi hjá mér og ég nota hann ekkert.
Nú ferðu bara og tínir hann í te næsta sumar!