Bóluhreinsir

3.390 kr.

(10 umsagnir frá notendum)
 • vinsælasta varan hjá Önnu Rósu!

 • dregur úr bólum og fílapenslum
 • bóluhreinsirinn er á tilboðsverði í pakkatilboðinu – bólur sem inniheldur líka dagkrem sem Anna Rósa mælir með að nota samhliða til að reyna að ná sem mestum árangri
 • róandi fyrir húðina og dregur úr pirringi í húðinni
 • bólgueyðandi og sótthreinsandi
 • líka notaður til að sótthreinsa sár
Categories: , ,

Lýsing

Bóluhreinsirinn hefur virkað sérstaklega vel á bólur en hann er bæði bólgueyðandi og hefur róandi áhrif á húðina. Hann er einnig sótthreinsandi og er tilvalinn til að sótthreinsa sár.

Enginn sendingarkostnaður ef þú kaupir fyrir 12.000 kr. eða meira

Ég og þrjár eldri systur mínar höfum verið að nota bóluhreinsinn í nokkur ár og hann hefur reynst okkur mjög vel. Við erum með ólíka húð og höfum prófað margt en bóluhreinsirinn frá Önnu Rósu hefur reynst okkur best. Ég set hann á um leið og bóla kemur og set tvisvar til þrisvar sinnum á dag og þá hverfur bólgan. Ég mæli hiklaust með honum.

Sóldís Fannberg

Bóluhreinsirinn er geggjað góður til að láta bólur fara. Ég hef sagt nokkrum vinkonum mínum frá bóluhreinsinum og sumar hafa keypt hann eða prufað hjá mér og þær elska hann. Á mínum aldri þá fær maður nokkrar bólur og þá hjálpar hann mikið, aðallega þegar bólur eru áberandi, þá er þetta pörfekt lausn.

María Ósk Jónsdóttir

Ég vil endilega hrósa þér fyrir bóluhreinsinn þinn. Dóttir mín er 14 ára og var að berjast við bólur, við keyptum bóluhreinsinn og það bjargaði fermingardeginum hennar! Stórt klapp til þín fyrir frábæra vöru.

Linda Guðríður Sigurjónsdóttir

Ég hafði heyrt talað um bóluhreinsinn í blöðum og þess háttar og ákvað að prófa að kaupa hann þar sem ég hef oft prófað vörur sem hafa ekki virkað, ef þessi vara myndi ekki virka þá bara yrði það að vera svoleiðis. En viti menn…HÚN SVÍNVIRKAÐI! Ég þríf húðina kvölds og morgna og í hvert skipti sem ég er búin að því tek ég bóluhreinsinn í bómullarskífu og held yfir vandamálasvæðið. Hjá mér sá ég þvílíkan mun strax daginn eftir. Ég var í hálfgerðu sjokki að ein vara gæti haft svona góð áhrif á húðina mína og hef ég ekki hætt að nota þessa vöru síðan! Það sem mér finnst best við hreinsinn er að hann er bólgueyðandi og t.d. ef upp koma kýli eða eitthvað á þann veg þá hverfur bólgan strax að mínu mati.

Birgitta Hafþórsdóttir

Ég notaði bóluhreinsinn þegar ég var 17 ára og hann virkaði mjög vel á mig, bólurnar hurfu og hann sótthreinsaði og græddi húðina.

Hlíf Sverrisdóttir

Ég er 16 ára og eins og margir unglingar á mínum aldri fæ ég unglingabólur. Ég hafði lengi leitað að góðri vöru en ekkert fundið fyrr en móðir mín keypti bóluhreinsinn þinn fyrir mig. Nú er ég búin að nota hann í tvær vikur og finn rosalegan mun, bólurnar hafa minnkað mjög mikið og mér finnst hann hreinsa húðina mjög vel.

Tamar Lipka Þormarsdóttir

Magn, notkun og innihald

Magn

100 ml

Notkun

Berist á bólur eða fílapensla tvisvar til fimm sinnum á dag, hristist fyrir notkun. Ágætt er að nota eyrnapinna til að bera á bólurnar. Athugið að þetta er ekki andlitsvatn til að bera á allt andlitið, heldur bara á bólurnar sjálfar. Geymist við stofuhita.

Innihald

32% styrkleiki af vínanda, vallhumall* (Achillea millefolium), garðablóðberg* (Thymus vulgaris), morgunfrú* (Calendula officinalis). *lífrænt

Tinktúrur

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

10 umsagnir um Bóluhreinsir

 1. Anna María

  Besti bóluhreinsinn bjargaði unglingsárunum alveg og nota hann enn í dag ef ég þarf þess! Mæli hiklaust með þessum

 2. Svanhvít Anna

  Hææ, eg er buin að vera nota bóluhreinsirinn i smá tíma var með bólur og naði aldrei að losna við þær eða þær voru alltaf lengi og ekkert virkaði en er ekki með neinar bólur i dag! þetta virkar alveg a mig og vinkonur minar, mæli með!

 3. Theodóra Arndís Berndsen

  Ég keypti bóluhreinsirinn fyrir krakkana mína eftir að hafa reynt hinar ýmsu vörur handa þeim áður. Strákurinn minn var búinn að gefast upp og farinn að segja þetta eldist af mér. En hann elskar bóluhreinsirinn þinn Anna Rósa. Hann hafði orð á því að sjá mun strax eftir fyrst notkun og já það sást munur strax.

 4. Berglind Björk Guðmundsdóttir

 5. Patryk Pawel Polczynski

 6. Helena S.

 7. Guðrún Svanborg Hauksdóttir

 8. Anonymous

 9. Anonymous

  Reyni að eiga alltaf til bóluhreinsirinn og með því að setja hann strax í nokkur skipti á bæði bólur og kláðabólur um leið og þær eru að myndast þá hjaðna þær áður en þær verða til vandræða!

 10. Lilla S.

  Finnst þetta frábær vara! Er búin að vera með bólur svo lengi og þetta er að virka!

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Aðrir hafa einnig keypt þessar vörur