Kamilla er einstaklega góð jurt fyrir þurra húð því hún er öflugur rakagjafi ásamt því að róa húðina. Hún hefur bólgueyðandi áhrif og viðheldur langvarandi raka í húðinni. Kamillute er vel þekkt enda hefur kamilla verið notuð sem lækningajurt frá örófi alda.

Hvernig ég nota kamillu

Kamilla vex ekki villt hérlendis og er ekki algeng í görðum. Ég kaupi hágæða lífrænt vottaða kamillu erlendis frá sem ég nota bæði í ráðgjöfinni hjá mér og í margar vörur. Mín reynsla er sú að kamilla er frábær fyrir húðina en ég nota kamillute í öll kremin mín.

  • Latneskt heiti: Matricaria recutita.
  • Nýttir hlutar: blóm.
  • Áhrif: bólgueyðandi, róandi, vöðvaslakandi, græðandi, vindeyðandi, dregur úr ofnæmi.
  • Notkun: græðir sár, húðsjúkdómar, svefnleysi, stress, brjóstsviði, uppþemba, magaverkir, magabólga og sár, meltingartruflanir, ristilkrampi, vindverkir, iðrabólga, Crohn’s, vöðvabólga, túrverkir, frjókornaofnæmi, astmi, exem.

Kamilla er róandi og rakagefandi

Kamilla er öflug bólgueyðandi jurt og er því sérstaklega góð gegn roða og bólgum í húð. Hún róar húðina ásamt því að auka teygjanleika hennar og raka. Það er því engin tilviljun að ég nota kamillu í öll rakakremin mín.

  • Sale!

    Pakkatilboð – bólur

    Original price was: 14.480 kr..Current price is: 12.990 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – rakagefandi

    Original price was: 18.480 kr..Current price is: 16.990 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – rósroði

    Original price was: 20.170 kr..Current price is: 17.990 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – græðandi

    Original price was: 14.980 kr..Current price is: 13.490 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – extra rakagefandi

    Original price was: 16.480 kr..Current price is: 14.990 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – lúxusprufur í ferðalagið

    Original price was: 10.270 kr..Current price is: 8.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Hún er líka græðandi

Hún er ekki bara róandi og rakagefandi heldur líka græðandi. Kamilla er einstaklega góð til að draga úr kláða og græða sár, exem, brunasár, bleiuútbrot, sárar geirvörtur og frunsur.

Lækningamáttur kamillu

Kamilla er sennilega sú jurt sem er hvað vinsælust á Vesturlöndum fyrir róandi og slakandi áhrif. Hún róar taugakerfið, eykur slökun og dregur úr magaverkjum, sérstaklega ef þeir eru tengdir kvíða. Kamilla er einnig frábær jurt fyrir börn sem þjást af magaverkjum, svefnleysi, stressi og kvíða. Ég nota kamillute gjarnan við brjóstsviða, magabólgum og svefnleysi í ráðgjöfinni hjá mér.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir