Sólhattur og hvönn | Kvef & flensa | Anna Rósa grasalæknir

Sólhattur og hvönn

4.990 kr.

(13 umsagnir frá notendum)
 • Styrkir ónæmiskerfið
 • Kvef, flensa, hósti og hálsbólga
 • Dregur úr ennis- og kinnholusýkingum
 • Örvar blóðrás, dregur úr hand- og fótkulda

Þessi tinktúra er í pakkatilboðinu – kvef og flensa og pakkatilboðinu – styrkir ónæmiskerfið.

 

200 ml     Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

SKU: 2053 Category:

Lýsing

Þessi tinktúra styrkir ónæmiskerfið og hefur reynst afar vel gegn kvefi, flensu, hósta og hálsbólgu ásamt því að draga úr ennis- og kinnholusýkingum.

Notkun: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun. Mælt er með samfelldri notkun í a.m.k. tvo til þrjá mánuði ef um langvarandi veikindi er að ræða. Ef ætlunin er að nota sólhatt og hvönn í forvarnarskyni er 1 tappi á dag hæfilegur skammtur.

Geymsluþol: Tinktúran er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Varúð: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Ég er astma- og ofnæmissjúklingur og viðkvæm fyrir kvefi, hálsbólgu, eyrnabólgum og ennis- og kinnholusýkingum. Mér finnst tinktúran Sólhattur og hvönn svínvirka fyrir mig og það skemmir ekki hversu einfalt er að nota hana.

Inga Harðardóttir

Frí sending?

Enginn sendingarkostnaður er þegar keypt er fyrir 12.000 kr eða meira (sent á pósthús).

Sendingargjald er 990 kr þegar sent er á pósthús.

Sendingargjald er 1.290 kr þegar sent er heim.

Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Póstinum.

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

40% styrkleiki af vínanda, hvönn* (Angelica archangelica), sólhattur* (Echinacea angustifolia), vallhumall* (Achillea millefolium), garðablóðberg* (Thymus vulgaris), engifer* (Zingiber officinalis), cayennepipar* (Capsicum sp.).

13 umsagnir um Sólhattur og hvönn

 1. Sæbjörg Gisladóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Við fjölskyldan eigum alltaf til Sólhatt og hvönn því það er ekkert sem virkar betur þegar flensan er að banka uppá

 2. Sigríður Ingibjörg Jensdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

 3. Sigríður Aðalbjörnsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

 4. Sigríður Ingibjörg Jensdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

 5. Elva Björk Sigurðardóttir

  Þetta er ástæðan að ég fæ bara ekki kvef, hálsbólgu né neina flensu held ég bara. Mæli líka með hinum tiktúrunum frá þér ❤❤❤ Er alltaf að segja einhverjum frá vörunum þínum👍

 6. Marta Rut Sigurðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Sólhattur og Kvönn hefur hjálpað mér að losna við ennis og kinnholu sýkingu sem hefur plagað mig lengi.

 7. Olga Sædís Einarsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mér finnst þessi vökvi vera búinn að gera mér gott, hef trú á að hann hafi haldið mér flensu og kvef lausri síðustu mánuði.

 8. Númi Katrínarson (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Virkar mjög vel!

 9. Helga I. (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Nota alltaf þegar ég fæ hálsbólgu og hósta

 10. Hrafnhildur (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Við höfum notað Sólhatt og hvönn í mörg ár með afar góðum árangri. Vara sem virkar.

 11. Ingunn Jónsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Þessi öfluga tinktúra hefur haldið kvefi frá okkur fjölskyldunni um margra ára skeið. Magnaður mjöður!

 12. Sigríður Jensdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Verð að eiga þessa vöru til, hefur komið sér vel.

 13. Ingiríður Harðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Sólhatturinn er skyldueign hjá mér og snarvirkar á allar kvefpestir. Ég byrja að taka hann inn um leið og fyrstu einkenni koma og það bregst ekki að að ég finn fljótt mun.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top