Sterkt ónæmiskerfi er lykilatriði þegar kemur að heilsu: það verndar okkur gegn sjúkdómum, berst við sýkingar og læknar sár. Þar að auki er ónæmiskerfið mjög mikilvægt til að vernda húðina. Húðin er stærsta líffærið og býr yfir mörgum aðferðum til að verja þig fyrir utanaðkomandi öflum. Skortur á ónæmissvörun getur hindrað bata þannig að stuðningur við ónæmiskerfið getur skipt miklu máli. Þar geta lífstílsþættir á borð við hreyfingu, góðan svefn og heilbrigt mataræði hjálpað ónæmiskerfinu að vernda þig. Lestu áfram til að læra um 7 leiðir til að byggja upp sterkt ónæmiskerfi.
1. Jurtir hjálpa
Vallhumall er ein allra fjölhæfasta lækningajurt sem til er og er þekktur fyrir að vera góður fyrir ónæmiskerfið. Til dæmis er hann mikið notaður við kvefi og flensu þar sem hann dregur úr einkennum og er dásamlegur í te. Vallhumall býr bæði yfir bakteríu- og vírusdrepandi eiginleikum. Ég drekk te úr vallhumli á hverjum degi og fæ örsjaldan kvef. Ég mæli líka með sólhatti og hvönn til að styrkja ónæmiskerfið.
Ætihvönn (Angelica archangelica), mynd Erling Ólafsson.
Ég mæli með pakkatilboðinu fyrir ónæmiskerfið ef þú vilt styrkja ónæmiskerfið. Það inniheldur tinktúruna sólhatt og hvönn, reishi sveppaduft og teblöndu fyrir ónæmiskerfið. Allar vörurnar eru sérvaldar til að styrkja ónæmiskerfið og sem forvörn gegn kvefi, flensu, hósta og hálsbólgu. Sértu hins vegar með kvef eða flensu mæli ég með pakkatilboðinu fyrir kvef og flensu. Það styrkir líka ónæmiskerfið og dregur úr ennis- og kinnholusýkingum.
2. Mátturinn í matnum
Ég spara ekki laukinn, hvítlaukinn og engiferið þegar ég elda því þessi hráefni styrkja ónæmiskerfið og bragðbæta matinn. Laukur býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum og er ríkur af C-vítamíni, sem gerir hann afar góðan fyrir ónæmiskerfið. Hvítlaukur styrkir ónæmiskerfið með því að auka fjölda T-frumna, sem eru vírusdrepandi frumur, og hjálpar þannig við að berjast við vírusa. Rannsóknir hafa sýnt að hvítlaukur geti dregið úr kvef- og flensueinkennum. Engifer hefur verið notað í lækningaskyni frá örófi alda. Hann býr yfir bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleikum sem hjálpa til við að berjast við sýkingar. Bláber eru frábær til að efla ónæmiskerfið, þess vegna borða ég þau á hverjum degi! Hér getur þú lesið um hvað bláber eru góð fyrir heilsuna og fengið uppskriftir af hollum morgunmat með bláberjum. Túrmerik er líka allra meina bót og það styrkir tvímælalaust ónæmiskerfið.
3. Sveppir í lækningaskyni
Sveppir hafa verið notaðir í lækningaskyni í margrar aldir og mjög rík hefð er fyrir notkun þeirra í Asíu. Lækningasveppir stuðla að jafnvægi í ónæmiskerfinu með því að örva það þegar vírusar eru til staðar, en róa það þegar það er of virkt. Þær fimm tegundir lækningasveppa sem ég nota mest í ráðgjöfinni minni eiga það sameiginlegt að styrkja ónæmiskerfið. Ef þú hefur áhuga á að læra meira um lækningamátt sveppa, mæli ég með að lesa þetta blogg sem ég skrifaði.
4. Fæðubótarefni
Það er aldrei vond hugmynd að leggja sig fram við að fá vítamín og steinefni í gegnum mataræðið, en ég mæli með að nota fæðubótarefni líka. Persónulega tek ég sink og C-vítamín til að styrkja ónæmiskerfið mitt.
- C-vítamín hjálpar til við að viðhalda heilbrigðri húð, tönnum og beinum. Skortur á C-vítamíni getur gert þig líklegri til að veikjast, en á hinn bóginn getur C-vítamín hjálpað þér að losna fyrr við kvef og dregur úr bólgum.
