Anna Rósa mælir með að taka allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða, ásamt burnirót, í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að reyna að ná sem mestum árangri.
Magn: Bacopa og rósmarín 200 ml, lion’s mane sveppaduft 60 g og te fyrir minnið 40 g.
Notkun – Bacopa og rósmarín: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.
Notkun – Lion’s mane sveppaduft: 1-2 tsk á dag með morgunmat. Hrærðu út í vatn, hristinga, graut eða safa.
Notkun – Te fyrir minnið: Settu 1-2 tsk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Tinktúran Bacopa og rósmarín er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita. Lion’s mane sveppaduft er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Sveppaduftið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita. Te fyrir minnið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Teið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.
Varúð: Bacopa og rósmarín: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.
Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar. |
Ragnheiður Grétarsdóttir (verified owner) –
Duftið er svo gott að blanda í graut og teeið fínt. En erfitt að drekka 4 glös á dag
Þórunn M. Ólafsdóttir (verified owner) –
Mjög gott eins og er.
Þorlákur (verified owner) –
Fann því miður enga virkni af þessum vörum😌
Margrét Ebba Harðardóttir (verified owner) –
Spurning hvort hægt sé að hafa þessar tinktúrur í öðru formi fyrir t.d fyrir þá sem ekki geta innbyrt alkahól.Mér finnst það ekkert mál að setja tappa í vatnsglas.það væri flott að geta fengið tvöfalt innihald pokanns.Teð er mjög gott. Takk fyrir
Magnea Sigríður Guttormsdóttir (verified owner) –
Svo góðar vörur hjá henni Önnu Rósu, allt lífrænt og ferskar jurtir sem hún týnir sjálf og notar. Finnst svo frábært að vita til þess að hún handtíni allt sjálf á öruggum stöðum á landinu. Og þetta gerir hún fyrir mig og þig, þvílík gæða kona. Ég elska öll tein hennar, er búin að prufa þau öll. Drekk te frá henni á hverjum degi. Nota líka kremin frá henni og andlitsolíuna frábæru, alla dag. Þannig Anna Rósu er með mér á hverjum degi, þvílík blessun.
Fanney Ólöf Lárusdóttir (verified owner) –
Mjög gott te
kathleen broderick (verified owner) –
Unfortunately this product could not be sent overseas. Will have to wait until I can pick it up on my next trip to Iceland!
Rannveig (verified owner) –
Hef notað Lions Mane reglulega lengi. Vildi prófa fleiri leiðir til að styrkja heilaheilsu og keypti þennan pakka. Er ánægð með árangurinn.