Ef þú hefur einhvern tímann upplifað flagnandi húð, kláða eða roða þá veistu hve mikil áhrif þurr og viðkvæm húð getur haft á sjálfstraust og hvernig hún getur jafnvel verið sársaukafull. Þurr og viðkvæm húð einkennist af röskun á rakajafnvægi húðarinnar. Það þýðir að húðin verður ófær um að vernda sig frá umhverfisþáttum, sem leiðir af sér að hversdagslegir hlutir á borð við að fara í sturtu eða fara út úr húsi geta ert húðina. Góðu fréttirnar eru þær að litlar breytingar geta haft mikil áhrif þannig að fyrirbyggjandi aðferðir geta skipt sköpum þegar meðhöndla á þurra og viðkvæma húð. Lestu áfram til að læra meira!

Hver eru einkennin?

Einkenni þurrar og viðkvæmrar húðar eru misjöfn milli einstaklinga en geta meðal annars verið:

  • Roði
  • Kláði
  • Flagnandi húð
  • Stíf húð
  • Brunatilfinning
  • Sprungin húð

Hér fyrir neðan geturðu fundið leiðir til að hjálpa þinni húð.

Endurskoðaðu sturtuvenjur þínar

Ímyndaðu þér: Það er snjóstormur úti. Þú stígur inn í sturtuna og stillir á hæsta hitann sem þú getur leyft þér án þess að vatnið skaðbrenni þig. Við könnumst öll við þetta. Málið er að þrátt fyrir að heitar sturtur geti verið dásamlegar í augnablikinu (sérstaklega á veturna) þá geta þær skaðað húðina með því að valda þurrki og skaða varnarlag hennar. Hér eru leiðir til að koma í veg fyrir að sturtur geri ástand húðar verra:

  • Notaðu volgt vatn í staðinn fyrir heitt vatn
  • Ekki þvo andlitið í sturtu
  • Ekki vera lengur en 10 mínútur í sturtu
  • Notaðu rakakrem á meðan húðin er ennþá blaut til að læsa rakann í húðinni
  • Ekki nudda húðina harkalega þegar þú þurrkar þér
  • Notaðu mildar sápur og hárvörur án ilmefna

Ef þér finnst betra að fara í bað þá mæli ég með að setja tvær lúkur af lífrænum höfrum í grisjupoka og láta sjóðandi vatn renna í gegn en ekki fara í baðið fyrr en það er orðið volgt. Þetta er gamalt húsráð sem ég hef oft notað fyrir börn með exem því hafraflögur mýkja húðina mjög vel.

Lágmarkaðu stress

Vissir þú að stress getur leitt til þess að húðin varðveiti minni raka og veikt varnarlag hennar? Stress getur líka valdið ýmsum húðvandamálum eins og bólum, hrukkum og útbrotum. Ef það er ekki nógu góð ástæða til að byrja að hugleiða og huga að andlegri heilsu, þá veit ég ekki hvað! Allir nota mismunandi aðferðir til að takast á við eða forðast stress en hér eru nokkrar hugmyndir:

Hreyfðu þig

Regluleg hreyfing losar endorfín og lækkar stresshormón á borð við kortisól. Hún getur líka bætt svefngæði, sem hjálpar enn frekar við að lágmarka stress.

Hugleiddu

Öndunaræfingar geta hægt á hjartsláttartíðni og hjálpað þér að komast úr flótta- eða árásarviðbragðinu sem okkur er tamt að fara í þegar við erum stressuð. Hér er til dæmis mjög gott 40 daga hugleiðslunámskeið sem kostar ekki neitt og tekur bara 10 mínútur á dag þannig nú hefurðu engar afsakanir!

Þekktu orsakavaldana

Með því að vita hvað gerir þig stressaða, geturðu lært að forðast það eða að leyfa því ekki að hafa áhrif á þig.

Hlustaðu á tónlist

Uppörvandi tónlist getur hjálpað þér að vera jákvæðari, sérstaklega ef textinn veitir þér innblástur. Ef þú ert að reyna að slaka á geturðu prófað klassíska tónlist eða jógatónlist.

Haltu dagbók

Með því að skrifa niður hvernig þér líður geturðu áttað þig á hvers vegna þér líður eins og þér líður og uppgötvað hvað þú gætir gert í því. Önnur nálgun felst í því að skrifa niður allt sem þú ert þakklát fyrir í lífinu, þannig neyðistu til að kunna að meta alla jákvæðu hlutina í lífinu og athyglin fer af stressinu.

Innvortis þættir sem hafa áhrif

Drekktu nóg af vatni

Vökvaskortur sést á húðinni þannig passaðu að drekka nóg af vatni á hverjum degi. Ég vel að drekka tölvert magn af jurtatei daglega sem viðheldur raka í húðinni ásamt því að veita vernd gegn ýmsum kvillum. Hér er t.d. bragðgott róandi te í þessum tilboðspakka fyrir þá sem eru stressaðir og eiga erfitt með svefn.

Óþol

Óþol fyrir ákveðnum fæðutegundum getur haft áhrif á húðina. Viðbrögð við þeim geta birst samstundis eða tekið nokkra daga að koma fram. Þó það geti verið erfitt, er mikilvægt að átta sig á hvaða fæðutegundir valda ofnæmisviðbrögðum til að koma í veg fyrir frekari óþægindi.

Hollt mataræði hjálpar

Almennileg næring er besta leiðin til að halda húðinni heilbrigðri, passaðu til dæmis að borða nóg af hollum fitum til að næra húðina. Prófaðu avókadó, ólífuolíu, lax, hnetur og fræ. Ég mæli líka alltaf með því að borða nógu mikið af öllum tegundum af grænmeti og ávöxtum.

Utanaðkomandi þættir sem hafa áhrif

Notaðu þvottaefni án ofnæmisvaldandi efna

Snefilmagn af þvottaefni getur setið eftir í fötum og valdið kláða, ertingu og útbrotum ef það kemst í snertingu við húðina. Með því að nota ilmefnalaust þvottaefni sem er hannað fyrir viðkvæma húð geturðu útilokað þann þátt frá því að hafa áhrif á húðina þína.

Veldu fataefni sem leyfir húðinni að anda

Sum efni geta haft slæm áhrif á þurra og viðkvæma húð. Gerviefni eru algengur sökudólgur því þau anda ekki jafn vel og náttúruleg efni, en litarefni geta líka haft áhrif.

Notaðu rakatæki

Þurr húð er oft afleiðing þurrs lofts því það getur valdið kláða og flögnun. Þar að auki geta hitagjafar á borð við eldstæði og viðarofna minnkað raka í herbergjum. Þess vegna getur reynst vel að bæta raka í herbergi með rakatæki.

Notaðu hanska

Á veturna eru hendur okkar berskjaldaðar fyrir kulda og vindi. Góðir hanskar geta gert gæfumuninn með því að vernda hendurnar. Einnig er gott að nota hanska við húsverk því endurtekin snerting við vatn og hreinsivörur getur ert húðina.

Forðastu skaðleg innihaldsefni

Ég get oft rakið þurra húð eða exem á andliti til sjampóa sem innihalda skaðleg innihaldefni. Innihaldsefni á borð við parabena og kemísk ilmefni geta haft áhrif á húðina og hafa verið tengd við ertingu húðar. Ég skrifaði grein um 10 óhollustu efnin til að forðast í húðvörum ef þú hefur áhuga á að læra meira.

Ég mæli með þessu

Öll kremin mín innihalda íslenskar jurtir (sem ég tíni sjálf) og önnur rakagefandi innihaldsefni. Þau innihalda ekki paraben-rotvarnarefni, kemísk ilmefni eða önnur ertandi efni sem geta auðveldlega valdið þurrki og ofnæmisviðbrögðum. Kremin mín róa hinsvegar viðkvæma húð og eru einstaklega nærandi og rakagefandi fyrir þurra húð.

Ef þú ert með þurra og viðkvæma húð, smelltu þér á pakkatilboðið – rakagefandi og þú ert komin með uppskrift að velgengni! Það inniheldur tvö krem sem eru bæði einstaklega rakagefandi. Þau eru hönnuð til að draga úr þurrki, roða og fínum línum.

  • Sale!

    Pakkatilboð – rakagefandi

    Original price was: 18.480 kr..Current price is: 16.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Ef þú ert með mjög þurra húð, þá mæli ég með pakkatilboðinu – extra rakagefandi. Það er hannað til að græða þurra húð og draga úr kláða. Það jafnar út skaða frá umhverfisþáttum og fer hratt inn í húðina, sem gerir það að fullkomnum grunni undir farða.

  • Sale!

    Pakkatilboð – extra rakagefandi

    Original price was: 16.480 kr..Current price is: 14.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Ef þú ert með exem eða sóríasis þá mæli ég með pakkatilboðinu – græðandi. Það inniheldur tvö krem sem saman eru einstaklega græðandi fyrir þurra húð, kláða, exem, sóríasis og bólgur. Þetta pakkatilboð er fyrir allan líkamann, ekki bara andlitið.

  • Sale!

    Pakkatilboð – græðandi

    Original price was: 14.980 kr..Current price is: 13.490 kr..
    Setja í körfu Skoða

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir