Allt í einum pakka – bólgur og verkir

10.670 kr. 9.490 kr.

(3 umsagnir frá notendum)
  • þessi pakki inniheldur 3 vörur: tinktúruna Túrmerik og engifer, vöðva- og gigtarolíu og gigtarte 

  • ef þessar vörur eru keyptar í sitthvoru lagi er verð samtals 10.670 kr. en saman í þessum pakka lækkar verð í 9.490 kr.
  • allar 3 vörurnar í pakkanum þykja bólgueyðandi og verkjastillandi og hafa reynst afar vel gegn vefjagigt, liða- og slitgigt, vöðvabólgu og álagsmeiðslum
  • Anna Rósa mælir með því að taka þessar þrjár vörur samhliða til að reyna að ná sem mestum árangri

Lýsing

Tinktúran Túrmerik og engifer og gigtarte þykja bæði bólgueyðandi og verkjastillandi og hafa gefist afar vel við slitgigt, liðagigt, vefjagigt, vöðvabólgu og álagsmeiðslum. Tinktúran inniheldur íslenskar lækningajurtir og svartan pipar sem eykur upptöku túrmeriks. Gigtarteið inniheldur eingöngu íslenskar jurtir sem Anna Rósa tínir. Vöðva- og gigtarolían þykir afar góð til að draga úr gigtarverkjum og vöðvabólgum en hún inniheldur hátt hlutfall af lífrænum ilmkjarnaolíum sem allar eru þekktar fyrir vöðvaslakandi og bólgueyðandi áhrif.

Enginn sendingarkostnaður ef þú kaupir fyrir 12.000 kr. eða meira

Magn, notkun og innihald

Túrmerik og engifer - magn

200 ml

Túrmerik og engifer - notkun

1 tappi (8 ml) þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Ekki skal neyta meira en ráðlagt er. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun. Hætta skal notkun ef vart verður óeðlilegra einkenna.

Túrmerik og engifer - innihald

38% styrkleiki af vínanda, túrmerik* (Curcuma longa), víðir* (Salix spp.), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), brenninetla* (Urtica dioica), engifer* (Zingiber officinale), gentian* (gentiana lutea), svartur pipar* (Piper nigrum). *lífrænt

Túrmerik og engifer - varúð

Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu. Túrmerik gefur frá sér gulan lit sem sest á húð, fatnað og yfirborð hluta.

Tinktúrur

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Vöðva- og gigtarolía - magn

100 ml

Vöðva- og gigtarolía - notkun

Nuddið olíunni á vöðva og liði þrisvar til fjórum sinnum á dag. Notið eingöngu útvortis og ekki nálægt augum, slímhúð, opnum sárum eða viðkvæmri húð.

Vöðva- og gigtarolía - innihald

Vínberjakjarnaolía (Vitis vinifera), wintergreen* (Gaultheria procumbens), rósmarín* (Rósmarinus officinalis), eucalyptus* (Eucalyptus globulus), óreganó* (Origanum vulgare), svartur pipar* (Piper nigrum), negull* (Syzygium aromaticum), engifer* (Zingiber officinalis). *lífrænt

Gigtarte - magn

50 g

Gigtarte - notkun

Setjið 1-2 tsk. í bolla, hellið sjóðandi vatni á, látið standa í a.m.k. 10 mínútur, síið jurtir frá. Drekkið þrjá til fjóra bolla á dag.

Gigtarte - innihald

Loðvíðir* (Salix lanata), vallhumall* (Achillea millefolium), brenninetla* (Urtica dioica), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), hvannarfræ* (Angelica archangelica). *íslensk

3 umsagnir um Allt í einum pakka – bólgur og verkir

  1. Vilborg Karlsdóttir

  2. Kristíana

    Vöðva- og gigtarolían er alveg ótrúlega góð. Ég er með festumein í mjöðm sem hefur angrað mig árum saman og ég fann verulegan mun eftir nokkurra daga notkun á olíunni.

  3. Brynja Guðnadottir

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Aðrir hafa einnig keypt þessar vörur