- Sink er steinefni sem líkaminn getur ekki búið til sjálfur, þess vegna þurfum við að fá það úr mataræðinu eða fæðubótarefnum. Það hefur mikil áhrif á marga þætti ónæmiskerfisins og spilar lykilhlutverk í eðlilegri myndun frumna. Rannsóknir hafa sýnt að sink getur stytt lengd kvefs og að þeir sem eru með sinkskort séu líklegri til að fá sýkingar.
5. Sólaðu þig
D-vítamín hefur mikilvæg hlutverk í líkamanum, en er einstaklega mikilvægt fyrir ónæmiskerfið. Það styður eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins og hefur bólgueyðandi eiginleika. Húðin framleiðir D-vítamín þegar sólin skín á hana , þannig að náttúrulegasta leiðin til að fá D-vítamín er að vera reglulega úti í sólinni. Það er hins vegar ekki alltaf mögulegt, sérstaklega að vetri til í löndum sem eru norðarlega á hnettinum. Þá eru fæðubótarefni algjörlega nauðsynleg. Áhrif D-vítamíns á ónæmiskerfið eru mestmegnis byggð á þeirri staðreynd að alvarlegur D-vítamín skortur getur gert þig berskjaldaðari gagnvart sjúkdómum. Hér á landi er takmarkað sólarljós marga mánuði ársins þannig ég mæli með því að allir taki D-vítamín allan ársins hring.
6. Mikilvægi svefns
Svefnskortur getur hreinlega valdið veikindum þar sem það hefur áhrif á ónæmiskerfið, og getur seinkað bata ef þú ert að glíma við veikindi. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem sofa ekki nóg eða ekki nógu vel séu líklegri til að verða veikir ef þeir eru útsettir fyrir vírus. Þar að auki eykur langtíma svefnskortur líkurnar á hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki. Fullorðnir ættu að reyna að ná að minnsta kosti 8 klukkustundum af gæðasvefni á hverri nóttu og unglingar ættu að stefna á að ná að minnsta kosti 9 klukkustundum. Hins vegar getur of mikill svefn líka valdið vandamálum: að sofa í meira en 10 klukkustundir getur dregið úr svefngæðum. Hér eru nokkrar leiðir til að stuðla að góðum svefni:
- Dragðu úr notkun raftækja á kvöldin
- Farðu að sofa og vaknaðu á reglulegum tímum
- Hreyfðu þig, en ekki rétt fyrir svefninn
- Hugaðu að svefnumhverfinu: það á að vera hljótt, dimmt, svalt og snyrtilegt
- Slakaðu á með því að hugleiða, lesa eða fara í bað
Ég geri allt ofangreint til að stuðla að góðum svefni en í mestu uppáhaldi er þó að lesa og hugleiða á kvöldin.
7. Hláturinn lengir lífið
Hlátur bætir geð, dregur úr stresshormónum, getur minnkað verki og slakar á líkamanum. Húmor er frábært verkfæri til að læra að taka lífinu ekki of alvarlega og tengjast öðru fólki. Reyndu að skapa eins mörg tækifæri og þú getur til að hlæja:
- Umkringdu þig fyndnu fólki
- Prófaðu hláturjóga
- Horfðu á gamanmynd (breskar gamanmyndir eru í uppáhaldi hjá mér!)
- Líttu á björtu hliðarnar
- Hafðu húmor fyrir þér
Með því að draga úr stressi og fjölga ónæmisfrumum getur hlátur styrkt ónæmiskerfið. Þar að auki losar hlátur endorfín, efni sem veitir vellíðan, og ýtir þannig enn frekar undir vellíðan. Skammtímaáhrif hláturs eru meðal annars slökun vöðva, örvuð blóðrás og aukin inntaka súrefnisríks lofts. Langtímaáhrifin eru sterkara ónæmiskerfi og heilt yfir betra skap. Ég get með sanni sagst hlæja mikið, í raun er ég hlæjandi við flest tilefni!
Góð skrif !!! eins og bara allt sem kemur frá þér !!!
Hjartans þakkir fyrir það allt !!!
Takk ástsamlega, alltaf svo gott að heyra þegar fólk er ánægt!
Frábær grein, áhugavert.