Grasalækningar eru elsta lækningaaðferð mannsins en margar vísindarannsóknir hafa sýnt að jurtir, sveppir og ber geta hamlað vexti krabbameinsfrumna og eru góð viðbótarmeðferð gegn krabbameini. Í mörgum tilfellum hafa rannsóknir líka sýnt að jurtir og sveppir geta ýtt undir árangur af hefðbundnum krabbameinsmeðferðum. Ég hef í yfir þrjá áratugi sérblandað jurtir sem viðbótarmeðferð gegn krabbameini í ráðgjöfinni hjá mér. Ráðgjöfin er hinsvegar lokuð um óákveðinn tíma og ég er mjög mikið spurð að því hvaða jurtum ég mæli með sem viðbótarmeðferð. Ég ákvað því að skrifa þess grein til að gefa fólki tækifæri á svipuðum ráðum og ég gaf í ráðgjöfinni. Eftirfarandi er auðvitað ekki tæmandi listi, heldur stikla ég á stóru og held mér við það sem er einfalt að fara eftir. Ég legg líka áherslu á það að meðferðin hjá mér hefur alltaf verið viðbótarmeðferð og kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna lyfja- og geislameðferð.

Jurtir sem viðbótarmeðferð

Engin jurt er jafn vinsæl til rannsókna í heiminum í dag og túrmerik en ég nota hana nánast undantekningarlaust í krabbameinsmeðferðum. Margar rannsóknir hafa sýnt að curcumin, virka efnið í túrmerik hefur sterk andoxandi áhrif og getur hamlað vexti krabbameinsfrumna. Það getur einnig dregið úr líkum þess að krabbamein myndist og útbreiðslu þess. Klínísk rannsókn á fólki með langvinnt hvítblæði (CML) leiddi t.d í ljós að þeim sem var gefið túrmerik ásamt krabbameinslyfjum sýndu meiri árangur en þeir sem eingöngu fengu krabbameinslyf. Smelltu til að lesa nánar um lækningamátt túrmeriks.

Mjólkurþistill er önnur jurt sem ég hef líka mikið notað sem viðbótarmeðferð en þó nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á henni sem sýna að hún hefur hamlandi áhrif á krabbameinsfrumur. Mjólkurþistill hefur einnig frá örófi alda verið notaður til að styrkja lifrarstarfsemi en hann er þekktur fyrir að vernda lifur og nýru hjá þeim sem eru í hefðbundinni krabbameinsmeðferð ásamt því að draga úr aukaverkunum og ýta undir virkni krabbameinslyfja.

Blákolla, íslensk jurt sem vex líka í Kína, er ein af þeim jurtum sem ég hef mikið notað í ráðgjöfinni hjá mér fyrir krabbameinssjúklinga. Undanfarin ár hafa rannsóknir á blákollu sýnt hamlandi áhrif hennar á brjósta-, lungna og magakrabbamein.

Aðrar jurtir sem ég hef notað mikið og hafa hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna ásamt því að styrkja lifur eru beiskar jurtir eins og túnfíflarót, króklappa og svo gentian sem er bæði andoxandi og bólgueyðandi. Að auki hef ég oft notað indversku blönduna triphala í viðbótarmeðferðum við krabbameini. Hér geturðu lesið nánar um lækningamátt triphala. Rannsóknir á íslenskum fjallagrösum hafa líka sýnt hamlandi áhrif á krabbameinsfrumur og því læt ég krabbameinssjúklinga iðulega bæta fjallagrasamjólk inn í matarræði hjá sér.

Grasalæknar vinna sjaldan með eina jurt í einu heldur blanda nokkrum tegundum saman. Ein ástæða þess að jurtum er blandað saman er sú að ein jurt getur magnað upp verkun annarrar. Þar sem ráðgjöfin er lokuð og ég er hætt að sérblanda fyrir sjúklinga ákvað ég að búa til sérstaka tinktúru með ofangreindum jurtum sem hamla vexti krabbameinsfrumna. Tinktúrur er ævagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr jurtunum eru leyst upp í vínanda.  Þessi tinktúra heitir Mjólkurþistill og túrmerik en ásamt þeim jurtum inniheldur hún líka blákollu, túnfíflarót, króklöppu, gentian og svartan pipar.

Túnfífill

Jurtir fyrir andlegu hliðina

Það tekur mjög á andlegu hliðina að fá krabbamein og að vera með langvarandi sjúkdóma er ávísun á kvíða og stress. Ég nota alltaf jurtir og sveppi til að styrkja taugakerfið og draga úr kvíða og þunglyndi. Uppáhaldsjurtirnar mínar til þess eru ashwagandha og burnirót ásamt álagstvennunni sem inniheldur lion‘s mane og cordyceps sveppi. Ashwagandha er ekki bara einstaklega góð gegn kvíða og stressi heldur hafa fjölmargar rannsóknir sýnt hamlandi áhrif hennar á brjósta-, ristil-, eggjastokka-, heila- og lungakrabbamein. Ég hef líka mikið fengið fólk til mín í eftirmeðferðir þegar krabbameinsmeðferð líkur og algengt er að fólk sé alveg orkulaust en burnrót og álagstvenna hafa reynst sérstaklega vel gegn þessháttar orkuleysi.

Burnirót

Hvaða jurtir eru góðar útvortis?

Þegar um er að ræða sviða, sár og bruna í munni, hálsi eða maga vegna hefðbundinna krabbameinsmeðferða mæli ég iðulega með regnálmi. Hann er einstaklega góður til að kæla og græða viðkæma slímhúð í munni, hálsi og maga. Ég mæli með að setja 1-2 tsk af dufti í bolla, hella sjóðandi vatni á og hræra vandlega þar til slím myndast. Þegar þessi slímblanda er orðin volg eða köld er munnur skolaður vandlega með henni og kyngt. Endurtakið þrisvar til fjórum sinnum á dag eða oftar ef þörf er á. Sárasmyrslið mitt sem inniheldur fjórar íslenskar jurtir (mjaðjurt, arfa, birki og vallhumal) er græðandi, bólgueyðandi og kláðastillandi. Það er ákaflega vinsælt á sár, ör, sviða, kláða, þurrkubletti og bruna í kjölfar lyfja- og geislameðferða ásamt því að gagnast við sveppasýkingum í leggöngum og ertingu og kláða í endaþarmi. Ég mæli með að bera það ríkulega á a.m.k. þrisvar til sex sinnum á dag.

Eru sveppir svarið?

Turkey tail og reishi sveppir hafa verið notaðir til lækninga öldum saman en síðustu áratugi hafa þeir verið mikið notaðir sem viðbótarmeðferð við hefðbundna krabbameinsmeðferð í Asíu. Mjög margar rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir styrkja ónæmiskerfið, hamla vexti krabbameinsfrumna og geta aukið lífslíkur og lífsgæði krabbameinssjúklinga til muna. Í meira en áratug notaði ég turkey tail og reishi samhliða sérblönduðum jurtum þegar ég fékkst við krabbamein í ráðgjöfinni hjá mér en eftir að ég hætti með ráðgjöfina bjó ég til blönduna Turkey tail og reishi sem núna er orðin afar vinsæl meðal krabbameinsjúklinga. Smelltu til að lesa nánar um rannsóknir á þessum sveppum.

Eru sveppir svarið við krabbameini?

9 góð krydd gegn krabbameini

Ég nota mikið af allskonar kryddi þegar ég elda en mörg krydd hafa hamlandi áhrif á krabbameinfrumur og ég reyni alltaf að fá krabbameinssjúklinga til að auka kryddneyslu.

Áhrif engifers á ógleði vegna krabbameinslyfja hafa tölvert verið rannsökuð en rannsókn á 576 manns leiddi í ljós jákvæð áhrif engifers á ógleði vegna krabbameinslyfja. Rannsóknir hafa líka sýnt að engifer hefur hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna t.d. í brjósta- og ristilkrabbameini. Hér geturðu lesið um 10 góð áhrif engifers á heilsuna.

Kanill er annað krydd sem til er á flestum heimilum sem er tölvert rannsakað gegn nokkrum tegunda af krabbameini. Þessar rannsóknir hafa t.d. sýnt hamlandi áhrif á húð- og ristilkrabbameinsfrumur. Hér geturðu lesið um frekari áhrif kanils á heilsuna.

Ég elda varla mat án þess að nota ótæpilega af hvítlauki en hann er einmitt vel þekktur fyrir jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Það hafa verið gerðar allmargar rannsóknir á honum sem sýna að hann hamlar vöxt krabbameinsfrumna t.d brjósta-, maga- og ristilkrabbamein.

Önnur krydd sem ég nota mikið og rannsóknir hafa sýnt hamlandi áhrif á krabbamein eru svartur pipar, cayenne pipar, óreganó, rósmarín, negull og kardimommur.

Ég mæli líka með að fá sér sér reglulega einstaklega ljúffengt chai te sem inniheldur mikið magn af krabbameinshemjandi kryddum. Smelltu til að fá uppskriftina mína af chai tei.

Bláber og krækiber geta minnkað líkur á krabbameini

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að aðalbláber hafa hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna, m.a. ristil-, lungna- og brjóstakrabbameinsfrumna. Bláber eru án efa auðveldasta ráðið sem ég gef sjúklingum því öllum finnst bláber góð og engum finnst erfitt að þurfa að borða þau á hverjum degi. Ég hef alltaf mælt með a.m.k. 1 dl af bláberjum eða krækiberjum á dag fyrir þá sem eru með krabbamein. Ég mæli sérstaklega með íslenskum aðalbláberjum eða bláberjum en ef þú getur ekki tínt eða keypt íslensk ber þá mæli ég með að þú kaupir lífrænt vottuð bláber því venjuleg erlend bláber innihalda rotvarnarefni sem geta verið skaðleg. Hér geturðu lesið meira um lækningamátt bláberja. Krækiber innihalda hátt hlutfall af andoxunarefnum líkt og bláber en hafa ekki verið eins mikið rannsökuð. Andoxunarefni geta hindrað myndun skaðlegra sindurefna í líkamnum en þessi sindurefni tengjast hrörnun og því hvernig ákveðnir sjúkdómar þróast í líkamanum svo sem krabbamein. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að krækiber hafa hamlandi áhrif á krabbamein í gallblöðru. Smelltu til að fá uppskrift af krækiberjasaft.

Bláber

Allt hitt sem skiptir líka miklu máli

Þegar ég meðhöndlaði krabbamein í ráðgjöfinni hjá mér gaf ég ekki bara jurtir, sveppi og ber því það er svo ótal margt annað sem skiptir líka máli. Það er t.d. nauðsynlegt að skoða hvort svefninn sé í lagi, ásamt andlegu heilsunni og hreyfingu. Hér geturðu skoðað 5 leiðir til að efla andlega heilsu og 6 leiðir til að hreyfa sig meira. Matarræðið skiptir öllu máli og í ráðgjöfinni hjá mér fór ég alltaf vandlega yfir matarræðið og ráðlagði breytingar eftir því sem þurfti. Ég er núna að vinna að umfangsmiklu netnámskeiði sem mun innihalda öll ráðin sem ég gaf í ráðgjöfinni hjá mér (og miklu meira til) þegar ég fékkst við krabbamein og aðra sjúkdóma. Þetta námskeið verður vonandi tilbúið árið 2024. Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði og vilt fá upplýsingar um það þegar það er tilbúið þá geturðu smellt hér og skráð þig á póstlista hjá mér. Ef þú ert þegar á póstlista hjá mér og færð reglulega pósta þarftu ekkert að gera.

Ég mæli með þessu sem viðbótarmeðferð gegn krabbameini

Mjólkurþistill og túrmerik – tinktúra: Ég mæli með 1 tappa þrisvar á dag með mat. Setjið 1 tappa í bolla og hellið sjóðandi vatni á, látið kólna og drekkið volgt eða kalt. Eins má setja 1 tappa út í heitt jurtate. Vínandinn í tinktúrunni gufar að hluta til upp þegar hún er látin út í sjóðandi vatn.

Turkey tail og reishi – sveppaduft: Ég mæli með 2 msk á dag fyrir krabbameinssjúklinga. Það er þægilegast að taka sveppaduftið á morgnana með morgunmat en það er heldur ekkert því til fyrirstöðu að taka það á öðrum tíma dags ef það hentar betur. Hrærið sveppaduftið út í vatn (heitt eða kalt), graut, hristinga, AB mjólk eða safa. Það er frekar bragðlaust og mér finnst lítið mál að bæta því út í graut á morgana. Eins er þægilegt að blanda sveppadufti út í glas af vatni ásamt c-vítamín freyðitöflu, sérstaklega ef verið er að taka stóra skammta af sveppum. Athugið að sveppaduft leysist ekki að fullu upp í vatni og skal drekka botnfallið líka.

Ashwagandha – tinktúra: Ég mæli með 1 tappa einu sinni á dag með morgunmat. Setjið 1 tappa í bolla og hellið sjóðandi vatni á, látið kólna og drekkið volgt eða kalt. Eins má setja 1 tappa út í heitt jurtate. Vínandinn í tinktúrunni gufar að hluta til upp þegar hún er látin út í sjóðandi vatn.

Ég hef sett saman pakkatilboðið – viðbótarmeðferð til að einfalda hlutina og gefa þér afslátt. Það inniheldur tinktúruna Mjólkurþistill og túmerik, Turkey tail og reishi sveppaduft og tinktúruna Ashwagandha. Ég mæli með samfelldri notkun á öllum þremur vörunum samhliða í a.m.k. þrjá til sex mánuði þegar um langvarandi veikindi eins og krabbamein er að ræða.

Í viðbót við pakkatilboðið – viðbótarmeðferð og mæli ég með eftirfarandi:

  • Triphala töflur (tvær töflur með morgunmat og tvær töflur ca. 1 klst eftir kvöldmat)
  • Auka kryddnotkun t.d. á hvítlauk, kanil og engifer
  • 1 dl af aðalbláberjum, bláberjum eða krækiberjum á dag
  • Fjallagrasamjólk nokkrum sinnum í viku
  • Chai te nokkrum sinnum í viku
  • Sale!

    Pakkatilboð – viðbótarmeðferð

    Original price was: 24.970 kr..Current price is: 22.490 kr..
    Setja í körfu Skoða

Hvað ber að varast?

Þeir sem eru með ofnæmi gegn sveppum eða myglu ættu ekki taka reishi og turkey tail. Í stórum skömmtum geta þessir sveppir valdið meltingartruflunum og niðurgangi. Hætta skal notkun á öllum jurtum og sveppum a.m.k. einni viku fyrir skurðaðgerð. Túrmerik og reishi getur mögulega aukið blæðingar og hafa skal það í huga fyrir þá sem eru á blóðþynnandi lyfjum. Sjaldgæfar aukaverkanir ef reishi eru ógleði og svefnleysi samhliða lyfjameðferð gegn krabbameini. Mögulegar aukaverkanir af eingangraða efninu PSK í turkey tail eru dökkar hægðir og dekkri neglur á fingrum samhliða lyfjameðferð gegn krabbameini, en slíkar aukaverkanir get einnig verið af völdum lyfjameðferðarinnar sjálfrar.

Hverfisbúð grasalæknisins

Ég og sonur minn erum með búð á Langholtsvegi 109 í Reykjavík og þar fæst pakkatilboðið – viðbótarmeðferð ásamt yfir 100 öðrum vörum sem við framleiðum. Búðin er á sama stað og öll framleiðsla fer fram og mörgum finnst gaman að fá innsýn inn í þann heim hjá okkur. Búðin er eingöngu opin á fimmtudögum og föstudögum frá 12-16.

  • Sale!

    Pakkatilboð – viðbótarmeðferð

    Original price was: 24.970 kr..Current price is: 22.490 kr..
    Setja í körfu Skoða

Túrmerik:

https://journals.sagepub.com/doi/10.1177/1078155211416530

Mjólkurþistill:

https://ijbms.mums.ac.ir/article_20684.html

https://journals.sagepub.com/doi/10.1177/1534735407301825

Blákolla:

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC9385303/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4301540/

https://www.mdpi.com/1420-3049/15/11/7893

Túnfíflarót:

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S075333221731987X?via%3Dihub

Króklappa:

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5464502/

Gentian:

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0731708512001914?via%3Dihub

Ashwagandha:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33359916/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31731424/

https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/01635581.2020.1778746

Engifer:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/21818642/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23803042/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3618532/

Kanill:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24643680/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24276478/

Hvítlaukur

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25755089/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25215621/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25573280/

Svartur pipar:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24692724/

Cayenne pipar:

https://link.springer.com/article/10.1007/s13277-014-1864-6

Óreganó:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23765383/

Kardimommur:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/22182368/

Rósmarín:

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0304383515004462?via%3Dihub

Negull:

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3931838/

Bláber:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/20132040/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31241392/

https://aacrjournals.org/cancerpreventionresearch/article/2/7/625/48686/Pilot-Study-of-Oral-Anthocyanins-for-Colorectal

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/22659736/

Krækiber:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/35698073/

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir